Leikskóli eða gæsla, hvað vilja foreldrar? Valborg Hlín Guðlaugsdóttir skrifar 27. mars 2023 07:01 Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman. Ég er á því að foreldrar eigi að hafa val þegar fæðingarorlofi lýkur en valið sem þeir fá verður að vera kallað réttum nöfnum og þeir verða að vita hvað felst í valinu hverju sinni. Leikskólinn er að mínu mati besta valið ef við erum að tala um hann á þeim forsendum að hann starfi eftir þeim lögum og reglum sem um skólastigið gildir. Í 5.gr laga segir: Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Í grein 6 gr segir: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Til að hægt sé að reka leikskóla eins og lög gera ráð fyrir verða að vera leikskólakennarar með tilheyrandi menntun við stjórnina og í öðrum stöðum skólans. Þeir bera ábyrgð á að starfsaðstæður leikskóla uppfylli kröfur sem settar eru eins og að umburðarlyndi og kærleikur ríki, þar sé jafnrétti og lýðræðislegt samstarf. Í skólanum skal vera sáttfýsi, virðing fyrir manngildum og fjölbreytileikanum. Einnig ber leikskólakennari ábyrgð á að námið efli alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veiti málörvun og stuðli að færni í íslensku. Þeim ber einnig að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við aldur þeirra og getu, ekki síst að leggja grunn að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi sem er í örri þróun. Vinna ber með styrkleika barna og rækta hæfileika þeirra til tjáningar og sköpunar með það markmið að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ég skil foreldra vel og vandinn er stór en við getum ekki leyst hann með skyndilausnum. Að kasta því fram eins og maður hefur séð undafarið að til séu lausnir á vandanum sem ekki sé vilji til að skoða er að mínu mati óvirðing við börn og foreldra. Ég hef ekki hitt það foreldri öll þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri og nú sem fagstjóri sem ekki er umhugsað um nám barna sinna. Foreldrar gera kröfur um gæði starfs á leikskólum og við eigum að hlusta. Ég trúi að foreldar séu ekki að biðja um loforð sem ekki er hægt að uppfylla eða að hver sem er geti opnað gæslu hvað þá að þeir vilji stuðla að svartri atvinnustarfsemi með að greiða fyrir heimapössun með foreldrastyrkjum. Það er lítill vandi að byggja hús sem uppfyllir allar kröfur sem leikskólahúsnæði skal uppfylla. En til að hægt sé að hefja þar leikskólarekstur þurfa að vera til leikskólakennarar og þann fjölda þeirra sem þarf höfum við ekki nú. Lögin gefa svigrúm til að ráða inn starfsmenn, sem ekki hafa leikskólakennaramenntun ef ekki fást leikskólakennarar til starfa. Í Reykjavík er ástandið þannig að leikskólastjórar ná ekki að ráða inn og manna stöðugildi sem þarf til að reka þá skóla sem eru opnir í dag þrátt fyrir þetta svigrúm. Byrjum því á réttum enda, setjumst öll við borðið og virkilega hlustum á þær lausnir sem leikskólakennarar hafa, hverjir aðrir þekkja umhverfið og aðstæður betur. Klárum það sem hefur verið byrjað á í að bæta aðbúnað leikskólakennara inni í skólunum. Með því hjálpumst við að koma leikskólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið. Hættum að nota leikskólann sem bitbein í pólitískri þrætu. Sú umræða sem kemur reglulega upp kemur ekki vel út fyrir neinn. Ekki þá sem kasta því fram að til séu skyndilausnir því ég held að innst inni viti þeir að þær eru ekki til. Ekki fyrir þá sem segja leikskólastigið sé nauðsynlegt og frábært á góðum degi en gleyma því um leið þegar hallar undan fæti. En allra síst hjálpar þessi umræða stjórnendum sem eru alla daga að reyna að láta starfið ganga upp með örþreytta leikskólakennara sem draga vagninn. Það kostar peninga að stuðla að námi og þroska barna. Ef við erum tilbúin að horfa til framtíðar þá mun sú fjárfesting skila okkur sterkari einstaklingum, sem eru tilbúnir að takast á við samfélag sem tekur breytingum dag frá degi. Setjum peninginn á réttan stað, og hættum að einblína á að verja þeim í steinsteypu sem okkur langar að kalla leikskóla. Setjum þá frekar inn í skólana sem við eigum núna, styrkjum þá og alla þá fagþekkingu sem þar er. Það gerir leikskólann að aðlaðandi vinnustað og leikskólakennaramenntunina að spennandi námi. Þá fyrst er hægt að ræða um fjölga plássum í takt við þarfir barna og foreldra. Höfundur er f agstjóri leikskóla í Norðurmiðstöð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman. Ég er á því að foreldrar eigi að hafa val þegar fæðingarorlofi lýkur en valið sem þeir fá verður að vera kallað réttum nöfnum og þeir verða að vita hvað felst í valinu hverju sinni. Leikskólinn er að mínu mati besta valið ef við erum að tala um hann á þeim forsendum að hann starfi eftir þeim lögum og reglum sem um skólastigið gildir. Í 5.gr laga segir: Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Í grein 6 gr segir: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Til að hægt sé að reka leikskóla eins og lög gera ráð fyrir verða að vera leikskólakennarar með tilheyrandi menntun við stjórnina og í öðrum stöðum skólans. Þeir bera ábyrgð á að starfsaðstæður leikskóla uppfylli kröfur sem settar eru eins og að umburðarlyndi og kærleikur ríki, þar sé jafnrétti og lýðræðislegt samstarf. Í skólanum skal vera sáttfýsi, virðing fyrir manngildum og fjölbreytileikanum. Einnig ber leikskólakennari ábyrgð á að námið efli alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veiti málörvun og stuðli að færni í íslensku. Þeim ber einnig að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við aldur þeirra og getu, ekki síst að leggja grunn að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi sem er í örri þróun. Vinna ber með styrkleika barna og rækta hæfileika þeirra til tjáningar og sköpunar með það markmið að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ég skil foreldra vel og vandinn er stór en við getum ekki leyst hann með skyndilausnum. Að kasta því fram eins og maður hefur séð undafarið að til séu lausnir á vandanum sem ekki sé vilji til að skoða er að mínu mati óvirðing við börn og foreldra. Ég hef ekki hitt það foreldri öll þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri og nú sem fagstjóri sem ekki er umhugsað um nám barna sinna. Foreldrar gera kröfur um gæði starfs á leikskólum og við eigum að hlusta. Ég trúi að foreldar séu ekki að biðja um loforð sem ekki er hægt að uppfylla eða að hver sem er geti opnað gæslu hvað þá að þeir vilji stuðla að svartri atvinnustarfsemi með að greiða fyrir heimapössun með foreldrastyrkjum. Það er lítill vandi að byggja hús sem uppfyllir allar kröfur sem leikskólahúsnæði skal uppfylla. En til að hægt sé að hefja þar leikskólarekstur þurfa að vera til leikskólakennarar og þann fjölda þeirra sem þarf höfum við ekki nú. Lögin gefa svigrúm til að ráða inn starfsmenn, sem ekki hafa leikskólakennaramenntun ef ekki fást leikskólakennarar til starfa. Í Reykjavík er ástandið þannig að leikskólastjórar ná ekki að ráða inn og manna stöðugildi sem þarf til að reka þá skóla sem eru opnir í dag þrátt fyrir þetta svigrúm. Byrjum því á réttum enda, setjumst öll við borðið og virkilega hlustum á þær lausnir sem leikskólakennarar hafa, hverjir aðrir þekkja umhverfið og aðstæður betur. Klárum það sem hefur verið byrjað á í að bæta aðbúnað leikskólakennara inni í skólunum. Með því hjálpumst við að koma leikskólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið. Hættum að nota leikskólann sem bitbein í pólitískri þrætu. Sú umræða sem kemur reglulega upp kemur ekki vel út fyrir neinn. Ekki þá sem kasta því fram að til séu skyndilausnir því ég held að innst inni viti þeir að þær eru ekki til. Ekki fyrir þá sem segja leikskólastigið sé nauðsynlegt og frábært á góðum degi en gleyma því um leið þegar hallar undan fæti. En allra síst hjálpar þessi umræða stjórnendum sem eru alla daga að reyna að láta starfið ganga upp með örþreytta leikskólakennara sem draga vagninn. Það kostar peninga að stuðla að námi og þroska barna. Ef við erum tilbúin að horfa til framtíðar þá mun sú fjárfesting skila okkur sterkari einstaklingum, sem eru tilbúnir að takast á við samfélag sem tekur breytingum dag frá degi. Setjum peninginn á réttan stað, og hættum að einblína á að verja þeim í steinsteypu sem okkur langar að kalla leikskóla. Setjum þá frekar inn í skólana sem við eigum núna, styrkjum þá og alla þá fagþekkingu sem þar er. Það gerir leikskólann að aðlaðandi vinnustað og leikskólakennaramenntunina að spennandi námi. Þá fyrst er hægt að ræða um fjölga plássum í takt við þarfir barna og foreldra. Höfundur er f agstjóri leikskóla í Norðurmiðstöð
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar