Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu.
Úkraínska sendinefndin kemur hingað til lands síðar í dag. Volodimir Selenskí forseti Úkraínu mun flytja ávarp á opnunarathöfn fundarins í gegnum fjarfundarbúnað. Opnunarathöfn fundarins hefst klukkan 16.
Fylgst er grannt með gangi mála varðandi allt og ekkert sem við kemur leiðtogafundinum í vaktinni, hér að neðan.
Selenskí hefur verið á ferð og flugi í Evrópu síðustu daga, meðal annars í Þýskalandi og í Bretlandi. Hann fundaði með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, í gær.