Skepnuskapur eða barn síns tíma? Kristján Þorsteinsson skrifar 25. maí 2023 07:00 Sem veitingamaður til áratuga bauð ég lengi vel upp á hvalkjöt á mínum stöðum. Fyrir nokkrum árum tók ég svo upp á að hætta því. Aðallega því afskaplega fáir vildu kaupa það. En líka því það var í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum og vegna þess að reglulega var kúnnum misboðið yfir því að hvalkjöt væri yfir höfuð á matseðlinum og sagði frá því á netinu. Sem þýddi að ég tapaði viðskiptum. Nokkuð hefur verið rætt og skrafað um hvalveiðar undanfarnar vikur eftir að út kom skýrsla sem sýnir svart á hvítu að hvalir við Íslandsstrendur eru drepnir með mjög ógeðfelldum hætti og sennilega í trássi við lög um dýravernd. Það þykir mér ekki sérlega geðslegt. Ofan á það birtust svo fréttir um að hvalveiðibröltið hjá eina fyrirtækinu sem veiðarnar stunda hér á landi væri rekið með tapi. Gott og vel. Ekki er það mitt mál hvernig fólk vill fara með fé sitt - en persónulega ætti ég erfitt með að halda úti veitingastað sem enginn sækir. Síðan hafa komið upp fjölmörg önnur rök sem öll hníga að því að það sé einfaldlega kominn tími til að hætta þessu. Til að mynda þau rök að hvalir séu mjög verðmætir loftslaginu. Og að það sé meira og minna enginn markaður fyrir hvalkjöti lengur. Og að þetta hafi vond áhrif á ferðaþjónustuna í landinu vegna neikvæðrar fréttaumfjöllunar í útlöndum. Svo mætti áfram telja. Er ekki mál til komið að við hættum að rífast um þetta og föllumst á það að hvalveiðar eru einfaldlega barn síns tíma? Hættum þessu bara. Höfundur er veitingamaður í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Veitingastaðir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sem veitingamaður til áratuga bauð ég lengi vel upp á hvalkjöt á mínum stöðum. Fyrir nokkrum árum tók ég svo upp á að hætta því. Aðallega því afskaplega fáir vildu kaupa það. En líka því það var í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum og vegna þess að reglulega var kúnnum misboðið yfir því að hvalkjöt væri yfir höfuð á matseðlinum og sagði frá því á netinu. Sem þýddi að ég tapaði viðskiptum. Nokkuð hefur verið rætt og skrafað um hvalveiðar undanfarnar vikur eftir að út kom skýrsla sem sýnir svart á hvítu að hvalir við Íslandsstrendur eru drepnir með mjög ógeðfelldum hætti og sennilega í trássi við lög um dýravernd. Það þykir mér ekki sérlega geðslegt. Ofan á það birtust svo fréttir um að hvalveiðibröltið hjá eina fyrirtækinu sem veiðarnar stunda hér á landi væri rekið með tapi. Gott og vel. Ekki er það mitt mál hvernig fólk vill fara með fé sitt - en persónulega ætti ég erfitt með að halda úti veitingastað sem enginn sækir. Síðan hafa komið upp fjölmörg önnur rök sem öll hníga að því að það sé einfaldlega kominn tími til að hætta þessu. Til að mynda þau rök að hvalir séu mjög verðmætir loftslaginu. Og að það sé meira og minna enginn markaður fyrir hvalkjöti lengur. Og að þetta hafi vond áhrif á ferðaþjónustuna í landinu vegna neikvæðrar fréttaumfjöllunar í útlöndum. Svo mætti áfram telja. Er ekki mál til komið að við hættum að rífast um þetta og föllumst á það að hvalveiðar eru einfaldlega barn síns tíma? Hættum þessu bara. Höfundur er veitingamaður í borginni.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun