Lögvarinn réttur og viðvarandi ofbeldi Aníta Runólfsdóttir skrifar 11. apríl 2023 14:00 Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr. Það þýðir að maður, sem hefur minnsta grun um að hann sé faðir barns eða telur sig á einn eða annan hátt vera faðir barns geti höfðað mál fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hver sé faðir viðkomandi barns. Fyrir einhverja kunna lögin að gefa einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til að skera á um hvort þeir séu foreldrar þess, enda réttur barns að fá að þekkja báða foreldra sína. Það breytir því ekki að karlmenn sem beitt hafa umsáturseinelti geti stefnt foreldrum barns til þess eins að skerða friðhelgi einkalífs. Breyting varð á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 þar sem fjallað var sérstaklega um umsáturseinelti. Þau lög tóku gildi árið 2021 en í þeim kemur skýrt fram að sá sem endurtekið hefur hótað, elt, fylgst með eða sett sig í samband við aðra manneskju til þess eins að valda hræðslu eða kvíða geti nýtt sér að valda konu óþægindum með því að stefna til véfengingar á faðerni. Á Íslandi búum við í velferðarsamfélagi þar sem rík áhersla í okkar samfélagi er að tryggja börnum vernd. Þá er mikilvægt að einstaklingar sem annarlegar hvatir búa yfir, geti ekki með lögbundnum hætti haldið slíku ofbeldi áfram, nema fyrir liggi handbær gögn. Staðreyndin er sú að ef einstaklingur sem haldin er þráhyggju, fái kröfum sínum mætt muni hann að öllum líkindum ekki una niðurstöðu rannsóknarinnar nema það sé honum í hag. Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem fylgir slíkri rannsókn fyrir ríkissjóðs og þolendum ofbeldis. Með þessu vill höfundur vekja athygli á þeim annmörkum sem kann að vera í lögum og skorti á skilningi þess þegar ofbeldismenn eru annars vegar. Það er lítið sem stoppar þá að halda háttsemi sinni til streitu. Höfundur er félagsráðgjafanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr. Það þýðir að maður, sem hefur minnsta grun um að hann sé faðir barns eða telur sig á einn eða annan hátt vera faðir barns geti höfðað mál fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hver sé faðir viðkomandi barns. Fyrir einhverja kunna lögin að gefa einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til að skera á um hvort þeir séu foreldrar þess, enda réttur barns að fá að þekkja báða foreldra sína. Það breytir því ekki að karlmenn sem beitt hafa umsáturseinelti geti stefnt foreldrum barns til þess eins að skerða friðhelgi einkalífs. Breyting varð á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 þar sem fjallað var sérstaklega um umsáturseinelti. Þau lög tóku gildi árið 2021 en í þeim kemur skýrt fram að sá sem endurtekið hefur hótað, elt, fylgst með eða sett sig í samband við aðra manneskju til þess eins að valda hræðslu eða kvíða geti nýtt sér að valda konu óþægindum með því að stefna til véfengingar á faðerni. Á Íslandi búum við í velferðarsamfélagi þar sem rík áhersla í okkar samfélagi er að tryggja börnum vernd. Þá er mikilvægt að einstaklingar sem annarlegar hvatir búa yfir, geti ekki með lögbundnum hætti haldið slíku ofbeldi áfram, nema fyrir liggi handbær gögn. Staðreyndin er sú að ef einstaklingur sem haldin er þráhyggju, fái kröfum sínum mætt muni hann að öllum líkindum ekki una niðurstöðu rannsóknarinnar nema það sé honum í hag. Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem fylgir slíkri rannsókn fyrir ríkissjóðs og þolendum ofbeldis. Með þessu vill höfundur vekja athygli á þeim annmörkum sem kann að vera í lögum og skorti á skilningi þess þegar ofbeldismenn eru annars vegar. Það er lítið sem stoppar þá að halda háttsemi sinni til streitu. Höfundur er félagsráðgjafanemi.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar