Stöðugur óstöðugleiki í leikskólamálum Birgir Smári Ársælsson skrifar 7. mars 2023 08:00 Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun