Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 21:00 Eyþór Víðisson, öryggissérfræðingur. Vísir/Ívar Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“ Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“
Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17