Ekki bend´á mig Indriði Stefánsson skrifar 24. maí 2023 07:30 Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar