Vitnað er í reglugerðar um skipulag og störf stjórnar samhæfingar- og stjórnstöðvar og viðbragðsaðila almannavarna, nr. 100/2009, þar eru eftirtaldir skilgreindir sem viðbragðsaðilar:.
- 1. Lögreglan
- 2. Landhelgisgæsla Íslands
- 3. Heilbrigðisstarfsmenn
- 4. Slökkvilið
- 5. Neyðarlínan
- 6. Rauði kross Íslands
- 7. Flugstoðir
- 8. Slysavarnafélagið Landsbjörg
Eingöngu þessum aðilum er heimilt að taka eldsneyti á Orkunni í Skógarhlíð. Því til stuðnings er bent á 2. mgr. 18. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008.
„Lang flestar dælur eru opnar hjá Orkunni og biðlum við því til almennings um að virða lög og reglur er varða almannavarnir og taka eldsneyti á öðrum Orkustöðvum. Orkan hvetur viðskiptavini til að fygjast með á orkan.is/verkfall ef þörf er á að fylla tankinn,“ segir í tilkynningu.
Fréttin er í vinnslu.