Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 22:30 Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna. EPA/RONALD WITTEK Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. Þetta sagði Milley á blaðamannafundi í Þýskalandi í gær en hann ítrekaði þó að það væri á ábyrgð Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, að binda enda á stríðið. „Pútín gæti bundið enda á þetta stríð í dag [gær]. Hann hóf það. Hann tók þá ákvörðun að hefja það og hann gæti stöðvað það í dag því það er að verða að algjörum hörmungum fyrir Rússland. Gífurlegt mannfall, mikið magn tapaðra hergagna og svo framvegis. Svo hann ætti og gæti bundið enda á þetta stríð núna strax,“ sagði Milley. Milley sagði einnig að þegar hann hafi síðast sagt frá áætluðu mannfalli Rússa í Úkraínu hefði hann talað um að „vel yfir hundrað þúsund“ rússneskir hermenn hefðu særst eða fallið. Nokkrir mánuðir eru liðnir síðan þá og hafa mjög svo harðir bardagar geisað í Úkraínu, til að mynda við Bakhmut í Donetsk-héraði. „Ég myndi segja að það sé komið verulega mikið yfir hundrað þúsund," sagði Milley í gær. Þá sagði hann að Rússar hefðu skikkað um tvö hundruð til 250 þúsund hermenn í herinn til að fylla upp í raðir sínar. Milley sagði að Úkraínumenn hefðu einnig orðið fyrir miklu mannfalli og mikill fjöldi óbreyttra borgara hefði dáið. „Svo þetta er mjög, mjög blóðugt stríð og það er mikið mannfall á báða bóga. Þess vegna tel ég að fyrr eða seinna muni þessi átök enda við samningaborðið," sagði Milley. Hann ítrakaði að þau stríðslok yrðu að fela í sér frjálsa og sjálfstæða Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund Milley og Lloyd Austins, varnarmálaráðherra, í spilaranum hér að neðan. Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Fá bryndreka og vilja skriðdreka Vesturlönd hafa ákveðið að senda Úkraínumönnum mikið magn bryndreka sem eru hannaðir til bardaga og til þess að flytja hermenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að þær sendingum myndu auka getu Úkraínumanna til muna. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Bretar eru þeir einu sem hafa ákveðið að senda vestræna skriðdreka til Úkraínu og ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Erindrekar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funduðu í Þýskalandi í gær en þar var meðal annars rætt um það að senda Leopard 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Þýskalandi, til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru sagðir í notkun hjá þrettán ríkjum Evrópu og ráðamenn í nokkrum þeirra vilja senda skriðdreka til Úkraínu. Sjá einnig: Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Ríkisstjórn Þýskalands ræður því þó þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir þar og hingað til hafa þeir ekki viljað gefa leyfi fyrir slíkum skriðdrekasendingum. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa hótað því að senda Úkraínumönnum skriðdreka þó þeir fái ekki leyfi frá Þýskalandi. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði fyrst að Þjóðverjar ætluðu ekki að senda einir skriðdreka til Úkraínu. Aðrir þyrftu að gera það. Eftir að Bretar tóku þá ákvöðun að senda Úkraínumönnum skriðdreka sagði Scholz að Bandaríkjamenn þyrftu að gera það líka, áður en Þjóðverjar gera það. Hann hefur heldur ekki gefið öðrum leyfi til að senda skriðdrekana. Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagðist þó í gær ekki vita til þess að það væri einhvers konar skilyrði að Bandaríkjamenn sendu sína skriðdreka. Leopard 2 skriðdrekarnir þykja hentugri fyrir Úkraínumenn en M1 Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgða- og stuðningsnet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Þá eru þeir í notkun víða í Evrópu. Hér að neðan má sjá tíst úr þræði frá fyrrverandi herforingja sem hefur áratuga reynslu af M1 Abrams skriðdrekum. Mark Hertling stýrði um tíma herafla Bandaríkjanna í Evrópu og þjálfaði aðra leiðtoga hersins í því að nota Abrams skriðdreka. Í stuttu máli sagt talar Hertling um að það þurfi langan tíma til að byggja upp það stuðningsnet sem M1 Abrams skriðdrekarnir þurfa og þá reynslu sem þarf til að reka þá og gera við þá. -There's a reason tankers are called "DATs" (dumb-ass-tankers). It's because they break things in their tanks & then rely on maintainers/master gunners/loggies to fix it.-Older tanks break more often (the M1 was fielded in the 1980's) 8/— MarkHertling (@MarkHertling) January 21, 2023 Úkraínumenn hafa fengið mikið af skriðdrekum frá tímum Sovétríkjanna að gjöf frá ríkjum Austur-Evrópu. Þeir segjast þó þurfa vestræna skriðdreka og þá að miklu leyti vegna þess að Vesturlönd framleiða ekki þau skotfæri sem sovésku skriðdrekarnir nota. Varahlutir eru einnig vandamál, þar sem skriðdrekarnir eru nú eingöngu framleiddir í Rússlandi og hjá bandamönnum Rússlands. „Doktor nein“ Í umfjöllun Yahoon news um sápuóperuna varðandi skriðdreka er haft eftir embættismanni úr Evrópuríki að ráðamenn víða séu pirraðir á Scholz og afstöðu hans. Hann sé af mörgum kallaður Doktor Nein, eða Doctor No, eftir óvini James Bond frá árum áður. Sendiherrar Eistrasaltsríkjanna sendu í morgun út yfirlýsingu um að Þýskaland, sem helsta stórveldi Evrópu, þyrfti að taka ábyrgð og sjá til þess að Úkraínumenn fengju þau vopn sem þeir þyrftu á að halda. We, Foreign Ministers, call on Germany to provide Leopard tanks to Ukraine now. This is needed to stop Russian aggression, help Ukraine and restore peace in Europe quickly. Germany as the leading European power has special responsibility in this regard.— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) January 21, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Þýskaland Tengdar fréttir Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Þetta sagði Milley á blaðamannafundi í Þýskalandi í gær en hann ítrekaði þó að það væri á ábyrgð Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, að binda enda á stríðið. „Pútín gæti bundið enda á þetta stríð í dag [gær]. Hann hóf það. Hann tók þá ákvörðun að hefja það og hann gæti stöðvað það í dag því það er að verða að algjörum hörmungum fyrir Rússland. Gífurlegt mannfall, mikið magn tapaðra hergagna og svo framvegis. Svo hann ætti og gæti bundið enda á þetta stríð núna strax,“ sagði Milley. Milley sagði einnig að þegar hann hafi síðast sagt frá áætluðu mannfalli Rússa í Úkraínu hefði hann talað um að „vel yfir hundrað þúsund“ rússneskir hermenn hefðu særst eða fallið. Nokkrir mánuðir eru liðnir síðan þá og hafa mjög svo harðir bardagar geisað í Úkraínu, til að mynda við Bakhmut í Donetsk-héraði. „Ég myndi segja að það sé komið verulega mikið yfir hundrað þúsund," sagði Milley í gær. Þá sagði hann að Rússar hefðu skikkað um tvö hundruð til 250 þúsund hermenn í herinn til að fylla upp í raðir sínar. Milley sagði að Úkraínumenn hefðu einnig orðið fyrir miklu mannfalli og mikill fjöldi óbreyttra borgara hefði dáið. „Svo þetta er mjög, mjög blóðugt stríð og það er mikið mannfall á báða bóga. Þess vegna tel ég að fyrr eða seinna muni þessi átök enda við samningaborðið," sagði Milley. Hann ítrakaði að þau stríðslok yrðu að fela í sér frjálsa og sjálfstæða Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund Milley og Lloyd Austins, varnarmálaráðherra, í spilaranum hér að neðan. Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Fá bryndreka og vilja skriðdreka Vesturlönd hafa ákveðið að senda Úkraínumönnum mikið magn bryndreka sem eru hannaðir til bardaga og til þess að flytja hermenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að þær sendingum myndu auka getu Úkraínumanna til muna. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Bretar eru þeir einu sem hafa ákveðið að senda vestræna skriðdreka til Úkraínu og ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Erindrekar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funduðu í Þýskalandi í gær en þar var meðal annars rætt um það að senda Leopard 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Þýskalandi, til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru sagðir í notkun hjá þrettán ríkjum Evrópu og ráðamenn í nokkrum þeirra vilja senda skriðdreka til Úkraínu. Sjá einnig: Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Ríkisstjórn Þýskalands ræður því þó þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir þar og hingað til hafa þeir ekki viljað gefa leyfi fyrir slíkum skriðdrekasendingum. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa hótað því að senda Úkraínumönnum skriðdreka þó þeir fái ekki leyfi frá Þýskalandi. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði fyrst að Þjóðverjar ætluðu ekki að senda einir skriðdreka til Úkraínu. Aðrir þyrftu að gera það. Eftir að Bretar tóku þá ákvöðun að senda Úkraínumönnum skriðdreka sagði Scholz að Bandaríkjamenn þyrftu að gera það líka, áður en Þjóðverjar gera það. Hann hefur heldur ekki gefið öðrum leyfi til að senda skriðdrekana. Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagðist þó í gær ekki vita til þess að það væri einhvers konar skilyrði að Bandaríkjamenn sendu sína skriðdreka. Leopard 2 skriðdrekarnir þykja hentugri fyrir Úkraínumenn en M1 Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgða- og stuðningsnet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Þá eru þeir í notkun víða í Evrópu. Hér að neðan má sjá tíst úr þræði frá fyrrverandi herforingja sem hefur áratuga reynslu af M1 Abrams skriðdrekum. Mark Hertling stýrði um tíma herafla Bandaríkjanna í Evrópu og þjálfaði aðra leiðtoga hersins í því að nota Abrams skriðdreka. Í stuttu máli sagt talar Hertling um að það þurfi langan tíma til að byggja upp það stuðningsnet sem M1 Abrams skriðdrekarnir þurfa og þá reynslu sem þarf til að reka þá og gera við þá. -There's a reason tankers are called "DATs" (dumb-ass-tankers). It's because they break things in their tanks & then rely on maintainers/master gunners/loggies to fix it.-Older tanks break more often (the M1 was fielded in the 1980's) 8/— MarkHertling (@MarkHertling) January 21, 2023 Úkraínumenn hafa fengið mikið af skriðdrekum frá tímum Sovétríkjanna að gjöf frá ríkjum Austur-Evrópu. Þeir segjast þó þurfa vestræna skriðdreka og þá að miklu leyti vegna þess að Vesturlönd framleiða ekki þau skotfæri sem sovésku skriðdrekarnir nota. Varahlutir eru einnig vandamál, þar sem skriðdrekarnir eru nú eingöngu framleiddir í Rússlandi og hjá bandamönnum Rússlands. „Doktor nein“ Í umfjöllun Yahoon news um sápuóperuna varðandi skriðdreka er haft eftir embættismanni úr Evrópuríki að ráðamenn víða séu pirraðir á Scholz og afstöðu hans. Hann sé af mörgum kallaður Doktor Nein, eða Doctor No, eftir óvini James Bond frá árum áður. Sendiherrar Eistrasaltsríkjanna sendu í morgun út yfirlýsingu um að Þýskaland, sem helsta stórveldi Evrópu, þyrfti að taka ábyrgð og sjá til þess að Úkraínumenn fengju þau vopn sem þeir þyrftu á að halda. We, Foreign Ministers, call on Germany to provide Leopard tanks to Ukraine now. This is needed to stop Russian aggression, help Ukraine and restore peace in Europe quickly. Germany as the leading European power has special responsibility in this regard.— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) January 21, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Þýskaland Tengdar fréttir Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12