„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 23:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur miklar áhyggjur af nýju reglunum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. Nýju reglur sambandsins taka gildi að óbreyttu næstu áramót. Íslendingar hafa árangurslaust reynt að fá undanþágu frá reglunum síðustu mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bréf síðasta sumar. Svar barst fljótlega en íslenska forsætisráðuneytið neitaði að afhenda bréfið á grundvelli upplýsingalaga. Það hefur nú loks fengist birt. Sigmundur Davíð segir að í svari Evrópusambandsins felist „fullkomið diss.“ Sambandið gefi í skyn að íslensk stjórnvöld séu svartsýn og hafi ekki fullan skilning á stöðunni. Allir þurfi að taka þátt og fylgja nýju reglunum. Hann ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er gífurlegt áhyggjuefni því ef þetta verður innleitt hér, þá mun það rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafinu. Og hvað þýðir það? Það verða miklu færri flugferðir til og frá landinu, þær verða miklu dýrari. Ferðaþjónustan kemst í algjört uppnám, útflutningur á til dæmis ferskum fiski kemst í uppnám. Þannig að þetta er risastórt mál.“ Árangurslausir fundir í tugatali Hann segir að ráðherrar hafi margoft fundað með fulltrúum Evrópusambandsins sem engan árangur hafi borið. Sambandið verði að átta sig á sérstöðu Íslands og ríkisstjórnin verði að setja púður í að gera Evrópusambandinu það ljóst. Ekki sé hægt að setja alla í sama mót, enda henti fyrirætlanir ekki aðstæðum landsins. „Þetta mun skaða okkur hlutfallslega miklu meira en nokkurn annan. Ekki bara út af þessu með tengimiðstöðina hérna heldur líka vegna þess hvað flug er stór þáttur í okkar efnahagslífi, hvað ferðaþjónustan er stór þáttur í okkar útflutningstekjum. Við getum ekki farið til næsta lands í járnbrautarlest eða í strætó, við þurfum að fara með flugvél. Þannig að þetta leggst mjög þungt á Ísland saman borið við aðra og rústar samkeppnisstöðu okkar.“ Hann segir að ríkisstjórnin verði einfaldlega að standa á sínu. „Þau þurfa að segja: Þetta hentar ekki okkar aðstæðum, þetta mun rústa okkar stöðu, það er okkar mat og okkar útreikningar. Við munum ekki samþykkja þetta óbreytt. Flugið er það mikilvægt fyrir okkur sem þjóð á svo margan hátt, að við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttir af flugi Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Tengdar fréttir Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Nýju reglur sambandsins taka gildi að óbreyttu næstu áramót. Íslendingar hafa árangurslaust reynt að fá undanþágu frá reglunum síðustu mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bréf síðasta sumar. Svar barst fljótlega en íslenska forsætisráðuneytið neitaði að afhenda bréfið á grundvelli upplýsingalaga. Það hefur nú loks fengist birt. Sigmundur Davíð segir að í svari Evrópusambandsins felist „fullkomið diss.“ Sambandið gefi í skyn að íslensk stjórnvöld séu svartsýn og hafi ekki fullan skilning á stöðunni. Allir þurfi að taka þátt og fylgja nýju reglunum. Hann ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er gífurlegt áhyggjuefni því ef þetta verður innleitt hér, þá mun það rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafinu. Og hvað þýðir það? Það verða miklu færri flugferðir til og frá landinu, þær verða miklu dýrari. Ferðaþjónustan kemst í algjört uppnám, útflutningur á til dæmis ferskum fiski kemst í uppnám. Þannig að þetta er risastórt mál.“ Árangurslausir fundir í tugatali Hann segir að ráðherrar hafi margoft fundað með fulltrúum Evrópusambandsins sem engan árangur hafi borið. Sambandið verði að átta sig á sérstöðu Íslands og ríkisstjórnin verði að setja púður í að gera Evrópusambandinu það ljóst. Ekki sé hægt að setja alla í sama mót, enda henti fyrirætlanir ekki aðstæðum landsins. „Þetta mun skaða okkur hlutfallslega miklu meira en nokkurn annan. Ekki bara út af þessu með tengimiðstöðina hérna heldur líka vegna þess hvað flug er stór þáttur í okkar efnahagslífi, hvað ferðaþjónustan er stór þáttur í okkar útflutningstekjum. Við getum ekki farið til næsta lands í járnbrautarlest eða í strætó, við þurfum að fara með flugvél. Þannig að þetta leggst mjög þungt á Ísland saman borið við aðra og rústar samkeppnisstöðu okkar.“ Hann segir að ríkisstjórnin verði einfaldlega að standa á sínu. „Þau þurfa að segja: Þetta hentar ekki okkar aðstæðum, þetta mun rústa okkar stöðu, það er okkar mat og okkar útreikningar. Við munum ekki samþykkja þetta óbreytt. Flugið er það mikilvægt fyrir okkur sem þjóð á svo margan hátt, að við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Tengdar fréttir Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30
Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51