Líta mál skipsins alvarlegum augum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2023 13:49 Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt. Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson. Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson.
Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04