Áskoranir málsvara Gyðinga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 08:01 Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar