Hvar verður þú 18. ágúst 2036? Stefán Pálsson skrifar 25. janúar 2023 16:02 Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni. Ævagamalt glæpamál tengt Viðey sem rifjast upp og leysist árið 1986, þar sem spennan nær hámarki í kringum 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst það ár. Ekkert var til sparað í tengslum við þau hátíðarhöld með hvers kyns mannamótum, íþróttakappleikjum, sögusýningum og vitaskuld ógnarlangri rjómatertu sem ætlunin var að koma í heimsmetabók Guinness. Tíminn flýgur og fyrir þau okkar sem munum allt tilstandið í kringum 200 ára afmælið er örlítið þrúgandi að hugsa til þess að einungis þrettán ár eru í 250 ára afmælið árið 2036! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og á síðasta fundi borgarstjórnar flutti höfundur þessarar greinar tillögu þess efnis að útbúa skyldi grófa verk- og kostnaðaráætlun fyrir ritun nýrrar sögu Reykjavíkur, með það að markmiði að útgáfu hennar gæti lokið í tengslum við afmælið. Löng vegferð Ýmsum kann að hafa komið þessi tillaga, sem vísað var til borgarráðs til frekari vinnslu, á óvart enda veglegt sex binda verk um sögu höfuðborgarinnar að finna í hillum fjölda landsmanna. Með tillögunni er á engan hátt gert lítið úr mikilvægi þeirrar ritraðar, sem stendur enn fyllilega fyrir sínu. Hins vegar er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ákvörðunin um að rita sögu Reykjavíkur var tekin í borgarstjórn árið 1981. Ritnefnd var skipuð en vinnan fór þó hægt af stað. Nokkrum misserum síðar voru tveir sagnfræðingar ráðnir til starfa, þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson. Guðjón ritaði söguna frá 1870 til 1940 en Eggert heitinn tók þá við og fjallaði um næstu fimmtíu árin. Tveimur árum síðar var Þorleifur Óskarsson fenginn til að skrifa um fyrstu þúsund ár byggðarinnar. Bækurnar sex komu út á árunum 1991 til 2002 í samtarfi borgarinnar og forlagsins Iðunnar. Þær voru prentaðar í stóru broti og fara betur á kaffiborði en í kjöltu lesanda uppi í rúmi. Bækurnar voru ríkulega myndskreyttar og prentaðar í miklum gæðum, en þó ekki í lit fremur en tíðkaðist almennt á þeim árum. Hvers vegna ný ritröð? Þessi meðgöngutími kann að virðast langur en er þó fullkomlega eðlilegur. Að viða að sér heimildum og rita sögu höfuðborgar er langhlaup en ekki sprettur. Ýmis rök hníga að því að nú sé orðið tímabært að reima á sig skóna og hefja upphitun á nýjan leik. Skulu hér talin fram nokkur þau helstu: * Árið 2036 verða 45 ár liðin frá því að fyrstu bindin af Sögu Reykjavíkur komu út. Það er langur tími og tæplega hægt að fara fram á að yfirlitsrit af þessu tagi nái að þjóna sínu hlutverki í marga áratugi. Sum bindin í ritröðinni eru nú þegar löngu ófáanleg nema með höppum og glöppum hjá fornbókasölum. * Gömlu ritröðinni lauk árið 1990. Það þýðir að á 250 ára afmæli borgarinnar mun nærri fimmtungur af sögu hennar frá kaupstaðarréttindunum 1786 liggja óbættur hjá garði. * Sú ritstjórnarlega ákvörðun var tekin á sínum tíma að einskorða umfjöllunina að mestu við sögu einstakra svæða innan núverandi borgarmarka frá þeim tíma þegar þau tilheyrðu Reykjavík. Ákvörðunin var eflaust skynsamleg á sínum tíma en veldur því að minna er fjallað um baksögu mikilvægra staða á borð við Laugarnes, Gufunes, Elliðavatn, Viðey og annarra eyja á Kollafirði sem og vitaskuld Kjalarness. Það er ansi stór blindur blettur í sögu okkar nú. * Ýmsar nýjar upplýsingar hafa komið í ljós varðandi sögu Reykjavíkur á síðustu árum, ekki hvað síst í tengslum við fornleifarannsóknir. * Stefnur og straumar í sagnfræði hafa mikið breyst á síðustu áratugum. Nýjar rannsóknaraðferðir hafa komið til sögunnar og sama gildir um rannsóknarefni, þar sem fræðafólk hefur í auknum mæli leitast við að draga fram í dagsljósið ýmsa hópa sem áður vildu gleymast og lenda utan sviðsljóssins. Búum til sérfræðinga Bækurnar um Sögu Reykjavíkur gáfu landsmönnum frábæra sögu höfuðborgar sinnar í veglegu broti en þær skópu líka sérfræðinga í sögu borgarinnar. Afleiddar afurðir þessa starfs má t.d. sjá í ótalmörgum greinum og smáritum Guðjóns Friðrikssonar um einstök hús og götur í borginni. Sama má segja um merkar rannsóknir Eggerts Þórs á braggabyggð í Reykjavík og þætti landbúnaðar í þróunarsögu byggðarinnar. Það er tímabært að huga að því að búa til nýja kynslóð Reykjavíkurfræðinga sem geta svalað forvitni okkar um langa framtíð. Enn eru ótalin efnahagslegu rökin fyrir því að ráðast í sagnritun. Fyrir samfélag sem byggir að miklu leytir á ferðamennsku eru góð rit og nútímalegar og vísindalegar rannsóknir á sögu nærsamfélagsins lykilatriði. Þau eru undirstöðurit fyrir leiðsögumenn, fyrir fólkið sem setur upp sögusýningar, útbýr upplýsingaskilti í umhverfi okkar - fólkið sem skapar það innihald sem ferðamennirnir sækja í. Það er nægur tími til að dusta rykið af matreiðslukverinu og grafa upp uppskriftina að tertunni góðu sem væntanlega verður höfð ennþá lengri árið 2036, en til að ná að klára ritröð í tíma er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Sjá meira
Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni. Ævagamalt glæpamál tengt Viðey sem rifjast upp og leysist árið 1986, þar sem spennan nær hámarki í kringum 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst það ár. Ekkert var til sparað í tengslum við þau hátíðarhöld með hvers kyns mannamótum, íþróttakappleikjum, sögusýningum og vitaskuld ógnarlangri rjómatertu sem ætlunin var að koma í heimsmetabók Guinness. Tíminn flýgur og fyrir þau okkar sem munum allt tilstandið í kringum 200 ára afmælið er örlítið þrúgandi að hugsa til þess að einungis þrettán ár eru í 250 ára afmælið árið 2036! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og á síðasta fundi borgarstjórnar flutti höfundur þessarar greinar tillögu þess efnis að útbúa skyldi grófa verk- og kostnaðaráætlun fyrir ritun nýrrar sögu Reykjavíkur, með það að markmiði að útgáfu hennar gæti lokið í tengslum við afmælið. Löng vegferð Ýmsum kann að hafa komið þessi tillaga, sem vísað var til borgarráðs til frekari vinnslu, á óvart enda veglegt sex binda verk um sögu höfuðborgarinnar að finna í hillum fjölda landsmanna. Með tillögunni er á engan hátt gert lítið úr mikilvægi þeirrar ritraðar, sem stendur enn fyllilega fyrir sínu. Hins vegar er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ákvörðunin um að rita sögu Reykjavíkur var tekin í borgarstjórn árið 1981. Ritnefnd var skipuð en vinnan fór þó hægt af stað. Nokkrum misserum síðar voru tveir sagnfræðingar ráðnir til starfa, þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson. Guðjón ritaði söguna frá 1870 til 1940 en Eggert heitinn tók þá við og fjallaði um næstu fimmtíu árin. Tveimur árum síðar var Þorleifur Óskarsson fenginn til að skrifa um fyrstu þúsund ár byggðarinnar. Bækurnar sex komu út á árunum 1991 til 2002 í samtarfi borgarinnar og forlagsins Iðunnar. Þær voru prentaðar í stóru broti og fara betur á kaffiborði en í kjöltu lesanda uppi í rúmi. Bækurnar voru ríkulega myndskreyttar og prentaðar í miklum gæðum, en þó ekki í lit fremur en tíðkaðist almennt á þeim árum. Hvers vegna ný ritröð? Þessi meðgöngutími kann að virðast langur en er þó fullkomlega eðlilegur. Að viða að sér heimildum og rita sögu höfuðborgar er langhlaup en ekki sprettur. Ýmis rök hníga að því að nú sé orðið tímabært að reima á sig skóna og hefja upphitun á nýjan leik. Skulu hér talin fram nokkur þau helstu: * Árið 2036 verða 45 ár liðin frá því að fyrstu bindin af Sögu Reykjavíkur komu út. Það er langur tími og tæplega hægt að fara fram á að yfirlitsrit af þessu tagi nái að þjóna sínu hlutverki í marga áratugi. Sum bindin í ritröðinni eru nú þegar löngu ófáanleg nema með höppum og glöppum hjá fornbókasölum. * Gömlu ritröðinni lauk árið 1990. Það þýðir að á 250 ára afmæli borgarinnar mun nærri fimmtungur af sögu hennar frá kaupstaðarréttindunum 1786 liggja óbættur hjá garði. * Sú ritstjórnarlega ákvörðun var tekin á sínum tíma að einskorða umfjöllunina að mestu við sögu einstakra svæða innan núverandi borgarmarka frá þeim tíma þegar þau tilheyrðu Reykjavík. Ákvörðunin var eflaust skynsamleg á sínum tíma en veldur því að minna er fjallað um baksögu mikilvægra staða á borð við Laugarnes, Gufunes, Elliðavatn, Viðey og annarra eyja á Kollafirði sem og vitaskuld Kjalarness. Það er ansi stór blindur blettur í sögu okkar nú. * Ýmsar nýjar upplýsingar hafa komið í ljós varðandi sögu Reykjavíkur á síðustu árum, ekki hvað síst í tengslum við fornleifarannsóknir. * Stefnur og straumar í sagnfræði hafa mikið breyst á síðustu áratugum. Nýjar rannsóknaraðferðir hafa komið til sögunnar og sama gildir um rannsóknarefni, þar sem fræðafólk hefur í auknum mæli leitast við að draga fram í dagsljósið ýmsa hópa sem áður vildu gleymast og lenda utan sviðsljóssins. Búum til sérfræðinga Bækurnar um Sögu Reykjavíkur gáfu landsmönnum frábæra sögu höfuðborgar sinnar í veglegu broti en þær skópu líka sérfræðinga í sögu borgarinnar. Afleiddar afurðir þessa starfs má t.d. sjá í ótalmörgum greinum og smáritum Guðjóns Friðrikssonar um einstök hús og götur í borginni. Sama má segja um merkar rannsóknir Eggerts Þórs á braggabyggð í Reykjavík og þætti landbúnaðar í þróunarsögu byggðarinnar. Það er tímabært að huga að því að búa til nýja kynslóð Reykjavíkurfræðinga sem geta svalað forvitni okkar um langa framtíð. Enn eru ótalin efnahagslegu rökin fyrir því að ráðast í sagnritun. Fyrir samfélag sem byggir að miklu leytir á ferðamennsku eru góð rit og nútímalegar og vísindalegar rannsóknir á sögu nærsamfélagsins lykilatriði. Þau eru undirstöðurit fyrir leiðsögumenn, fyrir fólkið sem setur upp sögusýningar, útbýr upplýsingaskilti í umhverfi okkar - fólkið sem skapar það innihald sem ferðamennirnir sækja í. Það er nægur tími til að dusta rykið af matreiðslukverinu og grafa upp uppskriftina að tertunni góðu sem væntanlega verður höfð ennþá lengri árið 2036, en til að ná að klára ritröð í tíma er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar