Af grasafjalli stjórnmálanna Sigríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 13:01 Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun