STOPP ofbeldi - Með góðri fræðslu getum við hjálpað til við að rjúfa þögnina! Harpa Pálmadóttir og Sigrún Sóley Jökulsdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Stafræn þróun Börn og uppeldi Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun