Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2023 21:57 Birgir Jónsson er forstjóri flugfélagsins Play. Arnar Halldórsson Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. Það er í raun ótrúlega stutt síðan félagið kom inn á markaðinn. Það var í byrjun sumars árið 2021 sem Play fór í fyrsta áætlunarflugið. Núna er félagið að sigla inn í þriðja rekstrarárið. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um vöxt Play og rætt við Birgi Jónsson forstjóra. „Þetta hefur bara vaxið samkvæmt áætlunum. Við byrjuðum á þremur vélum. Vorum með sex í fyrra og verðum með tíu á þessu ári. Fljúgum til hátt í fjörutíu áfangastaða núna 2023. Þannig að þetta verður ansi skemmtilegt ár,“ segir Birgir. Leiðakerfi Play með nýjustu áfangastöðum.Play Nýjasta kortið yfir leiðakerfi Play sýnir gróskuna en Birgir segir þrettán nýja áfangastaði bætast við ár. Nýir í sumar eru Toronto, Álaborg, Árósar, Billund, Düsseldorf, Varsjá, Stokkhólmur, Hamborg, Aþena og Porto. Þá hafa Madrid, Barcelona og Alicante bæst við sem heilsárstaðir. Og Birgir gefur til kynna að fleiri áfangastaðir eigi eftir að bætast á kortið á árinu. „Já, við erum með nokkra ása uppi í erminni og munum bara spila þeim út þegar tækifæri gefst á markaðnum.“ Hann segir að vel hafi gengið að ráða og þjálfa upp nýjar áhafnir en starfsmannafjöldi Play hefur snaraukist. „Það voru held ég 45 manns sem unnu hérna fyrir tæpum tveimur árum og við verðum 550 á þessu ári. Þannig að heimilið er að stækka ansi mikið.“ Airbus A321-þota Play á Keflavíkurflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Félagið notast eingöngu við Airbus-þotur og verður með sex A320 og fjórar lengri A321, sem Birgir segir yngsta flugflota Evrópu. Hann segir að með þessum fjölda sé félagið komið í ákveðið jafnvægi. „Við hugsum þetta auðvitað bara þannig að ef við sjáum tækifæri, þá förum við á eftir þeim. En ég á svo sem alveg von á því að félagið vaxi. En við ætlum að taka róleg og yfirveguð skref.“ Hann segir þróun olíuverðs helstu ógnina en er engu að síður bjartsýnn. „Flugfélög almennt séð hafa verið í ákveðnum mótvindi síðustu misseri og síðasta ár var erfitt með olíuhækkanir og annað. En við erum ekki að sjá annað en að Ísland til dæmis sem áfangastaður verði mjög vinsæll á þessu ári. Ég held að íslensk ferðaþjónusta sé að fara inn í eitt af sínum bestu árum bara frá upphafi. Þannig að við sjáum bara mikla eftirspurn og mikla grósku. En að sjálfsögðu þarf að fara varlega og renna með öruggum hætti í hylinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Airbus Tengdar fréttir Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. 10. janúar 2023 11:27 Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. 5. janúar 2023 09:05 Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 7. nóvember 2022 10:01 Hefja áætlunarflug til Varsjár Flugfélagið Play hyggst hefja sölu á miðum á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands í apríl. 2. desember 2022 13:22 Munu fljúga til Aþenu næsta sumar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. 19. október 2022 09:06 Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. 4. nóvember 2022 08:30 Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58 Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Það er í raun ótrúlega stutt síðan félagið kom inn á markaðinn. Það var í byrjun sumars árið 2021 sem Play fór í fyrsta áætlunarflugið. Núna er félagið að sigla inn í þriðja rekstrarárið. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um vöxt Play og rætt við Birgi Jónsson forstjóra. „Þetta hefur bara vaxið samkvæmt áætlunum. Við byrjuðum á þremur vélum. Vorum með sex í fyrra og verðum með tíu á þessu ári. Fljúgum til hátt í fjörutíu áfangastaða núna 2023. Þannig að þetta verður ansi skemmtilegt ár,“ segir Birgir. Leiðakerfi Play með nýjustu áfangastöðum.Play Nýjasta kortið yfir leiðakerfi Play sýnir gróskuna en Birgir segir þrettán nýja áfangastaði bætast við ár. Nýir í sumar eru Toronto, Álaborg, Árósar, Billund, Düsseldorf, Varsjá, Stokkhólmur, Hamborg, Aþena og Porto. Þá hafa Madrid, Barcelona og Alicante bæst við sem heilsárstaðir. Og Birgir gefur til kynna að fleiri áfangastaðir eigi eftir að bætast á kortið á árinu. „Já, við erum með nokkra ása uppi í erminni og munum bara spila þeim út þegar tækifæri gefst á markaðnum.“ Hann segir að vel hafi gengið að ráða og þjálfa upp nýjar áhafnir en starfsmannafjöldi Play hefur snaraukist. „Það voru held ég 45 manns sem unnu hérna fyrir tæpum tveimur árum og við verðum 550 á þessu ári. Þannig að heimilið er að stækka ansi mikið.“ Airbus A321-þota Play á Keflavíkurflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Félagið notast eingöngu við Airbus-þotur og verður með sex A320 og fjórar lengri A321, sem Birgir segir yngsta flugflota Evrópu. Hann segir að með þessum fjölda sé félagið komið í ákveðið jafnvægi. „Við hugsum þetta auðvitað bara þannig að ef við sjáum tækifæri, þá förum við á eftir þeim. En ég á svo sem alveg von á því að félagið vaxi. En við ætlum að taka róleg og yfirveguð skref.“ Hann segir þróun olíuverðs helstu ógnina en er engu að síður bjartsýnn. „Flugfélög almennt séð hafa verið í ákveðnum mótvindi síðustu misseri og síðasta ár var erfitt með olíuhækkanir og annað. En við erum ekki að sjá annað en að Ísland til dæmis sem áfangastaður verði mjög vinsæll á þessu ári. Ég held að íslensk ferðaþjónusta sé að fara inn í eitt af sínum bestu árum bara frá upphafi. Þannig að við sjáum bara mikla eftirspurn og mikla grósku. En að sjálfsögðu þarf að fara varlega og renna með öruggum hætti í hylinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Airbus Tengdar fréttir Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. 10. janúar 2023 11:27 Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. 5. janúar 2023 09:05 Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 7. nóvember 2022 10:01 Hefja áætlunarflug til Varsjár Flugfélagið Play hyggst hefja sölu á miðum á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands í apríl. 2. desember 2022 13:22 Munu fljúga til Aþenu næsta sumar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. 19. október 2022 09:06 Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. 4. nóvember 2022 08:30 Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58 Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. 10. janúar 2023 11:27
Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. 5. janúar 2023 09:05
Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 7. nóvember 2022 10:01
Hefja áætlunarflug til Varsjár Flugfélagið Play hyggst hefja sölu á miðum á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands í apríl. 2. desember 2022 13:22
Munu fljúga til Aþenu næsta sumar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. 19. október 2022 09:06
Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. 4. nóvember 2022 08:30
Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58
Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32