Þúsundir Íslendinga sleikja sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. febrúar 2023 21:01 Á meðan landsmenn búa við rysjótt veður viku eftir viku þá njóta þúsundir Íslendinga veðurblíðunnar á Tenerife til skemmri eða lengri tíma. Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira