Lýðræði barna og ungmenna er í hættu Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifar 29. apríl 2023 11:31 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun