„Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. febrúar 2023 14:00 Ísinn í Öskjuvatni hefur bráðnað hratt síðustu daga. Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. Hópur vísindamanna frá Veðurstofunni, Háskóla Íslands og fleiri stofnunum flugu með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir eldstöðina í Öskju í gær til að kanna aðstæður. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Ísland, var þeirra á meðal. „Stór hluti vatnsins er orðinn íslaus. Í raun og veru allur vesturhluti vatnsins er íslaus og ísinn sem er eftir á austurhlutanum er allur brotinn upp. Það er kannski svona ein af líklegri skýringunum á því af hverju þetta hefur gerst að það hafi kominn einhver aukning í jarðhitavirkni sem hefur stækkað vökina sem er þarna venjulega,“ segir Ingibjörg. Þetta hefur gerst áður að sögn Ingibjargar, síðast árið 2012 og einnig um miðja tuttugustu öld. Samblanda af veðri, vindum og jarðhitaaukningu hafi valdið því að þetta gerðist núna á mjög stuttum tíma. „Þetta er að gerast á tíu til fjórtán dögum, að ísinn brotnar allur upp. 2012 var þetta hægar en svona venjulegt ástand er það að ísinn helst alveg fram í lok júní. Þetta er óvenjulegt og bara full ástæða til þess að skoða þetta,“ segir Ingibjörg en einnig er verið að skoða hvort að vísbendingar séu um aukinn jarðhita í Öskjubörmum og hvort skriður séu að fara af stað. Búið er að koma fyrir jarðhitamælum í vatninu og svæðið í kring hefur verið kortlagt til að hægt sé að sjá frekari breytingar auk þess sem vel er fylgst með gervitunglamyndum. Annað hvort sprengigos eða basaltgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir fjallið í spennandi ferli. Íslaust hafi verið í vatninu 2012 og skriður 2014 sem séu merki um að það sé að koma sér í gang. Svo fyrir rúmum tveimur mánuðum hafi mikil þensla byrjað að mælast og hólf byrjað að lyfta sér í miðju Öskjuvatns. „Það sem sagt þýðir að eldfjallið er búið að vera í löngum fasa til að koma sér af stað, meðgöngutíminn er langur. Fyrir mér þá hugsa ég að það sé engin spurning um það, þetta endar í eldgosi,“ segir Ármann og bendir einnig að aukinn jarðhiti mælist á yfirborði vatnsins sem sást ekki árið 2012. Erfitt sé þó að segja hvenær gos gæti hafist en fyrirvarinn verði væntanlega góður. Mögulegt er að um verði að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð árið 1875 en það myndi helst hafa áhrif á nærliggjandi byggðir háð vindátt og ef til vill flugumferð. „Þá erum við með gosmökk sem að fer upp í einhverja tugi kílómetra, 20 til 30 kílómetra hæð, og síðan berst bara aska með vindum. En kosturinn við slíkt gos er sá að þá er gosið er mjög stutt, fjallið er fljótt að tæma sig,“ segir Ármann en slíkt gos myndi aðeins vara í allt að sólarhring. „Hins vegar þá getum við fengið basaltgos og ef það er fyrir utan vatnið eins og var 1961 þá fáum við bara skemmtilegt hraungos. Það er náttúrulega langt í burtu þannig það ógnar engum, einu eða neinu. En aftur á móti verði gosið í vatninu þá verður eitthvað öskugos,“ segir hann enn fremur. Mikið var um basaltgos á tuttugustu öldinni en að sögn Ármanns skilja þau eftir kviku undir fjallinu, aðeins lítið hlutfall komi upp á yfirborð. Þá bendir hann á að niðurstöður vísindamanna við Cambridge hafi sýnt að það væri að lágmarki tíu rúmkílómetrar af kviku undir Öskju áður en breytingarnar urðu í ár. „Það þýðir að það er bara kominn þarna ansi stór kvikupoki þarna undir, miðað við þessa landlyftingu, og það er að gera sig klárt í eldgos,“ segir Ármann. Þó sé mögulegt að ekki verði af eldgosi en á sjöunda áratuginum hafði land risið um einn meter en lauk svo án goss. Ármann telur það þó líklegra en ekki að það komi gos núna. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Veður Tengdar fréttir Flugu yfir íslitla Öskju Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í. 16. febrúar 2023 19:06 Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Hálfs metra landris í Öskju GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni. 22. janúar 2023 12:02 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Hópur vísindamanna frá Veðurstofunni, Háskóla Íslands og fleiri stofnunum flugu með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir eldstöðina í Öskju í gær til að kanna aðstæður. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Ísland, var þeirra á meðal. „Stór hluti vatnsins er orðinn íslaus. Í raun og veru allur vesturhluti vatnsins er íslaus og ísinn sem er eftir á austurhlutanum er allur brotinn upp. Það er kannski svona ein af líklegri skýringunum á því af hverju þetta hefur gerst að það hafi kominn einhver aukning í jarðhitavirkni sem hefur stækkað vökina sem er þarna venjulega,“ segir Ingibjörg. Þetta hefur gerst áður að sögn Ingibjargar, síðast árið 2012 og einnig um miðja tuttugustu öld. Samblanda af veðri, vindum og jarðhitaaukningu hafi valdið því að þetta gerðist núna á mjög stuttum tíma. „Þetta er að gerast á tíu til fjórtán dögum, að ísinn brotnar allur upp. 2012 var þetta hægar en svona venjulegt ástand er það að ísinn helst alveg fram í lok júní. Þetta er óvenjulegt og bara full ástæða til þess að skoða þetta,“ segir Ingibjörg en einnig er verið að skoða hvort að vísbendingar séu um aukinn jarðhita í Öskjubörmum og hvort skriður séu að fara af stað. Búið er að koma fyrir jarðhitamælum í vatninu og svæðið í kring hefur verið kortlagt til að hægt sé að sjá frekari breytingar auk þess sem vel er fylgst með gervitunglamyndum. Annað hvort sprengigos eða basaltgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir fjallið í spennandi ferli. Íslaust hafi verið í vatninu 2012 og skriður 2014 sem séu merki um að það sé að koma sér í gang. Svo fyrir rúmum tveimur mánuðum hafi mikil þensla byrjað að mælast og hólf byrjað að lyfta sér í miðju Öskjuvatns. „Það sem sagt þýðir að eldfjallið er búið að vera í löngum fasa til að koma sér af stað, meðgöngutíminn er langur. Fyrir mér þá hugsa ég að það sé engin spurning um það, þetta endar í eldgosi,“ segir Ármann og bendir einnig að aukinn jarðhiti mælist á yfirborði vatnsins sem sást ekki árið 2012. Erfitt sé þó að segja hvenær gos gæti hafist en fyrirvarinn verði væntanlega góður. Mögulegt er að um verði að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð árið 1875 en það myndi helst hafa áhrif á nærliggjandi byggðir háð vindátt og ef til vill flugumferð. „Þá erum við með gosmökk sem að fer upp í einhverja tugi kílómetra, 20 til 30 kílómetra hæð, og síðan berst bara aska með vindum. En kosturinn við slíkt gos er sá að þá er gosið er mjög stutt, fjallið er fljótt að tæma sig,“ segir Ármann en slíkt gos myndi aðeins vara í allt að sólarhring. „Hins vegar þá getum við fengið basaltgos og ef það er fyrir utan vatnið eins og var 1961 þá fáum við bara skemmtilegt hraungos. Það er náttúrulega langt í burtu þannig það ógnar engum, einu eða neinu. En aftur á móti verði gosið í vatninu þá verður eitthvað öskugos,“ segir hann enn fremur. Mikið var um basaltgos á tuttugustu öldinni en að sögn Ármanns skilja þau eftir kviku undir fjallinu, aðeins lítið hlutfall komi upp á yfirborð. Þá bendir hann á að niðurstöður vísindamanna við Cambridge hafi sýnt að það væri að lágmarki tíu rúmkílómetrar af kviku undir Öskju áður en breytingarnar urðu í ár. „Það þýðir að það er bara kominn þarna ansi stór kvikupoki þarna undir, miðað við þessa landlyftingu, og það er að gera sig klárt í eldgos,“ segir Ármann. Þó sé mögulegt að ekki verði af eldgosi en á sjöunda áratuginum hafði land risið um einn meter en lauk svo án goss. Ármann telur það þó líklegra en ekki að það komi gos núna.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Veður Tengdar fréttir Flugu yfir íslitla Öskju Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í. 16. febrúar 2023 19:06 Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Hálfs metra landris í Öskju GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni. 22. janúar 2023 12:02 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Flugu yfir íslitla Öskju Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í. 16. febrúar 2023 19:06
Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39
Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54
Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31
Hálfs metra landris í Öskju GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni. 22. janúar 2023 12:02