Enginn friður án kvenna, ekkert kvenfrelsi án fjölbreytni Tatjana Latinovic skrifar 12. maí 2023 11:01 Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tatjana Latinovic Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun