Skepnuskapur eða barn síns tíma? Kristján Þorsteinsson skrifar 25. maí 2023 07:00 Sem veitingamaður til áratuga bauð ég lengi vel upp á hvalkjöt á mínum stöðum. Fyrir nokkrum árum tók ég svo upp á að hætta því. Aðallega því afskaplega fáir vildu kaupa það. En líka því það var í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum og vegna þess að reglulega var kúnnum misboðið yfir því að hvalkjöt væri yfir höfuð á matseðlinum og sagði frá því á netinu. Sem þýddi að ég tapaði viðskiptum. Nokkuð hefur verið rætt og skrafað um hvalveiðar undanfarnar vikur eftir að út kom skýrsla sem sýnir svart á hvítu að hvalir við Íslandsstrendur eru drepnir með mjög ógeðfelldum hætti og sennilega í trássi við lög um dýravernd. Það þykir mér ekki sérlega geðslegt. Ofan á það birtust svo fréttir um að hvalveiðibröltið hjá eina fyrirtækinu sem veiðarnar stunda hér á landi væri rekið með tapi. Gott og vel. Ekki er það mitt mál hvernig fólk vill fara með fé sitt - en persónulega ætti ég erfitt með að halda úti veitingastað sem enginn sækir. Síðan hafa komið upp fjölmörg önnur rök sem öll hníga að því að það sé einfaldlega kominn tími til að hætta þessu. Til að mynda þau rök að hvalir séu mjög verðmætir loftslaginu. Og að það sé meira og minna enginn markaður fyrir hvalkjöti lengur. Og að þetta hafi vond áhrif á ferðaþjónustuna í landinu vegna neikvæðrar fréttaumfjöllunar í útlöndum. Svo mætti áfram telja. Er ekki mál til komið að við hættum að rífast um þetta og föllumst á það að hvalveiðar eru einfaldlega barn síns tíma? Hættum þessu bara. Höfundur er veitingamaður í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Veitingastaðir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Sem veitingamaður til áratuga bauð ég lengi vel upp á hvalkjöt á mínum stöðum. Fyrir nokkrum árum tók ég svo upp á að hætta því. Aðallega því afskaplega fáir vildu kaupa það. En líka því það var í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum og vegna þess að reglulega var kúnnum misboðið yfir því að hvalkjöt væri yfir höfuð á matseðlinum og sagði frá því á netinu. Sem þýddi að ég tapaði viðskiptum. Nokkuð hefur verið rætt og skrafað um hvalveiðar undanfarnar vikur eftir að út kom skýrsla sem sýnir svart á hvítu að hvalir við Íslandsstrendur eru drepnir með mjög ógeðfelldum hætti og sennilega í trássi við lög um dýravernd. Það þykir mér ekki sérlega geðslegt. Ofan á það birtust svo fréttir um að hvalveiðibröltið hjá eina fyrirtækinu sem veiðarnar stunda hér á landi væri rekið með tapi. Gott og vel. Ekki er það mitt mál hvernig fólk vill fara með fé sitt - en persónulega ætti ég erfitt með að halda úti veitingastað sem enginn sækir. Síðan hafa komið upp fjölmörg önnur rök sem öll hníga að því að það sé einfaldlega kominn tími til að hætta þessu. Til að mynda þau rök að hvalir séu mjög verðmætir loftslaginu. Og að það sé meira og minna enginn markaður fyrir hvalkjöti lengur. Og að þetta hafi vond áhrif á ferðaþjónustuna í landinu vegna neikvæðrar fréttaumfjöllunar í útlöndum. Svo mætti áfram telja. Er ekki mál til komið að við hættum að rífast um þetta og föllumst á það að hvalveiðar eru einfaldlega barn síns tíma? Hættum þessu bara. Höfundur er veitingamaður í borginni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar