Áskorun til heilbrigðisráðherra Emma Marie Swift skrifar 11. apríl 2023 16:01 Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Hér er um að ræða kerfi sem hefur reynst vel og virkar þannig að þegar foreldrar eignast barn og fara heim af fæðingarstað, þá er þeim úthlutað ljósmóður sem vitjar þeirra heima fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan móður, styðja við foreldra í nýju hlutverki, svara spurningum og gefa góð ráð. Hún fylgist einnig með heilsu og líðan barnsins og aðstoðar við brjóstagjöf ef á þarf að halda. Yfirleitt sinnir sama ljósmóðir fjölskyldunni þessa fyrstu tíu daga og myndast oft með þeim traust og gott samband. Sýnt hefur verið fram á með fjöldamörgum rannsóknum að stuðningur, ráðgjöf og fræðsla á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu er mikilvæg bæði móður og barni – og í raun fjölskyldunni allri. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hér sitja ekki allir foreldrar á Íslandi við sama borð. Eins furðulegt og það kann að virðast er þessi þjónusta einungis veitt mæðrum og nýburum sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda frá fæðingu. Það sem þetta þýðir er að ef fylgjast þarf með heilsu og líðan móður og/eða barns í meira en 72 klukkustundir á sængurlegudeild eða vökudeild þá fara þau heim að eftirliti loknu án þess að fá heimaþjónustu ljósmóður – en á sama tíma fá hraustar mæður með heilbrigða nýbura heimaþjónustu allt að tíu dögum eftir fæðingu. Þetta er auðvitað öfugsnúið og ósanngjarnt. Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi. Höfundur er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Hér er um að ræða kerfi sem hefur reynst vel og virkar þannig að þegar foreldrar eignast barn og fara heim af fæðingarstað, þá er þeim úthlutað ljósmóður sem vitjar þeirra heima fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan móður, styðja við foreldra í nýju hlutverki, svara spurningum og gefa góð ráð. Hún fylgist einnig með heilsu og líðan barnsins og aðstoðar við brjóstagjöf ef á þarf að halda. Yfirleitt sinnir sama ljósmóðir fjölskyldunni þessa fyrstu tíu daga og myndast oft með þeim traust og gott samband. Sýnt hefur verið fram á með fjöldamörgum rannsóknum að stuðningur, ráðgjöf og fræðsla á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu er mikilvæg bæði móður og barni – og í raun fjölskyldunni allri. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hér sitja ekki allir foreldrar á Íslandi við sama borð. Eins furðulegt og það kann að virðast er þessi þjónusta einungis veitt mæðrum og nýburum sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda frá fæðingu. Það sem þetta þýðir er að ef fylgjast þarf með heilsu og líðan móður og/eða barns í meira en 72 klukkustundir á sængurlegudeild eða vökudeild þá fara þau heim að eftirliti loknu án þess að fá heimaþjónustu ljósmóður – en á sama tíma fá hraustar mæður með heilbrigða nýbura heimaþjónustu allt að tíu dögum eftir fæðingu. Þetta er auðvitað öfugsnúið og ósanngjarnt. Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi. Höfundur er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun