Hugvísindin efla alla dáð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. mars 2023 22:31 "Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið." Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30. Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum. En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi. Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu. Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda. Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda. Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
"Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið." Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30. Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum. En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi. Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu. Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda. Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda. Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar