Hverjir „trakka“ okkur og börnin okkar – og hvað svo? Helga Þórisdóttir skrifar 27. janúar 2023 17:00 Við höfum flest gert okkur grein fyrir því að við lifum á tækniöld. Hvað í því felst er svo annað mál. Áður fyrr var eftirlitið með okkur aðallega fólgið í því að til voru stöku myndavélar sem náðu okkur á mynd og eitthvað var skráð í bækur og skjöl. Nú er staðan hins vegar sú að eftirlitsmyndavélar eru á næstum hverju horni. Sumar þeirra eru reknar af lögreglu í löggæslutilgangi. Aðrar eru hins vegar á vegum fyrirtækja eða einstaklinga og þær vakta margar hverjar götur og gangstíga, eða beinast jafnvel að öðrum húsum og einkagörðum. Við þetta bætist að velflest samskipti okkar við fyrirtæki og hið opinbera eru orðin rafræn og til eru að verða stórir gagnagrunnar um okkur sem mikil ásókn er í. Mikilvægt er að hugað sé að öryggi þeirra. Framþróun tækninnar hefur leitt til þess að til hefur orðið ný atvinnugrein sem snýst um að fylgjast með okkur og spá fyrir um framtíðarhegðun okkar og selja okkur t.d. vörur á grundvelli þeirrar greiningar. Þessi rýni er orðin of mikil, og það án þess að við vitum af henni. Við því hefur þurft að bregðast, t.d. með 65 milljarða kr. sekt á Meta nýlega fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Það er ekki sjálfgefið að neita megi okkur um vátryggingu vegna þess hvernig lífstíllinn er birtur á samfélagsmiðlum. Að sama skapi eigum við rétt á að ákvörðun um hvort við eigum rétt á bankaláni sé ekki tekin sjálfvirkt, án mannlegrar þátttöku. Þá getur andlitsgreiningartækni ekki talist réttmæt aðferð til að meta hvort barni líður illa í kennslustund. Það eru ákvæði persónuverndarlaga sem tryggja okkur rétt hér. Þau tryggja einnig þann útgangspunkt að tæknin þarf að vinna með okkur, ekki gegn okkur. Það sem tæknin hefur einnig haft í för með sér er að við höfum í sumum tilvikum óvart opnað aðgang óviðkomandi að heimilum okkar. Hérlent netöryggisfyrirtæki hefur bent á að alltof mörg íslensk heimili hafi tekið í notkun öryggismyndavélar eða tengt snjalltæki við Netið án þess að breyta lykilorðum frá framleiðendum. Þetta getur leitt til þess að okkar friðheilaga athvarf er aðgengilegt hverjum sem næga þekkingu hefur. Notkun barna á þessu nýja snjalla umhverfi er síðan kapítuli út af fyrir sig. Flest þekkjum við væntanlega það að hægt er að kaupa sér ákveðinn frið með því að leyfa barninu að horfa á mynd á Netinu eða hlusta á tónlist hjá streymisveitum. Ákveðinn hópur þekkir síðan einnig tölvuleikjaumhverfið og það byrja sum börn að nota ansi ung. Það sem fólk hefur mögulega ekki gert sér nægilega grein fyrir er að þessi notkun barna á tækninni er einnig rýnd, stundum á mjög nærgöngulan hátt. Þessi leikjafyrirtæki og framleiðendur hafa þannig verið staðin að því að fylgjast með öllu því sem börn gera á Netinu og greina þau síðan í hópa eftir því hvort þau eru talin áhættusækin, rög, umburðarlynd eða annað þvíumlíkt. Sem dæmi um þetta má nefna að tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur nýlega samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða kr. til bandaríska viðskiptaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið blekkti notendur og braut gegn réttindum barna til persónuverndar á Netinu, m.a. með því að safna persónuupplýsingum frá Fortnite-leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra. Þá hefur ítalska persónuverndarstofnunin gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig TikTok vinnur með persónuupplýsingar barna. Hönnun þessara forrita er auk þess miðuð við að þau haldi sem mestri athygli barnanna. Þá er hægt að nota sum þeirra til þess að senda og taka við skilaboðum og geta slík skilaboð komið jafnt að nóttu sem degi hvaðanæva úr heiminum og oft frá ókunnugum, ef ekki er hugað að þessu í stillingum. Stærstu samfélagsmiðlafyrirtækin eru sögð nota tugi þúsunda hegðunareinkenna til að greina okkur, í hagnaðarskyni. Börn eru þar ekki undanskilin. Kannanir sýna að alltof stór hópur foreldra og forráðamanna barna hérlendis leyfir athugasemdalaust not þeirra á þessum miðlum og leikjum, jafnvel frá 8 ára aldri, þegar aldurstakmarkið er 13 ár. Ætlum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum að fylgjast með öllu því sem börnin okkar gera á Netinu? Ætlum við að leyfa þessum fyrirtækjum að setja börn í hópa út frá hegðun þeirra á Netinu og selja slíkar upplýsingar um þau til aðila um allan heim? Það er það sem hefur gerst þegar börn nota þessa miðla og ekki síst þegar ekki er hugað að stillingum. Það er ástæða fyrir 13 ára aldurstakmörkunum á þessu sviði. Stafræn fótspor barna geta haft áhrif á framtíð þeirra. Hugum betur að ungviðinu okkar og leyfum ekki athugasemdalaus not barna á samfélagsmiðlum og netleikjum! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Greinin er rituð í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Helga Þórisdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Við höfum flest gert okkur grein fyrir því að við lifum á tækniöld. Hvað í því felst er svo annað mál. Áður fyrr var eftirlitið með okkur aðallega fólgið í því að til voru stöku myndavélar sem náðu okkur á mynd og eitthvað var skráð í bækur og skjöl. Nú er staðan hins vegar sú að eftirlitsmyndavélar eru á næstum hverju horni. Sumar þeirra eru reknar af lögreglu í löggæslutilgangi. Aðrar eru hins vegar á vegum fyrirtækja eða einstaklinga og þær vakta margar hverjar götur og gangstíga, eða beinast jafnvel að öðrum húsum og einkagörðum. Við þetta bætist að velflest samskipti okkar við fyrirtæki og hið opinbera eru orðin rafræn og til eru að verða stórir gagnagrunnar um okkur sem mikil ásókn er í. Mikilvægt er að hugað sé að öryggi þeirra. Framþróun tækninnar hefur leitt til þess að til hefur orðið ný atvinnugrein sem snýst um að fylgjast með okkur og spá fyrir um framtíðarhegðun okkar og selja okkur t.d. vörur á grundvelli þeirrar greiningar. Þessi rýni er orðin of mikil, og það án þess að við vitum af henni. Við því hefur þurft að bregðast, t.d. með 65 milljarða kr. sekt á Meta nýlega fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Það er ekki sjálfgefið að neita megi okkur um vátryggingu vegna þess hvernig lífstíllinn er birtur á samfélagsmiðlum. Að sama skapi eigum við rétt á að ákvörðun um hvort við eigum rétt á bankaláni sé ekki tekin sjálfvirkt, án mannlegrar þátttöku. Þá getur andlitsgreiningartækni ekki talist réttmæt aðferð til að meta hvort barni líður illa í kennslustund. Það eru ákvæði persónuverndarlaga sem tryggja okkur rétt hér. Þau tryggja einnig þann útgangspunkt að tæknin þarf að vinna með okkur, ekki gegn okkur. Það sem tæknin hefur einnig haft í för með sér er að við höfum í sumum tilvikum óvart opnað aðgang óviðkomandi að heimilum okkar. Hérlent netöryggisfyrirtæki hefur bent á að alltof mörg íslensk heimili hafi tekið í notkun öryggismyndavélar eða tengt snjalltæki við Netið án þess að breyta lykilorðum frá framleiðendum. Þetta getur leitt til þess að okkar friðheilaga athvarf er aðgengilegt hverjum sem næga þekkingu hefur. Notkun barna á þessu nýja snjalla umhverfi er síðan kapítuli út af fyrir sig. Flest þekkjum við væntanlega það að hægt er að kaupa sér ákveðinn frið með því að leyfa barninu að horfa á mynd á Netinu eða hlusta á tónlist hjá streymisveitum. Ákveðinn hópur þekkir síðan einnig tölvuleikjaumhverfið og það byrja sum börn að nota ansi ung. Það sem fólk hefur mögulega ekki gert sér nægilega grein fyrir er að þessi notkun barna á tækninni er einnig rýnd, stundum á mjög nærgöngulan hátt. Þessi leikjafyrirtæki og framleiðendur hafa þannig verið staðin að því að fylgjast með öllu því sem börn gera á Netinu og greina þau síðan í hópa eftir því hvort þau eru talin áhættusækin, rög, umburðarlynd eða annað þvíumlíkt. Sem dæmi um þetta má nefna að tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur nýlega samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða kr. til bandaríska viðskiptaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið blekkti notendur og braut gegn réttindum barna til persónuverndar á Netinu, m.a. með því að safna persónuupplýsingum frá Fortnite-leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra. Þá hefur ítalska persónuverndarstofnunin gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig TikTok vinnur með persónuupplýsingar barna. Hönnun þessara forrita er auk þess miðuð við að þau haldi sem mestri athygli barnanna. Þá er hægt að nota sum þeirra til þess að senda og taka við skilaboðum og geta slík skilaboð komið jafnt að nóttu sem degi hvaðanæva úr heiminum og oft frá ókunnugum, ef ekki er hugað að þessu í stillingum. Stærstu samfélagsmiðlafyrirtækin eru sögð nota tugi þúsunda hegðunareinkenna til að greina okkur, í hagnaðarskyni. Börn eru þar ekki undanskilin. Kannanir sýna að alltof stór hópur foreldra og forráðamanna barna hérlendis leyfir athugasemdalaust not þeirra á þessum miðlum og leikjum, jafnvel frá 8 ára aldri, þegar aldurstakmarkið er 13 ár. Ætlum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum að fylgjast með öllu því sem börnin okkar gera á Netinu? Ætlum við að leyfa þessum fyrirtækjum að setja börn í hópa út frá hegðun þeirra á Netinu og selja slíkar upplýsingar um þau til aðila um allan heim? Það er það sem hefur gerst þegar börn nota þessa miðla og ekki síst þegar ekki er hugað að stillingum. Það er ástæða fyrir 13 ára aldurstakmörkunum á þessu sviði. Stafræn fótspor barna geta haft áhrif á framtíð þeirra. Hugum betur að ungviðinu okkar og leyfum ekki athugasemdalaus not barna á samfélagsmiðlum og netleikjum! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Greinin er rituð í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun