Þúsundir Íslendinga sleikja sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. febrúar 2023 21:01 Á meðan landsmenn búa við rysjótt veður viku eftir viku þá njóta þúsundir Íslendinga veðurblíðunnar á Tenerife til skemmri eða lengri tíma. Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira