Skoðun

Hugvísindin efla alla dáð

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

"Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið."

Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30.

Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum.

En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi.

Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu.

Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda.

Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda.

Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum.

Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×