Þegar að lífið fölnar í samanburði... Skúli Bragi Geirdal skrifar 9. maí 2023 10:31 Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind Tíminn er dýrmætur.Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu. Á meðal barna í elstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri eru 2 af hverjum 3 sem segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum* Um 80% barna á aldrinum 9-18 ára spila tölvuleiki. Um þriðjungur þeirra segist eyða miklum tíma í spilun þeirra** Ætlum við að nýta tímann eða drepa hann? Skjátími er ekki eins og reykingar. Hann þarf ekki að vera slæmur ef hann er nýttur vel. Skjátíma getum við nýtt á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, tjá okkur, leysa vandamál og margt fleira. Raunin er hinsvegar sú að skjátímann okkar getum við líka notað til að drepa tímann með því að fletta gegnum, eða láta leiða okkur áfram, tímunum saman af heilalausu afþreyingarefni. Þetta gerum við flest of oft og í óhófi, slíkan tíma ættum við að horfa í að takmarka. Ef við hugsum um heilann okkar eins og harðan disk í tölvu, ætlum við þá að fylla allt daglega geymsluplássið með rusli? Heilinn okkar er ekki fullþroskaður fyrr en um 25 ára aldurinn og því mikilvægt að huga að því að aðstoða börn og unglinga í því verkefni að finna sér leiðir til að nýta skjátímann á gagnlegan hátt. Kaupum skjátíma með skjátíma Það sem við sjáum þegar að við lítum upp frá eigin skjá eru aðrir fastir í sínum skjá. Í skjánum komumst við í samband við aðra en um leið eigum við það til að loka á þá sem eru í nánasta umhverfi okkar. Þá sem eru á staðnum og jafnvel að reyna að ná sambandi við okkur. „Ég þarf bara að klára eitt hérna...“ segjum við börnunum okkar á meðan við réttum þeim annan skjá svo við getum sinnt okkar. Við kaupum okkur skammvinnan frið þar til næsta rauða tilkynning dúkkar upp og öskrar af krafti á athygli okkar sama hversu óáríðandi erindið í raun er. Allan daginn alla daga. Á meðan við erum að keyra, borða, vinna, gera þarfir okkar, hitta vini, leika við börnin, horfa á annan skjá eða komin upp í rúm að sofa. „Þetta tekur bara smá stund...“ og við annaðhvort missum athyglina eða reynum með misjöfnum árangri að gera bæði á sama tíma. Þegar að lífið er grátt setjum við á það filter Ímyndum okkur samfélagsmiðil sem enginn notar eða tölvuleik sem enginn spilar. Án okkar eru þeir ekkert, en við eigum samt erfitt með að hugsa okkur lífið án þeirra. Líf þar sem raunveruleikinn okkar og við sjálf erum ekki nógu falleg án filters. Með því að nettengja okkur gegnum skjáinn upplifum við strax spennu og útrás, rússíbana tilfinninga, skjótfengna sigra og viðurkenningu annarra. Litir, hljóð, myndir, grafík o.fl. er nýtt til að grípa athygli okkar og síðan er spilað með taugaboðin í heilanum okkar til að halda okkur við efnið. Það þarf oft gríðarlega sjálfstjórn til að hætta að spila eða leggja símann frá sér. Sérstaklega fyrir börn sem átta sig verr á eigin mörkum en við sem eldri erum. Er grasið grænna hinum megin við skjáinn? Á mínum verstu dögum get ég setið tímunum saman í símanum og horft á bestu augnablik allra í kringum mig. Frá flottasta sjónarhorninu, með fallegustu lýsingunni, tekið með myndavélinni á nýjustu og dýrustu símunum og búið að fínpússa alla flekki og galla af með helstu öppum. Er ég þar að reyna að finna hamingjuna í öðrum því að ég finn hana ekki hjá sjálfum mér? Eða lætur það mér kannski bara líða verr? Líf mitt fölnar í samanburði. En hvað ef ég horfi upp úr símanum og veiti umhverfi mínu eftirtekt? Þar finn ég fólk sem á misjafna daga og lítur út eins og ég þegar að ég horfi í spegilinn. Raunveruleikinn er nefnilega ósvikinn. Samt reynum við stöðugt að flýja hann í von um grasið sé grænna hinum megin við skjáinn. Er kannski bara best að spyrja gervigreindina? „En hvað á ég að gera í staðinn?“ heyri ég gjarnan börnin segja þegar að ég legg það til að fara ekki með símann upp í rúm til þess að laga svefninn. Ef við ætlum að hjálpa þeim að búa til símalausar stundir þá þurfum við að hjálpa þeim að finna eitthvað annað í staðinn. Ef allir eru með síma í frímínútum þá get ég líka allt eins farið í símann minn þar. En ef allir eru að gera eitthvað annað, ætla ég þá að missa af því að vera með til að vera einn í símanum? Við þurfum að leggja tækin frá okkur til að gefa heilanum tækifæri til að hugsa, vinna úr upplýsingum og vera skapandi. Þannig leysum við vandamál og þannig finnum við okkur líka leiðir til að nýta og njóta tímans saman sem við eigum í þessu lífi. En kannski viljum við bara frekar spyrja gervigreindina og láta hana segja okkur hvernig við eigum að lifa lífinu. Höfum í huga að gervigreindin byggir á þeim upplýsingagrunni sem við eigum í dag, þar eru villur, frávik og skekkjur. Þessi tækni er því ekki fullkomin og alvitur. Til að vera frumleg og skapandi þarf hún okkur. Þegar kynlíf hættir að vera spennandi Hvað verður um upplifanir á okkar eigin skinni þegar að allt er alltaf betra og meira spennandi með því að nettengja sig? Verður það óspennandi að fara í sumarfrí með fjölskyldunni, út að leika með vinum, út að borða góðan mat á veitingastað ef engin tæki eru með í för til að magna upplifunina? Allir litlu sigrarnir í daglegu lífi hætta að kalla fram sömu ánægjutilfinningar því heilinn hefur vanist því að fá meira út úr upplifunum á neti, samfélagsmiðlum og í tölvuleikjum. Kynlíf verður leiðinlegt í samanburði við allt heimsins klámefni. Áhuginn á því að mæta í skólann hverfur við hlið tölvuleikja. Það að mæta á staðinn verður tilgangslaust þegar að auðveldara er að tengja sig. Á hvaða stað erum við komin þegar að það ekki lengur skemmtilegt að vera barn og unglingur og fá að upplifa allt í fyrsta skipti? Hvað verður um lífið þegar að það hefur misst allan lit og við getum ekki sótt neitt app til að laga það? Hvernig eyðum við þá tímanum til þess að upplifa gleði, ánægju og lífsfyllingu? Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. *Börn og netmiðlar - Tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum (2021) Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands ** Börn og netmiðlar - Tölvuleikir (2021) Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Börn og uppeldi Gervigreind Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind Tíminn er dýrmætur.Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu. Á meðal barna í elstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri eru 2 af hverjum 3 sem segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum* Um 80% barna á aldrinum 9-18 ára spila tölvuleiki. Um þriðjungur þeirra segist eyða miklum tíma í spilun þeirra** Ætlum við að nýta tímann eða drepa hann? Skjátími er ekki eins og reykingar. Hann þarf ekki að vera slæmur ef hann er nýttur vel. Skjátíma getum við nýtt á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, tjá okkur, leysa vandamál og margt fleira. Raunin er hinsvegar sú að skjátímann okkar getum við líka notað til að drepa tímann með því að fletta gegnum, eða láta leiða okkur áfram, tímunum saman af heilalausu afþreyingarefni. Þetta gerum við flest of oft og í óhófi, slíkan tíma ættum við að horfa í að takmarka. Ef við hugsum um heilann okkar eins og harðan disk í tölvu, ætlum við þá að fylla allt daglega geymsluplássið með rusli? Heilinn okkar er ekki fullþroskaður fyrr en um 25 ára aldurinn og því mikilvægt að huga að því að aðstoða börn og unglinga í því verkefni að finna sér leiðir til að nýta skjátímann á gagnlegan hátt. Kaupum skjátíma með skjátíma Það sem við sjáum þegar að við lítum upp frá eigin skjá eru aðrir fastir í sínum skjá. Í skjánum komumst við í samband við aðra en um leið eigum við það til að loka á þá sem eru í nánasta umhverfi okkar. Þá sem eru á staðnum og jafnvel að reyna að ná sambandi við okkur. „Ég þarf bara að klára eitt hérna...“ segjum við börnunum okkar á meðan við réttum þeim annan skjá svo við getum sinnt okkar. Við kaupum okkur skammvinnan frið þar til næsta rauða tilkynning dúkkar upp og öskrar af krafti á athygli okkar sama hversu óáríðandi erindið í raun er. Allan daginn alla daga. Á meðan við erum að keyra, borða, vinna, gera þarfir okkar, hitta vini, leika við börnin, horfa á annan skjá eða komin upp í rúm að sofa. „Þetta tekur bara smá stund...“ og við annaðhvort missum athyglina eða reynum með misjöfnum árangri að gera bæði á sama tíma. Þegar að lífið er grátt setjum við á það filter Ímyndum okkur samfélagsmiðil sem enginn notar eða tölvuleik sem enginn spilar. Án okkar eru þeir ekkert, en við eigum samt erfitt með að hugsa okkur lífið án þeirra. Líf þar sem raunveruleikinn okkar og við sjálf erum ekki nógu falleg án filters. Með því að nettengja okkur gegnum skjáinn upplifum við strax spennu og útrás, rússíbana tilfinninga, skjótfengna sigra og viðurkenningu annarra. Litir, hljóð, myndir, grafík o.fl. er nýtt til að grípa athygli okkar og síðan er spilað með taugaboðin í heilanum okkar til að halda okkur við efnið. Það þarf oft gríðarlega sjálfstjórn til að hætta að spila eða leggja símann frá sér. Sérstaklega fyrir börn sem átta sig verr á eigin mörkum en við sem eldri erum. Er grasið grænna hinum megin við skjáinn? Á mínum verstu dögum get ég setið tímunum saman í símanum og horft á bestu augnablik allra í kringum mig. Frá flottasta sjónarhorninu, með fallegustu lýsingunni, tekið með myndavélinni á nýjustu og dýrustu símunum og búið að fínpússa alla flekki og galla af með helstu öppum. Er ég þar að reyna að finna hamingjuna í öðrum því að ég finn hana ekki hjá sjálfum mér? Eða lætur það mér kannski bara líða verr? Líf mitt fölnar í samanburði. En hvað ef ég horfi upp úr símanum og veiti umhverfi mínu eftirtekt? Þar finn ég fólk sem á misjafna daga og lítur út eins og ég þegar að ég horfi í spegilinn. Raunveruleikinn er nefnilega ósvikinn. Samt reynum við stöðugt að flýja hann í von um grasið sé grænna hinum megin við skjáinn. Er kannski bara best að spyrja gervigreindina? „En hvað á ég að gera í staðinn?“ heyri ég gjarnan börnin segja þegar að ég legg það til að fara ekki með símann upp í rúm til þess að laga svefninn. Ef við ætlum að hjálpa þeim að búa til símalausar stundir þá þurfum við að hjálpa þeim að finna eitthvað annað í staðinn. Ef allir eru með síma í frímínútum þá get ég líka allt eins farið í símann minn þar. En ef allir eru að gera eitthvað annað, ætla ég þá að missa af því að vera með til að vera einn í símanum? Við þurfum að leggja tækin frá okkur til að gefa heilanum tækifæri til að hugsa, vinna úr upplýsingum og vera skapandi. Þannig leysum við vandamál og þannig finnum við okkur líka leiðir til að nýta og njóta tímans saman sem við eigum í þessu lífi. En kannski viljum við bara frekar spyrja gervigreindina og láta hana segja okkur hvernig við eigum að lifa lífinu. Höfum í huga að gervigreindin byggir á þeim upplýsingagrunni sem við eigum í dag, þar eru villur, frávik og skekkjur. Þessi tækni er því ekki fullkomin og alvitur. Til að vera frumleg og skapandi þarf hún okkur. Þegar kynlíf hættir að vera spennandi Hvað verður um upplifanir á okkar eigin skinni þegar að allt er alltaf betra og meira spennandi með því að nettengja sig? Verður það óspennandi að fara í sumarfrí með fjölskyldunni, út að leika með vinum, út að borða góðan mat á veitingastað ef engin tæki eru með í för til að magna upplifunina? Allir litlu sigrarnir í daglegu lífi hætta að kalla fram sömu ánægjutilfinningar því heilinn hefur vanist því að fá meira út úr upplifunum á neti, samfélagsmiðlum og í tölvuleikjum. Kynlíf verður leiðinlegt í samanburði við allt heimsins klámefni. Áhuginn á því að mæta í skólann hverfur við hlið tölvuleikja. Það að mæta á staðinn verður tilgangslaust þegar að auðveldara er að tengja sig. Á hvaða stað erum við komin þegar að það ekki lengur skemmtilegt að vera barn og unglingur og fá að upplifa allt í fyrsta skipti? Hvað verður um lífið þegar að það hefur misst allan lit og við getum ekki sótt neitt app til að laga það? Hvernig eyðum við þá tímanum til þess að upplifa gleði, ánægju og lífsfyllingu? Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. *Börn og netmiðlar - Tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum (2021) Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands ** Börn og netmiðlar - Tölvuleikir (2021) Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun