Engin skýr merki um vendingar í Öskju Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 12:12 Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir engin skýr merki vera um vendingar í Öskju. Vísir/Stöð 2 Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. „Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“ Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
„Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“
Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira