SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:53 Sam Bankman-Fried leiddur inn í dómshús í New York í febrúar. Hann er í stofufangelsi á heimili foreldra sinna í Kaliforníu á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. AP/John Minchillo Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Saksóknarar bættu nýlega nýjum liðum við ákæru á hendur Bankman-Fried, sem oft er kallaður SBF í bandarískum fjölmiðlum, sem á fyrir yfir höfði sér áratugalangt fangelsi fyrir að féfletta viðskiptavini og fjárfesta FTX. Í viðaukanum við ákæruna sem bættist við í síðasta mánuði er SBF sakaður um að hafa gefið stjórnarmálasamtökunum tugi milljóna dollara í gegnum leppa til þess að komast í kringum lög um hámarksfjárhæðir slíkra framlaga. Á þriðjudag bættist við liður um að Bankman-Fried hafi lagt á ráðin um að brjóta lög um mútugreiðslur með því að leggja drög að því að senda fjörtíu milljónir dollara til kínverskra yfirvalda til þess að komast yfir milljarða dollara af innistæðum vogunarsjóðs í hans eigu sem voru frystar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrír fyrrverandi stjórnendur FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research hafa þegar játað sig seka um afbrot og vinna nú með saksóknurum í málinu gegn Bankman-Fried. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að bjarga Alameda Research í fyrra. FTX fór á hausinn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út milljarða dollara af innistæðum sínum síðasta haust. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum í desember og framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október. Gjaldþrot FTX Dómsmál Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Saksóknarar bættu nýlega nýjum liðum við ákæru á hendur Bankman-Fried, sem oft er kallaður SBF í bandarískum fjölmiðlum, sem á fyrir yfir höfði sér áratugalangt fangelsi fyrir að féfletta viðskiptavini og fjárfesta FTX. Í viðaukanum við ákæruna sem bættist við í síðasta mánuði er SBF sakaður um að hafa gefið stjórnarmálasamtökunum tugi milljóna dollara í gegnum leppa til þess að komast í kringum lög um hámarksfjárhæðir slíkra framlaga. Á þriðjudag bættist við liður um að Bankman-Fried hafi lagt á ráðin um að brjóta lög um mútugreiðslur með því að leggja drög að því að senda fjörtíu milljónir dollara til kínverskra yfirvalda til þess að komast yfir milljarða dollara af innistæðum vogunarsjóðs í hans eigu sem voru frystar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrír fyrrverandi stjórnendur FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research hafa þegar játað sig seka um afbrot og vinna nú með saksóknurum í málinu gegn Bankman-Fried. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að bjarga Alameda Research í fyrra. FTX fór á hausinn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út milljarða dollara af innistæðum sínum síðasta haust. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum í desember og framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október.
Gjaldþrot FTX Dómsmál Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07
Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06