Fleiri sýningar í gamla vaxta sirkusnum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2023 14:30 Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun