Dómurinn algjört ippon fyrir SA Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. mars 2023 21:35 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir dóm Félagsdóms í dag algjört ippon fyrir SA. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni. Rúm vika er síðan Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir hönd Eflingar til að fá verkbann gegn Eflingarfólki ógilt enda taldi ASÍ að það hefði verið boðað með ólögmætum hætti. Verkbannið kom þó aldrei til framkvæmda þar sem því og öllum verkföllum var frestað þann fyrsta mars. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í dag. „Það eru svo sem ákveðin vonbrigði að þetta hafi farið svona þar sem að við töldum að það væri atriði þarna sem væri ekki í samræmi við lögin en þetta er hins vegar bara niðurstaða félagsdóms og við unum henni að sjálfsögðu.“ Kristján segir dóminn geta haft nokkra þýðingu. „Það liggur bara skýrar fyrir hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og framkvæmd um boðun verkbanna og verkfalla væntanlega.“ „Þetta auðvitað skýrir svolítið þessa stöðu. Hvað þarf til og er auðvitað ákveðin leiðbeining inn í framtíðina og væntanlega fyrir okkur. Við eigum eftir að meta og renna dýpra yfir dóminn auðvitað og sjá hvaða áhrif þetta getur haft og við þurfum auðvitað að sjá hvernig það er og sjá hvernig við getum nýtt okkur þetta,“ segir Kristján Þórður. Dómurinn alveg skýr Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir dóm Félagsdóm vera skýran. Annars vegar hvað það varðar að Samtökum atvinnulífsins er heimilt að boða verkbann eins og kveðið er á um í vinnulöggjöfinni og dómurinn sé mjög afdráttarlaus hvað það áhrærir. Hins vegar varðandi það að atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtæki SA um verkbannsboðunina hafi verið lögmæt og rétt framkvæmd. „Þannig að ég myndi segja að dómurinn hafi verið algjört ippon fyrir Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki samþykki miðlunartillögu Líkt og fjallað hefur verið ítarlega um er miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA og Eflingar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum samningsaðila. Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðvikudagsmorgun. „Ég geri ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins muni ekki liggja á liði sínu og taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og greiða miðlunartillögunni atkvæði. Ég á svona frekar von á því að hún verði samþykkt frekar en hitt,“ segir Halldór Benjamín um atkvæðagreiðsluna. Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Rúm vika er síðan Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir hönd Eflingar til að fá verkbann gegn Eflingarfólki ógilt enda taldi ASÍ að það hefði verið boðað með ólögmætum hætti. Verkbannið kom þó aldrei til framkvæmda þar sem því og öllum verkföllum var frestað þann fyrsta mars. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í dag. „Það eru svo sem ákveðin vonbrigði að þetta hafi farið svona þar sem að við töldum að það væri atriði þarna sem væri ekki í samræmi við lögin en þetta er hins vegar bara niðurstaða félagsdóms og við unum henni að sjálfsögðu.“ Kristján segir dóminn geta haft nokkra þýðingu. „Það liggur bara skýrar fyrir hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og framkvæmd um boðun verkbanna og verkfalla væntanlega.“ „Þetta auðvitað skýrir svolítið þessa stöðu. Hvað þarf til og er auðvitað ákveðin leiðbeining inn í framtíðina og væntanlega fyrir okkur. Við eigum eftir að meta og renna dýpra yfir dóminn auðvitað og sjá hvaða áhrif þetta getur haft og við þurfum auðvitað að sjá hvernig það er og sjá hvernig við getum nýtt okkur þetta,“ segir Kristján Þórður. Dómurinn alveg skýr Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir dóm Félagsdóm vera skýran. Annars vegar hvað það varðar að Samtökum atvinnulífsins er heimilt að boða verkbann eins og kveðið er á um í vinnulöggjöfinni og dómurinn sé mjög afdráttarlaus hvað það áhrærir. Hins vegar varðandi það að atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtæki SA um verkbannsboðunina hafi verið lögmæt og rétt framkvæmd. „Þannig að ég myndi segja að dómurinn hafi verið algjört ippon fyrir Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki samþykki miðlunartillögu Líkt og fjallað hefur verið ítarlega um er miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA og Eflingar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum samningsaðila. Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðvikudagsmorgun. „Ég geri ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins muni ekki liggja á liði sínu og taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og greiða miðlunartillögunni atkvæði. Ég á svona frekar von á því að hún verði samþykkt frekar en hitt,“ segir Halldór Benjamín um atkvæðagreiðsluna.
Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15
Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40