Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 15:45 Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu. Úkraínuforseti lýsti yfir gríðarlegu þakklæti í garð þjóðanna fyrir stuðninginn vegna innrásar Rússa. Vísir/Heimir Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga landanna. Þar eru Rússar hvattir til þess að draga allan herafla sinn úr Úkraínu og því lýst yfir að stuðningur Norðurlanda við Úkraínu á öllum sviðum verði ófrávíkjanlegur. Norðurlöndin muni styðja umleitanir Úkraínumanna um að draga til ábyrgðar þá sem framið hafa stríðsglæpi í landinu og vinnu við undirbúning á skrá yfir slíka glæpi sem og skemmdir sem þeir hafa ollið í landinu. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fundaði nú fyrir skemmstu með þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Á blaðamannafundinum þakkaði Selenskí hverjum og einum leiðtoga Norðurlandanna fyrir stuðninginn í stríðinu gegn Rússlandi. Hann sagði meðal annars nauðsynlegt að rússneskir stríðsglæpamenn verði dregnir til ábyrgðar og að rússnesk stjórnvöld dragi heri sína til baka úr landinu. Selenskí þakkaði hverjum og einum leiðtoga fyrir stuðning þeirra ríkja við Úkraínu. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir segir Ísland styðja Úkraínu og muni halda því áfram. Stuðningurinn verði á sviði borgaralegrar þjónustu og pólitískrar aðstoðar þar sem Ísland sé herlaust. „Mér finnst mikilvægt að Norðurlöndin standi sameinuð í því að styðja Úkraínu. Við nefndum lýðræðislegar stofnanir og ég held að Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum við efnahagslega uppbyggingu Úkraínu.“ Þá nefndi hún fund Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í maí. „Þar munum við ræða hvernig hægt verður að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það sem þeir hafa gert að lokinni þessari ólöglegu innrás.“ Selenskí lagði á það áherslu að Úkraínumönnum yrði veitt aðstoð við að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í landinu.Vísir/Einar Árnason Heita frekari hernaðaraðstoð Þá kemur fram í tilkynningunni að stuðningi Norðurlanda til Úkraínu í formi hernaðaraðstoðar verði fram haldið. Hingað til hafi aðstoðin í formi hernaðargagna numið 4,4 milljörðum evra eða því sem nemur rúmum 662 milljörðum íslenskum króna. Í yfirlýsingu landanna kemur fram að unnið sé að undirbúningi þess að senda frekari hernaðargögn til Úkraínu. Tekið verði tillit til nauðsynlegustu þarfa Úkraínuhers til þess að tryggja varnir landsins. Hernaðaraðstoðin verði unnin af hendi á alþjóðavettvangi í náinni samvinnu við samstarfsríki Norðurlandanna í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Styðja Úkraínu við að hefja aðildarviðræður Þá kemur fram í tilkynningunni að Norðurlöndin muni styðja með öllum ráðum umsókn Úkraínu í Evrópusambandið og styðja við stjórnvöld þar í landi til þess að framfylgja kröfum sambandsins til þess að geta hafið viðræður eins fljótt og hægt er. Norðurlöndin munu jafnframt halda áfram að styðja Úkraínu á vettvangi NATO og aðildarumsókn landsins. Áhersla er lögð á að Úkraína eigi rétt á því að ákveða framtíð sína á sviði varnarmála. Öryggi Úkraínu skipti NATO miklu máli nú þegar, þrátt fyrir að landið sé ekki hluti af bandalaginu. Ítarlega verður fjallað um leiðtogafund Norðurlandanna og fund Katrínar Jakobsdóttur með Volodomír Selenskí í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson er á staðnum í Helsinki. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga landanna. Þar eru Rússar hvattir til þess að draga allan herafla sinn úr Úkraínu og því lýst yfir að stuðningur Norðurlanda við Úkraínu á öllum sviðum verði ófrávíkjanlegur. Norðurlöndin muni styðja umleitanir Úkraínumanna um að draga til ábyrgðar þá sem framið hafa stríðsglæpi í landinu og vinnu við undirbúning á skrá yfir slíka glæpi sem og skemmdir sem þeir hafa ollið í landinu. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fundaði nú fyrir skemmstu með þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Á blaðamannafundinum þakkaði Selenskí hverjum og einum leiðtoga Norðurlandanna fyrir stuðninginn í stríðinu gegn Rússlandi. Hann sagði meðal annars nauðsynlegt að rússneskir stríðsglæpamenn verði dregnir til ábyrgðar og að rússnesk stjórnvöld dragi heri sína til baka úr landinu. Selenskí þakkaði hverjum og einum leiðtoga fyrir stuðning þeirra ríkja við Úkraínu. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir segir Ísland styðja Úkraínu og muni halda því áfram. Stuðningurinn verði á sviði borgaralegrar þjónustu og pólitískrar aðstoðar þar sem Ísland sé herlaust. „Mér finnst mikilvægt að Norðurlöndin standi sameinuð í því að styðja Úkraínu. Við nefndum lýðræðislegar stofnanir og ég held að Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum við efnahagslega uppbyggingu Úkraínu.“ Þá nefndi hún fund Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í maí. „Þar munum við ræða hvernig hægt verður að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það sem þeir hafa gert að lokinni þessari ólöglegu innrás.“ Selenskí lagði á það áherslu að Úkraínumönnum yrði veitt aðstoð við að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í landinu.Vísir/Einar Árnason Heita frekari hernaðaraðstoð Þá kemur fram í tilkynningunni að stuðningi Norðurlanda til Úkraínu í formi hernaðaraðstoðar verði fram haldið. Hingað til hafi aðstoðin í formi hernaðargagna numið 4,4 milljörðum evra eða því sem nemur rúmum 662 milljörðum íslenskum króna. Í yfirlýsingu landanna kemur fram að unnið sé að undirbúningi þess að senda frekari hernaðargögn til Úkraínu. Tekið verði tillit til nauðsynlegustu þarfa Úkraínuhers til þess að tryggja varnir landsins. Hernaðaraðstoðin verði unnin af hendi á alþjóðavettvangi í náinni samvinnu við samstarfsríki Norðurlandanna í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Styðja Úkraínu við að hefja aðildarviðræður Þá kemur fram í tilkynningunni að Norðurlöndin muni styðja með öllum ráðum umsókn Úkraínu í Evrópusambandið og styðja við stjórnvöld þar í landi til þess að framfylgja kröfum sambandsins til þess að geta hafið viðræður eins fljótt og hægt er. Norðurlöndin munu jafnframt halda áfram að styðja Úkraínu á vettvangi NATO og aðildarumsókn landsins. Áhersla er lögð á að Úkraína eigi rétt á því að ákveða framtíð sína á sviði varnarmála. Öryggi Úkraínu skipti NATO miklu máli nú þegar, þrátt fyrir að landið sé ekki hluti af bandalaginu. Ítarlega verður fjallað um leiðtogafund Norðurlandanna og fund Katrínar Jakobsdóttur með Volodomír Selenskí í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson er á staðnum í Helsinki.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36
Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02
Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05