Að vinna með fyrrverandi Gyða Hjartardóttir skrifar 10. maí 2023 11:30 Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun