Hvar verður þú 18. ágúst 2036? Stefán Pálsson skrifar 25. janúar 2023 16:02 Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni. Ævagamalt glæpamál tengt Viðey sem rifjast upp og leysist árið 1986, þar sem spennan nær hámarki í kringum 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst það ár. Ekkert var til sparað í tengslum við þau hátíðarhöld með hvers kyns mannamótum, íþróttakappleikjum, sögusýningum og vitaskuld ógnarlangri rjómatertu sem ætlunin var að koma í heimsmetabók Guinness. Tíminn flýgur og fyrir þau okkar sem munum allt tilstandið í kringum 200 ára afmælið er örlítið þrúgandi að hugsa til þess að einungis þrettán ár eru í 250 ára afmælið árið 2036! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og á síðasta fundi borgarstjórnar flutti höfundur þessarar greinar tillögu þess efnis að útbúa skyldi grófa verk- og kostnaðaráætlun fyrir ritun nýrrar sögu Reykjavíkur, með það að markmiði að útgáfu hennar gæti lokið í tengslum við afmælið. Löng vegferð Ýmsum kann að hafa komið þessi tillaga, sem vísað var til borgarráðs til frekari vinnslu, á óvart enda veglegt sex binda verk um sögu höfuðborgarinnar að finna í hillum fjölda landsmanna. Með tillögunni er á engan hátt gert lítið úr mikilvægi þeirrar ritraðar, sem stendur enn fyllilega fyrir sínu. Hins vegar er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ákvörðunin um að rita sögu Reykjavíkur var tekin í borgarstjórn árið 1981. Ritnefnd var skipuð en vinnan fór þó hægt af stað. Nokkrum misserum síðar voru tveir sagnfræðingar ráðnir til starfa, þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson. Guðjón ritaði söguna frá 1870 til 1940 en Eggert heitinn tók þá við og fjallaði um næstu fimmtíu árin. Tveimur árum síðar var Þorleifur Óskarsson fenginn til að skrifa um fyrstu þúsund ár byggðarinnar. Bækurnar sex komu út á árunum 1991 til 2002 í samtarfi borgarinnar og forlagsins Iðunnar. Þær voru prentaðar í stóru broti og fara betur á kaffiborði en í kjöltu lesanda uppi í rúmi. Bækurnar voru ríkulega myndskreyttar og prentaðar í miklum gæðum, en þó ekki í lit fremur en tíðkaðist almennt á þeim árum. Hvers vegna ný ritröð? Þessi meðgöngutími kann að virðast langur en er þó fullkomlega eðlilegur. Að viða að sér heimildum og rita sögu höfuðborgar er langhlaup en ekki sprettur. Ýmis rök hníga að því að nú sé orðið tímabært að reima á sig skóna og hefja upphitun á nýjan leik. Skulu hér talin fram nokkur þau helstu: * Árið 2036 verða 45 ár liðin frá því að fyrstu bindin af Sögu Reykjavíkur komu út. Það er langur tími og tæplega hægt að fara fram á að yfirlitsrit af þessu tagi nái að þjóna sínu hlutverki í marga áratugi. Sum bindin í ritröðinni eru nú þegar löngu ófáanleg nema með höppum og glöppum hjá fornbókasölum. * Gömlu ritröðinni lauk árið 1990. Það þýðir að á 250 ára afmæli borgarinnar mun nærri fimmtungur af sögu hennar frá kaupstaðarréttindunum 1786 liggja óbættur hjá garði. * Sú ritstjórnarlega ákvörðun var tekin á sínum tíma að einskorða umfjöllunina að mestu við sögu einstakra svæða innan núverandi borgarmarka frá þeim tíma þegar þau tilheyrðu Reykjavík. Ákvörðunin var eflaust skynsamleg á sínum tíma en veldur því að minna er fjallað um baksögu mikilvægra staða á borð við Laugarnes, Gufunes, Elliðavatn, Viðey og annarra eyja á Kollafirði sem og vitaskuld Kjalarness. Það er ansi stór blindur blettur í sögu okkar nú. * Ýmsar nýjar upplýsingar hafa komið í ljós varðandi sögu Reykjavíkur á síðustu árum, ekki hvað síst í tengslum við fornleifarannsóknir. * Stefnur og straumar í sagnfræði hafa mikið breyst á síðustu áratugum. Nýjar rannsóknaraðferðir hafa komið til sögunnar og sama gildir um rannsóknarefni, þar sem fræðafólk hefur í auknum mæli leitast við að draga fram í dagsljósið ýmsa hópa sem áður vildu gleymast og lenda utan sviðsljóssins. Búum til sérfræðinga Bækurnar um Sögu Reykjavíkur gáfu landsmönnum frábæra sögu höfuðborgar sinnar í veglegu broti en þær skópu líka sérfræðinga í sögu borgarinnar. Afleiddar afurðir þessa starfs má t.d. sjá í ótalmörgum greinum og smáritum Guðjóns Friðrikssonar um einstök hús og götur í borginni. Sama má segja um merkar rannsóknir Eggerts Þórs á braggabyggð í Reykjavík og þætti landbúnaðar í þróunarsögu byggðarinnar. Það er tímabært að huga að því að búa til nýja kynslóð Reykjavíkurfræðinga sem geta svalað forvitni okkar um langa framtíð. Enn eru ótalin efnahagslegu rökin fyrir því að ráðast í sagnritun. Fyrir samfélag sem byggir að miklu leytir á ferðamennsku eru góð rit og nútímalegar og vísindalegar rannsóknir á sögu nærsamfélagsins lykilatriði. Þau eru undirstöðurit fyrir leiðsögumenn, fyrir fólkið sem setur upp sögusýningar, útbýr upplýsingaskilti í umhverfi okkar - fólkið sem skapar það innihald sem ferðamennirnir sækja í. Það er nægur tími til að dusta rykið af matreiðslukverinu og grafa upp uppskriftina að tertunni góðu sem væntanlega verður höfð ennþá lengri árið 2036, en til að ná að klára ritröð í tíma er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Bókmenntir Reykjavík Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Sjá meira
Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni. Ævagamalt glæpamál tengt Viðey sem rifjast upp og leysist árið 1986, þar sem spennan nær hámarki í kringum 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst það ár. Ekkert var til sparað í tengslum við þau hátíðarhöld með hvers kyns mannamótum, íþróttakappleikjum, sögusýningum og vitaskuld ógnarlangri rjómatertu sem ætlunin var að koma í heimsmetabók Guinness. Tíminn flýgur og fyrir þau okkar sem munum allt tilstandið í kringum 200 ára afmælið er örlítið þrúgandi að hugsa til þess að einungis þrettán ár eru í 250 ára afmælið árið 2036! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og á síðasta fundi borgarstjórnar flutti höfundur þessarar greinar tillögu þess efnis að útbúa skyldi grófa verk- og kostnaðaráætlun fyrir ritun nýrrar sögu Reykjavíkur, með það að markmiði að útgáfu hennar gæti lokið í tengslum við afmælið. Löng vegferð Ýmsum kann að hafa komið þessi tillaga, sem vísað var til borgarráðs til frekari vinnslu, á óvart enda veglegt sex binda verk um sögu höfuðborgarinnar að finna í hillum fjölda landsmanna. Með tillögunni er á engan hátt gert lítið úr mikilvægi þeirrar ritraðar, sem stendur enn fyllilega fyrir sínu. Hins vegar er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ákvörðunin um að rita sögu Reykjavíkur var tekin í borgarstjórn árið 1981. Ritnefnd var skipuð en vinnan fór þó hægt af stað. Nokkrum misserum síðar voru tveir sagnfræðingar ráðnir til starfa, þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson. Guðjón ritaði söguna frá 1870 til 1940 en Eggert heitinn tók þá við og fjallaði um næstu fimmtíu árin. Tveimur árum síðar var Þorleifur Óskarsson fenginn til að skrifa um fyrstu þúsund ár byggðarinnar. Bækurnar sex komu út á árunum 1991 til 2002 í samtarfi borgarinnar og forlagsins Iðunnar. Þær voru prentaðar í stóru broti og fara betur á kaffiborði en í kjöltu lesanda uppi í rúmi. Bækurnar voru ríkulega myndskreyttar og prentaðar í miklum gæðum, en þó ekki í lit fremur en tíðkaðist almennt á þeim árum. Hvers vegna ný ritröð? Þessi meðgöngutími kann að virðast langur en er þó fullkomlega eðlilegur. Að viða að sér heimildum og rita sögu höfuðborgar er langhlaup en ekki sprettur. Ýmis rök hníga að því að nú sé orðið tímabært að reima á sig skóna og hefja upphitun á nýjan leik. Skulu hér talin fram nokkur þau helstu: * Árið 2036 verða 45 ár liðin frá því að fyrstu bindin af Sögu Reykjavíkur komu út. Það er langur tími og tæplega hægt að fara fram á að yfirlitsrit af þessu tagi nái að þjóna sínu hlutverki í marga áratugi. Sum bindin í ritröðinni eru nú þegar löngu ófáanleg nema með höppum og glöppum hjá fornbókasölum. * Gömlu ritröðinni lauk árið 1990. Það þýðir að á 250 ára afmæli borgarinnar mun nærri fimmtungur af sögu hennar frá kaupstaðarréttindunum 1786 liggja óbættur hjá garði. * Sú ritstjórnarlega ákvörðun var tekin á sínum tíma að einskorða umfjöllunina að mestu við sögu einstakra svæða innan núverandi borgarmarka frá þeim tíma þegar þau tilheyrðu Reykjavík. Ákvörðunin var eflaust skynsamleg á sínum tíma en veldur því að minna er fjallað um baksögu mikilvægra staða á borð við Laugarnes, Gufunes, Elliðavatn, Viðey og annarra eyja á Kollafirði sem og vitaskuld Kjalarness. Það er ansi stór blindur blettur í sögu okkar nú. * Ýmsar nýjar upplýsingar hafa komið í ljós varðandi sögu Reykjavíkur á síðustu árum, ekki hvað síst í tengslum við fornleifarannsóknir. * Stefnur og straumar í sagnfræði hafa mikið breyst á síðustu áratugum. Nýjar rannsóknaraðferðir hafa komið til sögunnar og sama gildir um rannsóknarefni, þar sem fræðafólk hefur í auknum mæli leitast við að draga fram í dagsljósið ýmsa hópa sem áður vildu gleymast og lenda utan sviðsljóssins. Búum til sérfræðinga Bækurnar um Sögu Reykjavíkur gáfu landsmönnum frábæra sögu höfuðborgar sinnar í veglegu broti en þær skópu líka sérfræðinga í sögu borgarinnar. Afleiddar afurðir þessa starfs má t.d. sjá í ótalmörgum greinum og smáritum Guðjóns Friðrikssonar um einstök hús og götur í borginni. Sama má segja um merkar rannsóknir Eggerts Þórs á braggabyggð í Reykjavík og þætti landbúnaðar í þróunarsögu byggðarinnar. Það er tímabært að huga að því að búa til nýja kynslóð Reykjavíkurfræðinga sem geta svalað forvitni okkar um langa framtíð. Enn eru ótalin efnahagslegu rökin fyrir því að ráðast í sagnritun. Fyrir samfélag sem byggir að miklu leytir á ferðamennsku eru góð rit og nútímalegar og vísindalegar rannsóknir á sögu nærsamfélagsins lykilatriði. Þau eru undirstöðurit fyrir leiðsögumenn, fyrir fólkið sem setur upp sögusýningar, útbýr upplýsingaskilti í umhverfi okkar - fólkið sem skapar það innihald sem ferðamennirnir sækja í. Það er nægur tími til að dusta rykið af matreiðslukverinu og grafa upp uppskriftina að tertunni góðu sem væntanlega verður höfð ennþá lengri árið 2036, en til að ná að klára ritröð í tíma er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar