„Þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir hann ekki með þér“ Snorri Másson skrifar 6. apríl 2023 09:30 Þorbjörn Hlynur Árnason, fv. prestur og prófastur á Borg á Mýrum, var til viðtals í Íslandi í dag á miðvikudag um þýðingu páskahátíðarinnar fyrir kristna menn. Viðtalið má sjá í síðari hluta innslagsins hér að ofan. „Við höfum margt í huga og getum sagt margt um þessa hátíð, vegna þess að páskahátíðin er stærsta hátíð kristinna manna. Þetta er miklu stærri hátíð en jól og hvítasunna, þó svo að jólin eðli máls samkvæmt vegna hnattstöðu okkar séu miklu stærri og fyrirferðarmeiri hátíð í samfélaginu. Á páskadagsmorgni fögnum við upprisu Drottins Jesú Krists. Það er stutta svarið,“ segir Þorbjörn. Langa svarið felist í öllum atburðum dymbilvikunnar sem við erum nú stödd í miðri; sem byrji með pálmasunnudegi með inngöngu Krists í Jerúsalem. Síðar er hann svikinn, tekinn, dæmdur og svo krossfestur; svo rís hann upp á þriðja degi, það er páskadagur. Og Jesú lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi. „Dauðinn dó en lífið lifir, segir í einum af okkar ágætu páskasálmum. Þetta er í raun yfirlýsing um að Guð er góður og hann yfirgefur okkur ekki. Það er alltaf von og hann gefur okkur líf þótt þessu lífi ljúki. Og þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir ekki hann með þér,“ segir Þorbjörn Hlynur. Þorbjörn Hlynur Árnason, sem var prestur og prófastur á Borg á Mýrum í fjörutíu ár þar til hann lét af störfum síðasta haust, hefur trú á kirkjunni, þótt hann segi að ef til vill hafi hún ætíð átt undir högg að sækja. Vísir/Sigurjón Kirkjan þolir köpuryrðin Þorbjörn segir að þrátt fyrir að landsmenn séu almennt þakklátir fyrir góða þjónustu kirkjunnar, sé það því miður svo að önnur neikvæðari sjónarmið um hana reynist stundum háværari. „Það er einhvern veginn eins og þeir sem eru sífellt að gjamma og hafa eftir hver öðrum köpuryrði um kirkjuna, að á þá er meira hlustað,“ segir Þorbjörn. „En kirkjan þolir það. Kirkjan verður áfram, því Jesús Kristur er um ár og eilífð.“ „Það getur vel verið að kirkjan hafi alltaf átt undir högg að sækja, kirkjan hefur kannski alltaf verið í erfiðri stöðu. En á þessum fjörutíu árum sem ég hef þjónað hefur kirkjan breyst mjög mikið og þjónusta kirkjunnar við sína þjóð hefur margeflst. Þetta er allt önnur kirkja sem ég kveð en sú sem ég kom inn í,“ segir Þorbjörn, sem lét af störfum síðasta haust eftir fjörutíu ára starf sem prestur og síðar prófastur í Borgarfirði. Trúmál Páskar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
„Við höfum margt í huga og getum sagt margt um þessa hátíð, vegna þess að páskahátíðin er stærsta hátíð kristinna manna. Þetta er miklu stærri hátíð en jól og hvítasunna, þó svo að jólin eðli máls samkvæmt vegna hnattstöðu okkar séu miklu stærri og fyrirferðarmeiri hátíð í samfélaginu. Á páskadagsmorgni fögnum við upprisu Drottins Jesú Krists. Það er stutta svarið,“ segir Þorbjörn. Langa svarið felist í öllum atburðum dymbilvikunnar sem við erum nú stödd í miðri; sem byrji með pálmasunnudegi með inngöngu Krists í Jerúsalem. Síðar er hann svikinn, tekinn, dæmdur og svo krossfestur; svo rís hann upp á þriðja degi, það er páskadagur. Og Jesú lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi. „Dauðinn dó en lífið lifir, segir í einum af okkar ágætu páskasálmum. Þetta er í raun yfirlýsing um að Guð er góður og hann yfirgefur okkur ekki. Það er alltaf von og hann gefur okkur líf þótt þessu lífi ljúki. Og þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir ekki hann með þér,“ segir Þorbjörn Hlynur. Þorbjörn Hlynur Árnason, sem var prestur og prófastur á Borg á Mýrum í fjörutíu ár þar til hann lét af störfum síðasta haust, hefur trú á kirkjunni, þótt hann segi að ef til vill hafi hún ætíð átt undir högg að sækja. Vísir/Sigurjón Kirkjan þolir köpuryrðin Þorbjörn segir að þrátt fyrir að landsmenn séu almennt þakklátir fyrir góða þjónustu kirkjunnar, sé það því miður svo að önnur neikvæðari sjónarmið um hana reynist stundum háværari. „Það er einhvern veginn eins og þeir sem eru sífellt að gjamma og hafa eftir hver öðrum köpuryrði um kirkjuna, að á þá er meira hlustað,“ segir Þorbjörn. „En kirkjan þolir það. Kirkjan verður áfram, því Jesús Kristur er um ár og eilífð.“ „Það getur vel verið að kirkjan hafi alltaf átt undir högg að sækja, kirkjan hefur kannski alltaf verið í erfiðri stöðu. En á þessum fjörutíu árum sem ég hef þjónað hefur kirkjan breyst mjög mikið og þjónusta kirkjunnar við sína þjóð hefur margeflst. Þetta er allt önnur kirkja sem ég kveð en sú sem ég kom inn í,“ segir Þorbjörn, sem lét af störfum síðasta haust eftir fjörutíu ára starf sem prestur og síðar prófastur í Borgarfirði.
Trúmál Páskar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21
Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01
Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38