Innlent

Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalar­nesi og undir Hafnar­fjalli

Atli Ísleifsson skrifar
Mjög hvasst verður frá klukkan fimm í fyrramálið til níu eða svo.
Mjög hvasst verður frá klukkan fimm í fyrramálið til níu eða svo. Vísir/Friðrik Þór

Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið.

Í tilkynningu frá Veggerðinni segir að komin verði þíða með rigningu og flughálku þar sem klaki sé fyrir.

Má reikna með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli frá um klukkan fimm til níu í fyrramálið.

Sömu sögu sé að segja undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir morgni.

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna asahláku og hvassviðris á morgun. 


Tengdar fréttir

Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×