Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 08:00 Sanna Magdalena er ekki hissa á hvernig málin standa, en segir stöðuna engu að síður ólíðandi. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. Á sunnudag birti fréttastofa viðtal við Pétur Geir Óskarsson, sem er búsettur í einu af smáhýsum Reykjavíkurborgar úti á Granda. Hýsin eru húsnæðisúrræði fyrir fólk sem annars ætti ekki í önnur hús að venda. Pétur Geir lýsti afar slæmum aðstæðum í smáhýsunum. Meðal annars nístingskulda sem herjað hafði á íbúa í vetur, sem og miklum ágangi óboðinna gesta sem jafnvel hefðu hrakið fólk af heimilum sínum. Hann sagðist hafa hætt að borga leigu um tíma, til að láta í ljós óánægju sína með ástandið. Leigan er 87 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem 10 þúsund króna húsgjald leggst ofan á það. Hér að neðan má sjá viðtalið við Pétur Geir. Tvíþætt vandamál Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hvernig í pottinn er búið. Á Facebook-síðu sinni bendir hún á að fermetraverð fyrir smáhýsin sé 3.900 krónur, sem sé nokkuð yfir meðalverði á litlum íbúðum í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu segir hún ljóst að mikilla úrbóta sé þörf. „Þarna eru manneskjur sem eru oft að koma úr viðkvæmri stöðu, þannig að það er náttúrulega mjög sláandi að sjá að fermetraverðið sé svona hátt og að fólk sé komið í skjól sem síðan er ekkert skjól. Af því að, eins og íbúar hafa verið að benda á, þá er ekki verið að bregðast við erindum þeirra og þau eru einmitt að kalla eftir því að það verði ýmislegt lagað, það hefur ekki verið gert. Það er bara ömurlegt að heyra þetta, að það sé verið að borga þetta háa leigu, sem nær samt ekki einu sinni að dekka hita og þessa grunnþætti sem við þurfum til að hafa okkar heimili í lagi,“ segir Sanna Magdalena. Vandinn felist þannig bæði í háu leiguverði miðað við það sem gengur og gerist, en einnig hve illa sé brugðist við umkvörtunum íbúa. Þá segist hún hafa heyrt af því að aðrir leigjendur hjá Félagsbústöðum glími einnig við að erindum sé sinnt seint og illa. „Þetta er bara eitthvað sem þarf að laga algjörlega og bregðast við, þannig að fólk sé ekki að bíða eftir einhverju. Það þarf að passa að heimilið sé í lagi.“ Ekki hissa heldur vonsvikin Sanna verður á fundi velferðarráðs borgarinnar í dag og segist stefna á að taka málið upp þar, annað hvort með tillögum til úrbóta eða fyrirspurn sem geti varpað betra ljósi á þessi mál. „Maður heldur alltaf að svona hlutir séu í lagi, en það er augljóslega ekki svo,“ segir Sanna Magdalena. Þrátt fyrir það segir hún málið ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Við höfum verið að heyra sögur, trekk í trekk, um hvað það er margt í ólagi hjá borginni. Þannig að ég verð í raun ekki hissa, heldur verð ég alltaf fyrir mjög miklum vonbrigðum með að það sé alltaf eitthvað í ólagi. Við höfum heyrt mikið af því varðandi húsnæði og samskipti við borgina.“ Hún vonar að hægt verði að búa þannig um hnútana að brugðist verði betur og hraðar við ábendingum fólks. „Það þarf greinilega að stafa hluti ofan í þau sem bera ábyrgð á þessu og segja: Ef það kemur ábending um að íbúð sé hitalaus, þá verður brugðist við því samdægurs. Það sé bara skýrt að brugðist sé strax við ábendingum frá leigjanda. Ekki í vikunni, í mánuðinum eða segja bara: Móttekið. Heldur sé bara skýrt hvað eigi að gera þegar ábendingar koma fram,“ segir Sanna Magdalena. Hún er bjartsýn á að hægt sé að knýja á um breytingar í málaflokkinum. „Nú er þetta komið fram á yfirborðið og ég er bara þakklát þeim sem steig fram og lýsti þessu. Þannig að ég held í vonina um að héðan liggi leiðin bara upp á við,“ sagði Sanna Magdalena. Félagsmál Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Á sunnudag birti fréttastofa viðtal við Pétur Geir Óskarsson, sem er búsettur í einu af smáhýsum Reykjavíkurborgar úti á Granda. Hýsin eru húsnæðisúrræði fyrir fólk sem annars ætti ekki í önnur hús að venda. Pétur Geir lýsti afar slæmum aðstæðum í smáhýsunum. Meðal annars nístingskulda sem herjað hafði á íbúa í vetur, sem og miklum ágangi óboðinna gesta sem jafnvel hefðu hrakið fólk af heimilum sínum. Hann sagðist hafa hætt að borga leigu um tíma, til að láta í ljós óánægju sína með ástandið. Leigan er 87 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem 10 þúsund króna húsgjald leggst ofan á það. Hér að neðan má sjá viðtalið við Pétur Geir. Tvíþætt vandamál Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hvernig í pottinn er búið. Á Facebook-síðu sinni bendir hún á að fermetraverð fyrir smáhýsin sé 3.900 krónur, sem sé nokkuð yfir meðalverði á litlum íbúðum í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu segir hún ljóst að mikilla úrbóta sé þörf. „Þarna eru manneskjur sem eru oft að koma úr viðkvæmri stöðu, þannig að það er náttúrulega mjög sláandi að sjá að fermetraverðið sé svona hátt og að fólk sé komið í skjól sem síðan er ekkert skjól. Af því að, eins og íbúar hafa verið að benda á, þá er ekki verið að bregðast við erindum þeirra og þau eru einmitt að kalla eftir því að það verði ýmislegt lagað, það hefur ekki verið gert. Það er bara ömurlegt að heyra þetta, að það sé verið að borga þetta háa leigu, sem nær samt ekki einu sinni að dekka hita og þessa grunnþætti sem við þurfum til að hafa okkar heimili í lagi,“ segir Sanna Magdalena. Vandinn felist þannig bæði í háu leiguverði miðað við það sem gengur og gerist, en einnig hve illa sé brugðist við umkvörtunum íbúa. Þá segist hún hafa heyrt af því að aðrir leigjendur hjá Félagsbústöðum glími einnig við að erindum sé sinnt seint og illa. „Þetta er bara eitthvað sem þarf að laga algjörlega og bregðast við, þannig að fólk sé ekki að bíða eftir einhverju. Það þarf að passa að heimilið sé í lagi.“ Ekki hissa heldur vonsvikin Sanna verður á fundi velferðarráðs borgarinnar í dag og segist stefna á að taka málið upp þar, annað hvort með tillögum til úrbóta eða fyrirspurn sem geti varpað betra ljósi á þessi mál. „Maður heldur alltaf að svona hlutir séu í lagi, en það er augljóslega ekki svo,“ segir Sanna Magdalena. Þrátt fyrir það segir hún málið ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Við höfum verið að heyra sögur, trekk í trekk, um hvað það er margt í ólagi hjá borginni. Þannig að ég verð í raun ekki hissa, heldur verð ég alltaf fyrir mjög miklum vonbrigðum með að það sé alltaf eitthvað í ólagi. Við höfum heyrt mikið af því varðandi húsnæði og samskipti við borgina.“ Hún vonar að hægt verði að búa þannig um hnútana að brugðist verði betur og hraðar við ábendingum fólks. „Það þarf greinilega að stafa hluti ofan í þau sem bera ábyrgð á þessu og segja: Ef það kemur ábending um að íbúð sé hitalaus, þá verður brugðist við því samdægurs. Það sé bara skýrt að brugðist sé strax við ábendingum frá leigjanda. Ekki í vikunni, í mánuðinum eða segja bara: Móttekið. Heldur sé bara skýrt hvað eigi að gera þegar ábendingar koma fram,“ segir Sanna Magdalena. Hún er bjartsýn á að hægt sé að knýja á um breytingar í málaflokkinum. „Nú er þetta komið fram á yfirborðið og ég er bara þakklát þeim sem steig fram og lýsti þessu. Þannig að ég held í vonina um að héðan liggi leiðin bara upp á við,“ sagði Sanna Magdalena.
Félagsmál Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira