Áskorun til heilbrigðisráðherra Emma Marie Swift skrifar 11. apríl 2023 16:01 Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Hér er um að ræða kerfi sem hefur reynst vel og virkar þannig að þegar foreldrar eignast barn og fara heim af fæðingarstað, þá er þeim úthlutað ljósmóður sem vitjar þeirra heima fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan móður, styðja við foreldra í nýju hlutverki, svara spurningum og gefa góð ráð. Hún fylgist einnig með heilsu og líðan barnsins og aðstoðar við brjóstagjöf ef á þarf að halda. Yfirleitt sinnir sama ljósmóðir fjölskyldunni þessa fyrstu tíu daga og myndast oft með þeim traust og gott samband. Sýnt hefur verið fram á með fjöldamörgum rannsóknum að stuðningur, ráðgjöf og fræðsla á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu er mikilvæg bæði móður og barni – og í raun fjölskyldunni allri. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hér sitja ekki allir foreldrar á Íslandi við sama borð. Eins furðulegt og það kann að virðast er þessi þjónusta einungis veitt mæðrum og nýburum sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda frá fæðingu. Það sem þetta þýðir er að ef fylgjast þarf með heilsu og líðan móður og/eða barns í meira en 72 klukkustundir á sængurlegudeild eða vökudeild þá fara þau heim að eftirliti loknu án þess að fá heimaþjónustu ljósmóður – en á sama tíma fá hraustar mæður með heilbrigða nýbura heimaþjónustu allt að tíu dögum eftir fæðingu. Þetta er auðvitað öfugsnúið og ósanngjarnt. Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi. Höfundur er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Hér er um að ræða kerfi sem hefur reynst vel og virkar þannig að þegar foreldrar eignast barn og fara heim af fæðingarstað, þá er þeim úthlutað ljósmóður sem vitjar þeirra heima fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan móður, styðja við foreldra í nýju hlutverki, svara spurningum og gefa góð ráð. Hún fylgist einnig með heilsu og líðan barnsins og aðstoðar við brjóstagjöf ef á þarf að halda. Yfirleitt sinnir sama ljósmóðir fjölskyldunni þessa fyrstu tíu daga og myndast oft með þeim traust og gott samband. Sýnt hefur verið fram á með fjöldamörgum rannsóknum að stuðningur, ráðgjöf og fræðsla á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu er mikilvæg bæði móður og barni – og í raun fjölskyldunni allri. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hér sitja ekki allir foreldrar á Íslandi við sama borð. Eins furðulegt og það kann að virðast er þessi þjónusta einungis veitt mæðrum og nýburum sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda frá fæðingu. Það sem þetta þýðir er að ef fylgjast þarf með heilsu og líðan móður og/eða barns í meira en 72 klukkustundir á sængurlegudeild eða vökudeild þá fara þau heim að eftirliti loknu án þess að fá heimaþjónustu ljósmóður – en á sama tíma fá hraustar mæður með heilbrigða nýbura heimaþjónustu allt að tíu dögum eftir fæðingu. Þetta er auðvitað öfugsnúið og ósanngjarnt. Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi. Höfundur er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun