„Hann var gjörsamlega búinn að berja allt vit úr mér og lífsvilja“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 12:03 Konukot. Reykjavíkurborg „Fólk gerir sér ekki grein fyrir hve þetta er ógeðslega erfitt. Endalaust í þessu harki einhvern veginn, vera í morfínfráhvörfum, bara ógeðslega lasin úti í kuldanum.“ Þannig hljómar frásögn heimilislausrar konu sem dvalið hefur í Konukoti eftir áralanga baráttu við fíkn og ofbeldi. Konan er ein af þeim sem Kolbrún Kolbeinsdóttir ræddi við í tengslum við rannsóknarverkefni sitt í MA námi í kynjafræði við Háskóla Íslands. Í tengslum við rannsóknina ræddi Kolbrún meðal annars við átta konur í Konukoti og fimm forstöðumanneskjur og rekstraraðila í málaflokki heimilislausra. Þá fór hún í fjórar vettvangsheimsóknir í neyðarskýli og dagsetur fyrir heimilislaust fólk ; í Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu og Neyðarskýlið við Grandagarð auk dagsetursins sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur á neðri hæð Grensáskirkju og heitir Skjólið. Niðurstöður rannsóknar Kolbrúnar leiða í ljós að konur sem glíma við heimilisleysi eiga margháttaða ofbeldis- og áfallasögu og glíma við skaðlegan heilsufarsvanda. Uppeldisaðstæður hafa einkennst af alvarlegri vanrækslu forráðamanna og sinnuleysi samfélagsins gagnvart aðstæðum þeirra og kjörum. Þær hafa allar orðið fyrir kynferðisofbeldi, þær eru berskjaldaðar fyrir enn meira ofbeldi í daglegri lífsbaráttu og auk heimilisleysis glíma þær við fíkn, andlegar áskoranir, líkamleg veikindi og útilokun frá fjölskyldu. Þá er þjónusta við þær ekki í samræmi við ofbeldis- og áfallasögu þeirra og Konukot er í óviðunandi húsnæði. Konurnar í Konukoti sem Kolbrún ræddi við voru á breiðu aldursbili. Þær yngstu voru á miðjum þrítugsaldri og sú elsta var komin fast að sextugu. Sjö þeirra höfðu glímt við vímuefnavanda en ein hafði aldrei átt við þann vanda að stríða. Tvær þeirra höfðu sagt skilið við heimilisleysið þegar viðtölin voru tekin og liðin allt að tvö ár síðan dvalið var í Konukoti. Hinar sex voru notendur Konukots þegar viðtölin fóru fram. Allar nema ein áttu barn, eitt eða fleiri, og þrjár þeirra voru ömmur. Sex kvennanna voru íslenskar og tvær þeirra fæddust og ólust upp utan Íslands en allar voru þær íslenskir ríkisborgarar. Ofbeldi og vanræksla rauður þráður í sögunum Konurnar sem rætt var við eiga það sameiginlegt að æskan þeirra var hvorki hamingjurík né áfallalaus. Uppvöxtur allra kvennanna mótast af tilfinningalegri vanrækslu, afskiptaleysi og ástleysi. Þeim virðist ekki sýnt það atlæti og sú eftirtekt sem börnum og unglingum er nauðsyn. Stundum er vanrækslan einnig líkamleg, sumar upplifðu að vera bæði svöng og illa hirt börn. Ofbeldi er í sögum þeirra allra, það er andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt stöku sinnum. Foreldrar þeirra eru í sumum tilfellum gift og saman alla tíð, aðrir eru aldrei saman en að því er virðist eiga þau öll, foreldrar, stjúpforeldrar eða forráðamenn, það sameiginlegt að bregðast foreldraskyldum sínum með einum eða öðrum hætti. Uppeldi kvennanna er litað af glímu foreldra við alkóhólisma, geðsjúkdóma, ístöðuleysi, bág kjör og stöðuga flutninga og hafa þau þannig litla burði til að sinna dætrum sínum. Feður eru fjarverandi og ef stjúpfeður eða sambýlismenn eru inni í myndinni þá eru þeir ofbeldisfullir. Ein kvennanna, Heiðrún lýsir því hvernig alkóhólismi, geðsjúkdómar, einelti, ofbeldi og neysla einkenndu uppvöxt hennar. Móðir hennar var bipolar og stjúpfaðir hennar var barnaníðingur. Heiðrún varð fyrir einelti sem barn og að loknum grunnskóla byrjaði hún strax í neyslu. „Þegar ég er, svona horfi til baka, þú veist, eins og þegar ég lít yfir æskuna mína, þá sé ég bara svart. Þú veist, þetta er bara svona, þessi tími var bara hræðilegur.“ Önnur kona sem rætt var við, kölluð Friðborg, lýsir því hvernig heimilisaðstæðurnar í æsku ýttu henni út í neyslu; óskin eftir því að fá samþykki og vera viðurkennd spilaði þar stórt hlutverk. Hún lýsir líkamlegu og andlegu ofbeldi sem einn af sambýlismönnum móður hennar beitti hana. „Hann stjórnaði heimilinu rosa mikið með þögn. Og alls konar. Hann beitti mig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann rassskellti mig þangað til ég var 11 ára. Og steytti hnefann framan í mig og kallaði mig alls konar ljótum nöfnum.“ Önnur kona sem Kolbrún ræddi við og kölluð er Ásdís lýsir veikindum móður sinnar, vanrækslu og óeðlilegri ábyrgð sem lögð var á hana sem barn. „Mamma mín er rosa veik á geði, ég elst ekki eðlilega upp á neinn hátt. Og mamma mín elst heldur ekki eðlilega upp og hún kannski bara vissi ekki betur. Stundum var ég hjá ömmu þegar enginn matur var búinn að vera lengi. Mamma var bara ekki þarna. Eða var búin að læsa okkur úti eða eitthvað. Þá labbaði ég til ömmu. Ég vakna með litla bróður mínum, klæddi hann og labbaði með hann í leikskólann, labbaði í skólann. Og svo var allur dagurinn í skólanum, þá var ég að hugsa hvernig ég ætti, hvort mamma myndi hleypa okkur inn klukkan fimm. Eða hvernig ég ætti þá að gefa honum að borða. Þetta var bara stanslaust, einhver ábyrgð sem ég kunni ekki að taka.“ Önnur úr hópnum, kona að nafni Bergþóra, var 12 ára þegar bróðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hún upplifði að við það fengi hún sjálf einhverskonar stimpil á sig. Hún lýsir því einnig hvernig vanræksla foreldra hennar fólst í algjöru afskiptaleysi. Hún var á algjörlega eigin vegum frá fimm ára aldri. Foreldrar hennar drukku, rifust og unnu en hugsuðu ekki um hana. „Ég var bara þarna. Það tók enginn eftir mér. Ég öskraði og öskraði á athygli,“ segir hún og lýsir því einnig hvernig vanrækslan ól af sér viðbrögð og úrræði og hún þróaði með sér seiglu vegna þeirra óeðlilegu aðstæðna sem hún bjó við. „Þegar ég er látin afskipt, þá varð ég mjög úrræðagóð, ég þurfti að bjarga mér. Svo var strákur sem var að reyna að leggja mig í einelti. Sagði alltaf: „Bróðir þinn er í fangelsi.“ Ég sagði bara: „Það eru nokkrir mánuðir í að hann komi út, sko.“ Ég fattaði, ég sneri þessu alveg við. Þarna fann ég hvernig ég gat valið, þú veist, ég var látin í friði eftir það.“ Fór 13 ára gömul í ofbeldissamband Út frá samtölum Kolbrúnar við konurnar kom í ljós að þær höfðu allar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Fimm af þessum átta konum hafa orðið fyrir nauðgun. Þeir sem beita þær kynferðislegu ofbeldi eru oftast annaðhvort eiginmaður eða kærasti og í þeim tilvikum sem þær eru í neyslu er kynlíf látið af hendi fyrir efni og þá er um er að ræða einhvern neyslufélaga eða kunningja úr þeim hópi. Aðferð þeirra til að komast úr erfiðum aðstæðum heima fyrir er að fara í sambönd með karlmönnum en allar eru þær gagnkynhneigðar og eiga að minnsta kosti eitt og flestar fleiri sambönd eða hjónabönd að baki. Náin sambönd hafa ekki orðið til þess að líf þeirra batnaði heldur þvert á móti, í þeim er ofbeldi gegn þeim framhaldið og í stöku skipti er það í nánu sambandi sem ofbeldissaga þeirra hefst. Konan sem nefnd er Hulda segir frá sambandi sínu við mann sem beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi og hunsaðu barnið sem hún á fyrir. Með honum eignast hún tvö börn. Sambúðinni og ofbeldinu sem hann beitti hana lýsir hún meðal annars svona: „Þegar hann sló mig, ég vissi ekkert út af hverju. Þetta gerðist bara, hann vaknaði bara og sló mig, hrækti í andlitið á mér og hrinti mér niður. Ég vissi ekkert. Og hann henti mér út. Svo var þetta meira og meira. Ég vaknaði bara við það að hann var að ríða mér og aldrei forleikur, og ekki neitt, og gerði það sem honum sýndist þegar honum sýndist. Hann nauðgaði vinkonum mínum, og fannst hann eiga þennan rétt einhvern veginn.“ Konurnar í Konukoti sem rætt var við eiga það sameiginlegt að uppeldi þeirra mótaðist af tilfinningalegri vanrækslu, afskiptaleysi og ástleysi.Vísir/Getty Önnur kona, Anna, lýsir því hvernig ofbeldi í nánum samböndum hefur verið rauður þráður í lífi hennar frá 13 ára aldri, þegar hún var í raun lokkuð eða tæld af manni (e. grooming) sem var fimm árum eldri, eða 18 ára. Hún var beitt miklu ofbeldi af hendi hans, var með honum í 17 ár og eignaðist með honum þrjú börn. „Ég átti alltaf að vera í rúminu, allan sólarhringinn, bara þegar hann kæmi heim, átti ég að vera tilbúin, hvenær sem er. Mikið oft grét ég í hljóði. Hann tók ekkert eftir því, það skipti hann engu máli, bara að hann fengi sitt, búið. Þetta var bara kynferðislegt ofbeldi og stjórnsemi, og bara, já, eignasemi, hann bara átti mig, eins og hvern annan fokking þræl eða eitthvað. Eins og það er nú ógeðslegt.“ Annað hjónaband Önnu var svo enn verra því þá bætist við líkamlegt ofbeldi, ofan á allt annað. Anna segir að þegar það hjónaband hafi verið búið að renna sitt skeið hafi henni í raun verið sama hvort maðurinn hennar færi eða ekki. „Þetta var löngu, löngu búið. Hann var gjörsamlega búinn að berja allt vit úr mér og lífsvilja, og ég var farin að fela mig bara inni í geymslu.“ Skólakerfið brást algjörlega Sama úrræðaleysi einkennir skólakerfið og aðrar stofnanir samfélagsins. Ofbeldið í frásögnum kvennanna er margs konar, ekki eingöngu af hendi foreldra og í nánum samböndum. Ein konan, Ásdís talar til að mynda um það um hvernig skólakerfið brást henni algjörlega á sínum tíma. „Ég var í sömu fötunum alltaf, ég var skítug, ég var ekkert viðstödd í námi, ég skilaði ekki einni bók á bókasafni, ég var allt, ég kláraði ekki nein verkefni í textílmennt, smíði, myndmennt. Ég kláraði eiginlega ekki grunnskólann.“ Fram kemur í ritgerð Kolbrúnar að það sem konurnar eiga sameiginlegt skýri vel hvers vegna þær eru heimilislausar. Allt frá æsku er gegnumgangandi vanræksla og margháttað ofbeldi og ofbeldissaga. Foreldrar kvennanna bregðast þeim og veita þeim ekki öryggi og geta hvorki verndað þær né stutt. Ef ofbeldið hefst ekki í æsku byrjar það í nánum samböndum sem hefjast snemma hjá konunum og oft áður en þær verða sjálfráða. Konurnar glíma við marga sjúkdóma, fíkn og heilsubrest, bæði andlegar áskoranir og líkamlega kvilla sem sumir virðast afleiðingar ofbeldis og áfalla. Kolbrún tekur fram í ritgerðinni að greina megi sjálfsásökun hjá öllum konunum, þó mismunandi sé hve sterk hún er. Sumar þeirra kenna sjálfri sér um hvernig hefur farið og sjá til dæmis ekki að uppeldisaðstæður þeirra einkenndust af vanrækslu og færa ábyrgðina á sig. Þær ásaka flestar sjálfar sig fyrir að hafa farið í sambönd við ofbeldismenn, finnst þær bera ábyrgð á ofbeldinu og vímuefnaneyslu sinni, valið sé þeirra. Þörf á úrbótum Í niðurstöðum Kolbrúnar kemur meðal annars fram að lífsbarátta kvenna í Konukoti og daglegt líf einkennist af jaðarsetningu. Konurnar eru stimplaðar og fordæmdar í opinberum rýmum eins og Landspítala, heilsugæslu og bókasöfnum. Þær hafa lítil eða engin tækifæri til frelsis í neinum rýmum, ekki einu sinni í Konukoti sjálfu, og kvarta allar undan þjófnaði sem þar tíðkast sem er enn og aftur ofbeldi gegn þeim. Þær kvarta líka allar um að í Konukoti sé hvergi hægt að fá frið og ekki hægt að finna öryggi. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Vísir/Arnar Einnig kemur fram að konurnar séu settar í þá stöðu að þurfa að deila herbergi með geranda ofbeldis eins og konum sem stela frá þeim, og öll rými í Konukoti eru sameiginleg og hvergi hægt að fá skjól. Steininn tekur úr þegar þær eru sendar á götuna þegar lokað er í Konukoti á daginn og ekkert tekur við, þó Skjólið sé úrræði hluta af þeim tíma virka daga. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Kolbrún tekur fram í niðurstöðum sínum að ljóst sé að það er brýn þörf sé á úrbótum. Fyrst og fremst er það vegna þess að Konukot í Eskihlíð er í óviðunandi húsnæði. Reynsla kvennanna af starfskonum og viðhorfi sem mætir þeim er hins vegar góð. Í Konukoti upplifa konur að þeim sé mætt á þeim stað sem þær eru og þær séu ekki jaðarsettar. Húsnæðið hamlar því að þjónusta sé við hæfi og það er langsótt að hægt sé að auka lífsgæði og velferð kvenna, eins og markmiðið er með rekstrinum, í þessu húsnæði. Að mati Kolbrúnar gætu úrbætur falist í því að Reykjavíkurborg setji fjármuni í neyðarskýli fyrir heimilislausar konur og bjóði þeim húsnæði við hæfi eins og borgin gerði í Covid-19 á hótelinu Brimi. Þar fékk hver kona sérherbergi með baðherbergi og opið var allan sólarhringinn. Þannig yrði þeim mætt nær þeim stað sem þær eru staddar á og grunnur skapaðist fyrir því að hægt yrði að takast á við aðra þætti sem þær glíma við. Með góðri grunnaðstöðu og húsnæði við hæfi, er möguleiki að þær upplifi að þær séu manneskjur sem öðrum er annt um og þær finni fyrir öryggi eins og rekstraraðili talar um að sé meginatriðið í áfallamiðaðri nálgun. Þær þurfa andrými svo þær geti staldrað við og verið rólegar og áhyggjulausar. Samfélagið bregst aftur og aftur „Ég var í kynjafræðináminu og hafði komið aðeins inn sem sjálfboðaliði í Konukoti og áttaði mig á því að konurnar í Konukoti voru bara venjulegar konur og mig langaði að vita meira um þær,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi, aðspurð um ástæðu þess að hún ákvað að taka málefni kvenna í Konukoti fyrir. „Mig langaði að skilja betur hvað hafði leitt til glímunnar við heimilisleysi og fíknivanda. Svo leiddi eitt af öðru, mig langaði að bera saman húsnæðið sem Konukot er í og húsnæði sem gistiskýli fyrir karla eru í. Svo fannst mér áhugavert að kynna mér betur hugmyndafræði skaðaminnkunar sem ég tel mikilvæga. Sú hugmyndafræði auk áfalla- og kynjamiðuðu nálgunar sem notuð er í Konukoti er sannarlega að virka.“ Kolbrún Kolbeinsdóttir.Aðsend Hún segir það hafi staðið upp úr við rannsóknarvinnuna að að það velur engin kona að verða heimilislaus. Ástæður þess megi rekja langt aftur í tímann, og er það sambærileg niðurstaða og í erlendum rannsóknum. „Konur í Konukoti eiga allar sögu um að hafa verið beittar gríðarlegu ofbeldi og allar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ég held að fólk almennt átti sig ekki á því hve lífið hefur verið erfitt hjá þessum konum, hve áfallasagan er skelfileg og hvernig samfélagið hefur ekki komið til móts við þær og í raun brugðist aftur og aftur.“ Þá bendir Kolbrún á að konur af erlendum uppruna séu jafnvel enn jaðarsettari en þær íslensku, líkt og fram í samtölum hennar við tvær af konunum í rannsókninni. Þær þurfa einnig að glíma við margþættari vanda. „Ég hafði ekki áttað mig á hve konur sem glíma við heimilisleysi verða fyrir gríðarlegum fordómum, og eins og titill ritgerðar segir þá eru þær ánægðar í Konukoti því þar er þeim mætt af virðingu og tekið eins og þær eru, ekki horft niður á þær. Ein segir meðal annars frá því að hún vilji frekar vera í Konukoti stórslösuð en fara á Landspítala vegna fordóma sem hún, og þær allar, upplifa í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Aðstæður fyrir neðan allar hellur Kolbrún segir það einnig hafa komið sér á óvart að það skyldi vera eins mikill munur á aðstöðu í gistiskýlum fyrir konur og karla og raun ber vitni. „Mér finnst ekki boðlegt að reka gistiskýli í 130 ára gömlu íbúðarhúsi og steinbæ á þremur hæðum, aðgengismál ekki samkvæmt reglugerð, með einni sturtu í kjallara, og tveimur klósettum, í kjallara og í risi, og þriðjungur rúmanna í opnum rýmum. Þar sem hvergi er hægt að fá næði og öryggi, ekki einu sinni vera viss um að komast í bað eða á klósettið. Gistiskýlið við Lindargötu var flutt frá Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti árið 2014 því það þótti ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru til starfsemi gistiskýla vegna aðgengis og öryggissjónarmiða þrátt fyrir að Farsóttarhúsið hafi verið byggt sem sjúkrahús. Ég tel að Konukot við Eskihlíð sé í húsnæði sem stenst ekki einu sinni Farsóttarhúsið. Húsnæði og grunnaðstaða í Konukoti er fyrir neðan allar hellur.“ Hún tekur einnig fram að það hjálpi alls ekki að bera saman jaðarhópa og auðvitað þurfi að gæta að öllum. „Þó svo að rannsókn mín fjalli um konur í Konukoti þá veit ég vel að það þarf líka að huga að körlum sem glíma við heimilisleysi. Það þarf líka að hjálpa flóttafólki. Það er sorglegt þegar umræðan fer í það að bera saman jaðarhópa, eins og við getum bara hjálpað einum. Íslenskt samfélag getur vitaskuld komið til móts við öll þau sem eru hjálpar þurfi. Rannsókn mín leiddi í ljós að öryggisjónarmið, aðgengi og skilyrði til starfrækslu gistiskýla eru ekki uppfyllt í Konukoti. Mér finnst að borgin geti að minnsta kosti boðið sömu skilyrði fyrir öll kyn. Hvers vegna finnst Reykjavíkurborg öryggi kvenna lítilvægara en öryggi karla?“ Hér má lesa ritgerð Kolbrúnar í heild sinni. Málefni heimilislausra Reykjavík Tengdar fréttir „Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. 22. febrúar 2023 20:01 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Sólarhringsopnun í neyðarskýlum vegna fimbulkulda Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar um helgina vegna veðurs. Mikill kuldi er í kortunum og frost nær tveggja staða tölu í Reykjavík samkvæmt spám. 12. janúar 2023 17:18 Neyðarskýlin ekki lengur opin allan sólarhringinn Reykjavíkurborg hyggst ekki halda áfram með sólarhringsopnanir neyðarskýla borgarinnar, nú þegar nýtt ár er gengið í garð og kuldakast desembermánaðar yfirstaðið. 3. janúar 2023 06:27 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þannig hljómar frásögn heimilislausrar konu sem dvalið hefur í Konukoti eftir áralanga baráttu við fíkn og ofbeldi. Konan er ein af þeim sem Kolbrún Kolbeinsdóttir ræddi við í tengslum við rannsóknarverkefni sitt í MA námi í kynjafræði við Háskóla Íslands. Í tengslum við rannsóknina ræddi Kolbrún meðal annars við átta konur í Konukoti og fimm forstöðumanneskjur og rekstraraðila í málaflokki heimilislausra. Þá fór hún í fjórar vettvangsheimsóknir í neyðarskýli og dagsetur fyrir heimilislaust fólk ; í Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu og Neyðarskýlið við Grandagarð auk dagsetursins sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur á neðri hæð Grensáskirkju og heitir Skjólið. Niðurstöður rannsóknar Kolbrúnar leiða í ljós að konur sem glíma við heimilisleysi eiga margháttaða ofbeldis- og áfallasögu og glíma við skaðlegan heilsufarsvanda. Uppeldisaðstæður hafa einkennst af alvarlegri vanrækslu forráðamanna og sinnuleysi samfélagsins gagnvart aðstæðum þeirra og kjörum. Þær hafa allar orðið fyrir kynferðisofbeldi, þær eru berskjaldaðar fyrir enn meira ofbeldi í daglegri lífsbaráttu og auk heimilisleysis glíma þær við fíkn, andlegar áskoranir, líkamleg veikindi og útilokun frá fjölskyldu. Þá er þjónusta við þær ekki í samræmi við ofbeldis- og áfallasögu þeirra og Konukot er í óviðunandi húsnæði. Konurnar í Konukoti sem Kolbrún ræddi við voru á breiðu aldursbili. Þær yngstu voru á miðjum þrítugsaldri og sú elsta var komin fast að sextugu. Sjö þeirra höfðu glímt við vímuefnavanda en ein hafði aldrei átt við þann vanda að stríða. Tvær þeirra höfðu sagt skilið við heimilisleysið þegar viðtölin voru tekin og liðin allt að tvö ár síðan dvalið var í Konukoti. Hinar sex voru notendur Konukots þegar viðtölin fóru fram. Allar nema ein áttu barn, eitt eða fleiri, og þrjár þeirra voru ömmur. Sex kvennanna voru íslenskar og tvær þeirra fæddust og ólust upp utan Íslands en allar voru þær íslenskir ríkisborgarar. Ofbeldi og vanræksla rauður þráður í sögunum Konurnar sem rætt var við eiga það sameiginlegt að æskan þeirra var hvorki hamingjurík né áfallalaus. Uppvöxtur allra kvennanna mótast af tilfinningalegri vanrækslu, afskiptaleysi og ástleysi. Þeim virðist ekki sýnt það atlæti og sú eftirtekt sem börnum og unglingum er nauðsyn. Stundum er vanrækslan einnig líkamleg, sumar upplifðu að vera bæði svöng og illa hirt börn. Ofbeldi er í sögum þeirra allra, það er andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt stöku sinnum. Foreldrar þeirra eru í sumum tilfellum gift og saman alla tíð, aðrir eru aldrei saman en að því er virðist eiga þau öll, foreldrar, stjúpforeldrar eða forráðamenn, það sameiginlegt að bregðast foreldraskyldum sínum með einum eða öðrum hætti. Uppeldi kvennanna er litað af glímu foreldra við alkóhólisma, geðsjúkdóma, ístöðuleysi, bág kjör og stöðuga flutninga og hafa þau þannig litla burði til að sinna dætrum sínum. Feður eru fjarverandi og ef stjúpfeður eða sambýlismenn eru inni í myndinni þá eru þeir ofbeldisfullir. Ein kvennanna, Heiðrún lýsir því hvernig alkóhólismi, geðsjúkdómar, einelti, ofbeldi og neysla einkenndu uppvöxt hennar. Móðir hennar var bipolar og stjúpfaðir hennar var barnaníðingur. Heiðrún varð fyrir einelti sem barn og að loknum grunnskóla byrjaði hún strax í neyslu. „Þegar ég er, svona horfi til baka, þú veist, eins og þegar ég lít yfir æskuna mína, þá sé ég bara svart. Þú veist, þetta er bara svona, þessi tími var bara hræðilegur.“ Önnur kona sem rætt var við, kölluð Friðborg, lýsir því hvernig heimilisaðstæðurnar í æsku ýttu henni út í neyslu; óskin eftir því að fá samþykki og vera viðurkennd spilaði þar stórt hlutverk. Hún lýsir líkamlegu og andlegu ofbeldi sem einn af sambýlismönnum móður hennar beitti hana. „Hann stjórnaði heimilinu rosa mikið með þögn. Og alls konar. Hann beitti mig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann rassskellti mig þangað til ég var 11 ára. Og steytti hnefann framan í mig og kallaði mig alls konar ljótum nöfnum.“ Önnur kona sem Kolbrún ræddi við og kölluð er Ásdís lýsir veikindum móður sinnar, vanrækslu og óeðlilegri ábyrgð sem lögð var á hana sem barn. „Mamma mín er rosa veik á geði, ég elst ekki eðlilega upp á neinn hátt. Og mamma mín elst heldur ekki eðlilega upp og hún kannski bara vissi ekki betur. Stundum var ég hjá ömmu þegar enginn matur var búinn að vera lengi. Mamma var bara ekki þarna. Eða var búin að læsa okkur úti eða eitthvað. Þá labbaði ég til ömmu. Ég vakna með litla bróður mínum, klæddi hann og labbaði með hann í leikskólann, labbaði í skólann. Og svo var allur dagurinn í skólanum, þá var ég að hugsa hvernig ég ætti, hvort mamma myndi hleypa okkur inn klukkan fimm. Eða hvernig ég ætti þá að gefa honum að borða. Þetta var bara stanslaust, einhver ábyrgð sem ég kunni ekki að taka.“ Önnur úr hópnum, kona að nafni Bergþóra, var 12 ára þegar bróðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hún upplifði að við það fengi hún sjálf einhverskonar stimpil á sig. Hún lýsir því einnig hvernig vanræksla foreldra hennar fólst í algjöru afskiptaleysi. Hún var á algjörlega eigin vegum frá fimm ára aldri. Foreldrar hennar drukku, rifust og unnu en hugsuðu ekki um hana. „Ég var bara þarna. Það tók enginn eftir mér. Ég öskraði og öskraði á athygli,“ segir hún og lýsir því einnig hvernig vanrækslan ól af sér viðbrögð og úrræði og hún þróaði með sér seiglu vegna þeirra óeðlilegu aðstæðna sem hún bjó við. „Þegar ég er látin afskipt, þá varð ég mjög úrræðagóð, ég þurfti að bjarga mér. Svo var strákur sem var að reyna að leggja mig í einelti. Sagði alltaf: „Bróðir þinn er í fangelsi.“ Ég sagði bara: „Það eru nokkrir mánuðir í að hann komi út, sko.“ Ég fattaði, ég sneri þessu alveg við. Þarna fann ég hvernig ég gat valið, þú veist, ég var látin í friði eftir það.“ Fór 13 ára gömul í ofbeldissamband Út frá samtölum Kolbrúnar við konurnar kom í ljós að þær höfðu allar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Fimm af þessum átta konum hafa orðið fyrir nauðgun. Þeir sem beita þær kynferðislegu ofbeldi eru oftast annaðhvort eiginmaður eða kærasti og í þeim tilvikum sem þær eru í neyslu er kynlíf látið af hendi fyrir efni og þá er um er að ræða einhvern neyslufélaga eða kunningja úr þeim hópi. Aðferð þeirra til að komast úr erfiðum aðstæðum heima fyrir er að fara í sambönd með karlmönnum en allar eru þær gagnkynhneigðar og eiga að minnsta kosti eitt og flestar fleiri sambönd eða hjónabönd að baki. Náin sambönd hafa ekki orðið til þess að líf þeirra batnaði heldur þvert á móti, í þeim er ofbeldi gegn þeim framhaldið og í stöku skipti er það í nánu sambandi sem ofbeldissaga þeirra hefst. Konan sem nefnd er Hulda segir frá sambandi sínu við mann sem beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi og hunsaðu barnið sem hún á fyrir. Með honum eignast hún tvö börn. Sambúðinni og ofbeldinu sem hann beitti hana lýsir hún meðal annars svona: „Þegar hann sló mig, ég vissi ekkert út af hverju. Þetta gerðist bara, hann vaknaði bara og sló mig, hrækti í andlitið á mér og hrinti mér niður. Ég vissi ekkert. Og hann henti mér út. Svo var þetta meira og meira. Ég vaknaði bara við það að hann var að ríða mér og aldrei forleikur, og ekki neitt, og gerði það sem honum sýndist þegar honum sýndist. Hann nauðgaði vinkonum mínum, og fannst hann eiga þennan rétt einhvern veginn.“ Konurnar í Konukoti sem rætt var við eiga það sameiginlegt að uppeldi þeirra mótaðist af tilfinningalegri vanrækslu, afskiptaleysi og ástleysi.Vísir/Getty Önnur kona, Anna, lýsir því hvernig ofbeldi í nánum samböndum hefur verið rauður þráður í lífi hennar frá 13 ára aldri, þegar hún var í raun lokkuð eða tæld af manni (e. grooming) sem var fimm árum eldri, eða 18 ára. Hún var beitt miklu ofbeldi af hendi hans, var með honum í 17 ár og eignaðist með honum þrjú börn. „Ég átti alltaf að vera í rúminu, allan sólarhringinn, bara þegar hann kæmi heim, átti ég að vera tilbúin, hvenær sem er. Mikið oft grét ég í hljóði. Hann tók ekkert eftir því, það skipti hann engu máli, bara að hann fengi sitt, búið. Þetta var bara kynferðislegt ofbeldi og stjórnsemi, og bara, já, eignasemi, hann bara átti mig, eins og hvern annan fokking þræl eða eitthvað. Eins og það er nú ógeðslegt.“ Annað hjónaband Önnu var svo enn verra því þá bætist við líkamlegt ofbeldi, ofan á allt annað. Anna segir að þegar það hjónaband hafi verið búið að renna sitt skeið hafi henni í raun verið sama hvort maðurinn hennar færi eða ekki. „Þetta var löngu, löngu búið. Hann var gjörsamlega búinn að berja allt vit úr mér og lífsvilja, og ég var farin að fela mig bara inni í geymslu.“ Skólakerfið brást algjörlega Sama úrræðaleysi einkennir skólakerfið og aðrar stofnanir samfélagsins. Ofbeldið í frásögnum kvennanna er margs konar, ekki eingöngu af hendi foreldra og í nánum samböndum. Ein konan, Ásdís talar til að mynda um það um hvernig skólakerfið brást henni algjörlega á sínum tíma. „Ég var í sömu fötunum alltaf, ég var skítug, ég var ekkert viðstödd í námi, ég skilaði ekki einni bók á bókasafni, ég var allt, ég kláraði ekki nein verkefni í textílmennt, smíði, myndmennt. Ég kláraði eiginlega ekki grunnskólann.“ Fram kemur í ritgerð Kolbrúnar að það sem konurnar eiga sameiginlegt skýri vel hvers vegna þær eru heimilislausar. Allt frá æsku er gegnumgangandi vanræksla og margháttað ofbeldi og ofbeldissaga. Foreldrar kvennanna bregðast þeim og veita þeim ekki öryggi og geta hvorki verndað þær né stutt. Ef ofbeldið hefst ekki í æsku byrjar það í nánum samböndum sem hefjast snemma hjá konunum og oft áður en þær verða sjálfráða. Konurnar glíma við marga sjúkdóma, fíkn og heilsubrest, bæði andlegar áskoranir og líkamlega kvilla sem sumir virðast afleiðingar ofbeldis og áfalla. Kolbrún tekur fram í ritgerðinni að greina megi sjálfsásökun hjá öllum konunum, þó mismunandi sé hve sterk hún er. Sumar þeirra kenna sjálfri sér um hvernig hefur farið og sjá til dæmis ekki að uppeldisaðstæður þeirra einkenndust af vanrækslu og færa ábyrgðina á sig. Þær ásaka flestar sjálfar sig fyrir að hafa farið í sambönd við ofbeldismenn, finnst þær bera ábyrgð á ofbeldinu og vímuefnaneyslu sinni, valið sé þeirra. Þörf á úrbótum Í niðurstöðum Kolbrúnar kemur meðal annars fram að lífsbarátta kvenna í Konukoti og daglegt líf einkennist af jaðarsetningu. Konurnar eru stimplaðar og fordæmdar í opinberum rýmum eins og Landspítala, heilsugæslu og bókasöfnum. Þær hafa lítil eða engin tækifæri til frelsis í neinum rýmum, ekki einu sinni í Konukoti sjálfu, og kvarta allar undan þjófnaði sem þar tíðkast sem er enn og aftur ofbeldi gegn þeim. Þær kvarta líka allar um að í Konukoti sé hvergi hægt að fá frið og ekki hægt að finna öryggi. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Vísir/Arnar Einnig kemur fram að konurnar séu settar í þá stöðu að þurfa að deila herbergi með geranda ofbeldis eins og konum sem stela frá þeim, og öll rými í Konukoti eru sameiginleg og hvergi hægt að fá skjól. Steininn tekur úr þegar þær eru sendar á götuna þegar lokað er í Konukoti á daginn og ekkert tekur við, þó Skjólið sé úrræði hluta af þeim tíma virka daga. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Kolbrún tekur fram í niðurstöðum sínum að ljóst sé að það er brýn þörf sé á úrbótum. Fyrst og fremst er það vegna þess að Konukot í Eskihlíð er í óviðunandi húsnæði. Reynsla kvennanna af starfskonum og viðhorfi sem mætir þeim er hins vegar góð. Í Konukoti upplifa konur að þeim sé mætt á þeim stað sem þær eru og þær séu ekki jaðarsettar. Húsnæðið hamlar því að þjónusta sé við hæfi og það er langsótt að hægt sé að auka lífsgæði og velferð kvenna, eins og markmiðið er með rekstrinum, í þessu húsnæði. Að mati Kolbrúnar gætu úrbætur falist í því að Reykjavíkurborg setji fjármuni í neyðarskýli fyrir heimilislausar konur og bjóði þeim húsnæði við hæfi eins og borgin gerði í Covid-19 á hótelinu Brimi. Þar fékk hver kona sérherbergi með baðherbergi og opið var allan sólarhringinn. Þannig yrði þeim mætt nær þeim stað sem þær eru staddar á og grunnur skapaðist fyrir því að hægt yrði að takast á við aðra þætti sem þær glíma við. Með góðri grunnaðstöðu og húsnæði við hæfi, er möguleiki að þær upplifi að þær séu manneskjur sem öðrum er annt um og þær finni fyrir öryggi eins og rekstraraðili talar um að sé meginatriðið í áfallamiðaðri nálgun. Þær þurfa andrými svo þær geti staldrað við og verið rólegar og áhyggjulausar. Samfélagið bregst aftur og aftur „Ég var í kynjafræðináminu og hafði komið aðeins inn sem sjálfboðaliði í Konukoti og áttaði mig á því að konurnar í Konukoti voru bara venjulegar konur og mig langaði að vita meira um þær,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi, aðspurð um ástæðu þess að hún ákvað að taka málefni kvenna í Konukoti fyrir. „Mig langaði að skilja betur hvað hafði leitt til glímunnar við heimilisleysi og fíknivanda. Svo leiddi eitt af öðru, mig langaði að bera saman húsnæðið sem Konukot er í og húsnæði sem gistiskýli fyrir karla eru í. Svo fannst mér áhugavert að kynna mér betur hugmyndafræði skaðaminnkunar sem ég tel mikilvæga. Sú hugmyndafræði auk áfalla- og kynjamiðuðu nálgunar sem notuð er í Konukoti er sannarlega að virka.“ Kolbrún Kolbeinsdóttir.Aðsend Hún segir það hafi staðið upp úr við rannsóknarvinnuna að að það velur engin kona að verða heimilislaus. Ástæður þess megi rekja langt aftur í tímann, og er það sambærileg niðurstaða og í erlendum rannsóknum. „Konur í Konukoti eiga allar sögu um að hafa verið beittar gríðarlegu ofbeldi og allar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ég held að fólk almennt átti sig ekki á því hve lífið hefur verið erfitt hjá þessum konum, hve áfallasagan er skelfileg og hvernig samfélagið hefur ekki komið til móts við þær og í raun brugðist aftur og aftur.“ Þá bendir Kolbrún á að konur af erlendum uppruna séu jafnvel enn jaðarsettari en þær íslensku, líkt og fram í samtölum hennar við tvær af konunum í rannsókninni. Þær þurfa einnig að glíma við margþættari vanda. „Ég hafði ekki áttað mig á hve konur sem glíma við heimilisleysi verða fyrir gríðarlegum fordómum, og eins og titill ritgerðar segir þá eru þær ánægðar í Konukoti því þar er þeim mætt af virðingu og tekið eins og þær eru, ekki horft niður á þær. Ein segir meðal annars frá því að hún vilji frekar vera í Konukoti stórslösuð en fara á Landspítala vegna fordóma sem hún, og þær allar, upplifa í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Aðstæður fyrir neðan allar hellur Kolbrún segir það einnig hafa komið sér á óvart að það skyldi vera eins mikill munur á aðstöðu í gistiskýlum fyrir konur og karla og raun ber vitni. „Mér finnst ekki boðlegt að reka gistiskýli í 130 ára gömlu íbúðarhúsi og steinbæ á þremur hæðum, aðgengismál ekki samkvæmt reglugerð, með einni sturtu í kjallara, og tveimur klósettum, í kjallara og í risi, og þriðjungur rúmanna í opnum rýmum. Þar sem hvergi er hægt að fá næði og öryggi, ekki einu sinni vera viss um að komast í bað eða á klósettið. Gistiskýlið við Lindargötu var flutt frá Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti árið 2014 því það þótti ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru til starfsemi gistiskýla vegna aðgengis og öryggissjónarmiða þrátt fyrir að Farsóttarhúsið hafi verið byggt sem sjúkrahús. Ég tel að Konukot við Eskihlíð sé í húsnæði sem stenst ekki einu sinni Farsóttarhúsið. Húsnæði og grunnaðstaða í Konukoti er fyrir neðan allar hellur.“ Hún tekur einnig fram að það hjálpi alls ekki að bera saman jaðarhópa og auðvitað þurfi að gæta að öllum. „Þó svo að rannsókn mín fjalli um konur í Konukoti þá veit ég vel að það þarf líka að huga að körlum sem glíma við heimilisleysi. Það þarf líka að hjálpa flóttafólki. Það er sorglegt þegar umræðan fer í það að bera saman jaðarhópa, eins og við getum bara hjálpað einum. Íslenskt samfélag getur vitaskuld komið til móts við öll þau sem eru hjálpar þurfi. Rannsókn mín leiddi í ljós að öryggisjónarmið, aðgengi og skilyrði til starfrækslu gistiskýla eru ekki uppfyllt í Konukoti. Mér finnst að borgin geti að minnsta kosti boðið sömu skilyrði fyrir öll kyn. Hvers vegna finnst Reykjavíkurborg öryggi kvenna lítilvægara en öryggi karla?“ Hér má lesa ritgerð Kolbrúnar í heild sinni.
Málefni heimilislausra Reykjavík Tengdar fréttir „Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. 22. febrúar 2023 20:01 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Sólarhringsopnun í neyðarskýlum vegna fimbulkulda Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar um helgina vegna veðurs. Mikill kuldi er í kortunum og frost nær tveggja staða tölu í Reykjavík samkvæmt spám. 12. janúar 2023 17:18 Neyðarskýlin ekki lengur opin allan sólarhringinn Reykjavíkurborg hyggst ekki halda áfram með sólarhringsopnanir neyðarskýla borgarinnar, nú þegar nýtt ár er gengið í garð og kuldakast desembermánaðar yfirstaðið. 3. janúar 2023 06:27 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. 22. febrúar 2023 20:01
„Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00
Sólarhringsopnun í neyðarskýlum vegna fimbulkulda Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar um helgina vegna veðurs. Mikill kuldi er í kortunum og frost nær tveggja staða tölu í Reykjavík samkvæmt spám. 12. janúar 2023 17:18
Neyðarskýlin ekki lengur opin allan sólarhringinn Reykjavíkurborg hyggst ekki halda áfram með sólarhringsopnanir neyðarskýla borgarinnar, nú þegar nýtt ár er gengið í garð og kuldakast desembermánaðar yfirstaðið. 3. janúar 2023 06:27
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent