Hvað er gott eða virðulegt andlát? Ingrid Kuhlman skrifar 30. maí 2023 09:31 Við hugsum sjaldan mikið um eigið andlát fyrr en það er yfirvofandi. Sigmund Freud sagði reyndar að við værum ófær um að ímynda okkur eigið andlát. Jafnvel þó að við vitum og getum ímyndað okkur fráfall einhvers annars, erum við sannfærð um eigin ódauðleika. Fyrir vikið hugsum við lítið sem ekkert um hvernig við viljum að síðustu dagar okkar og stundir verði. Eða jafnvel hvað við þurfum að gera til að tryggja að óskir okkar verði uppfylltar. Fólk talar oft um „gott“ eða „slæmt“ andlát. Fyrir einstaklinginn og fjölskylduna getur verið mismunandi hvað þessi hugtök fela í sér. Ef við spyrjum 50 manns hvað þeim finnist vera gott andlát getum við auðveldlega fengið 50 mismunandi svör. Flestir telja friðsælt og sársaukalaust andlát gott. Slæmt andlát er talið það sem felur í sér ofbeldi, mikinn sársauka, pyntingar, að deyja einn, að halda lífi gegn vilja sínum, að missa reisn og að geta ekki gefið óskir sínar til kynna. Enginn vill að fólk þjáist þegar dauðinn er í nánd. Miklar þjáningar geta verið áfall fyrir þann deyjandi, fjölskyldu hans sem og heilbrigðisstarfsfólk. Það sem maður velur sem gott andlát er huglægt og ætti þar af leiðandi að byggjast á óskum og þörfum einstaklingsins. Í vísindagreininni Defining a Good Death (Successful Dying): Literature Review and a Call for Research and Public Dialogue frá árinu 2016 eru teknar saman rannsóknir á því hvað sé gott andlát. Rannsakendur fundu alls 11 þemu sem tengdust því markmiði. Þrjú meginþemu hjá öllum hlutaðeigandi s.s. hinum deyjandi, ástvinum hans og heilbrigðisstarfsmönnum eru: 1) Að geta gefið óskir sínar til kynna um hvar, hvenær og hvernig þeir vilja deyja og ræða og undirbúa útförina (94%); 2) Að vera án sársauka og fá góða meðhöndlun verkja og einkenna (81%); og 3) Tilfinningaleg vellíðan, sem felur m.a. í sér að geta fengið tilfinningalegan stuðning og hafa tækifæri til að ræða merkingu dauðans (64%). Fjögur önnur þemu sem fleiri en 50% hlutaðeigandi nefndu eru 1) að upplifa að maður hafi átt gott líf og sætta sig við yfirvofandi andlát; 2) Meðferðarval s.s. að lengja ekki líf, að hafa tilfinningu um stjórn á meðferðarvali og að geta fengið dánaraðstoð; 3) Reisn, sem felur í sér að vera virtur sem einstaklingur og viðhalda sjálfstæði sínu; og 4) Fjölskyldan s.s. að upplifa stuðning fjölskyldunnar, að hún sætti sig við og undirbúi sig fyrir andlát ástvinarins. Rannsóknin sýnir að deyjandi fólk vill hafa val í meðferðum við lífslok, vera meðhöndlað með reisn, eiga í góðu sambandi við lækna og geta kvatt fjölskylduna. Mikilvægt er því að hinn deyjandi, aðstandendur og fagfólk vinni saman til að ná sem bestum árangri fyrir sjúklinginn. Silla Páls Því miður fá ekki allir deyjandi virðulegt andlát. Dæmi um það er að ákvarðanir eru oft teknar einhliða án tillits til þess hvað sjúklingurinn vill eða þarfnast. Annað dæmi er þegar deyjandi sjúklingi er haldið sofandi og fær sterk verkjalyf oft svo dögum eða jafnvel vikum skiptir án þess að það sé rætt við hann. Virðulegt andlát felur í sér að hlusta og vera hreinskilinn við sjúklinginn og fjölskyldu hans um sjúkdómsgreininguna og framtíðina. Sjúklingurinn, fjölskyldan og læknateymið taka stundum þátt í þöggunarsamsæri þar sem ekki er viðurkennt að sjúklingurinn er að deyja. Ef það væri eitt orð til að lýsa leyndarmáli góðs eða virðulegs andláts þá væri það samskipti. Við þurfum ekki að vera nálægt endalokum lífsins til að byrja að ræða hverjar óskir okkar séu. Viljum við deyja heima? Skiptir staðurinn máli, svo lengi sem fjölskyldan er til staðar? Viljum við halda lífi hvað sem það kostar – viljum við láta endurlífga okkur? Að vera búin að ræða þessi og önnur mál hjálpar öllum. Til eru margar frásagnir af fjölskyldum sem vissu ekki hvað ástvinur þeirra vildi og þurftu að taka erfiðar ákvarðanir um umönnun hans. Opin samskipti og skilningur á gildum og markmiðum hins deyjandi og fjölskyldu hans stuðla að því að hægt sé að ná markmiðinu um gott og virðulegt andlát. Höfundurinn er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við hugsum sjaldan mikið um eigið andlát fyrr en það er yfirvofandi. Sigmund Freud sagði reyndar að við værum ófær um að ímynda okkur eigið andlát. Jafnvel þó að við vitum og getum ímyndað okkur fráfall einhvers annars, erum við sannfærð um eigin ódauðleika. Fyrir vikið hugsum við lítið sem ekkert um hvernig við viljum að síðustu dagar okkar og stundir verði. Eða jafnvel hvað við þurfum að gera til að tryggja að óskir okkar verði uppfylltar. Fólk talar oft um „gott“ eða „slæmt“ andlát. Fyrir einstaklinginn og fjölskylduna getur verið mismunandi hvað þessi hugtök fela í sér. Ef við spyrjum 50 manns hvað þeim finnist vera gott andlát getum við auðveldlega fengið 50 mismunandi svör. Flestir telja friðsælt og sársaukalaust andlát gott. Slæmt andlát er talið það sem felur í sér ofbeldi, mikinn sársauka, pyntingar, að deyja einn, að halda lífi gegn vilja sínum, að missa reisn og að geta ekki gefið óskir sínar til kynna. Enginn vill að fólk þjáist þegar dauðinn er í nánd. Miklar þjáningar geta verið áfall fyrir þann deyjandi, fjölskyldu hans sem og heilbrigðisstarfsfólk. Það sem maður velur sem gott andlát er huglægt og ætti þar af leiðandi að byggjast á óskum og þörfum einstaklingsins. Í vísindagreininni Defining a Good Death (Successful Dying): Literature Review and a Call for Research and Public Dialogue frá árinu 2016 eru teknar saman rannsóknir á því hvað sé gott andlát. Rannsakendur fundu alls 11 þemu sem tengdust því markmiði. Þrjú meginþemu hjá öllum hlutaðeigandi s.s. hinum deyjandi, ástvinum hans og heilbrigðisstarfsmönnum eru: 1) Að geta gefið óskir sínar til kynna um hvar, hvenær og hvernig þeir vilja deyja og ræða og undirbúa útförina (94%); 2) Að vera án sársauka og fá góða meðhöndlun verkja og einkenna (81%); og 3) Tilfinningaleg vellíðan, sem felur m.a. í sér að geta fengið tilfinningalegan stuðning og hafa tækifæri til að ræða merkingu dauðans (64%). Fjögur önnur þemu sem fleiri en 50% hlutaðeigandi nefndu eru 1) að upplifa að maður hafi átt gott líf og sætta sig við yfirvofandi andlát; 2) Meðferðarval s.s. að lengja ekki líf, að hafa tilfinningu um stjórn á meðferðarvali og að geta fengið dánaraðstoð; 3) Reisn, sem felur í sér að vera virtur sem einstaklingur og viðhalda sjálfstæði sínu; og 4) Fjölskyldan s.s. að upplifa stuðning fjölskyldunnar, að hún sætti sig við og undirbúi sig fyrir andlát ástvinarins. Rannsóknin sýnir að deyjandi fólk vill hafa val í meðferðum við lífslok, vera meðhöndlað með reisn, eiga í góðu sambandi við lækna og geta kvatt fjölskylduna. Mikilvægt er því að hinn deyjandi, aðstandendur og fagfólk vinni saman til að ná sem bestum árangri fyrir sjúklinginn. Silla Páls Því miður fá ekki allir deyjandi virðulegt andlát. Dæmi um það er að ákvarðanir eru oft teknar einhliða án tillits til þess hvað sjúklingurinn vill eða þarfnast. Annað dæmi er þegar deyjandi sjúklingi er haldið sofandi og fær sterk verkjalyf oft svo dögum eða jafnvel vikum skiptir án þess að það sé rætt við hann. Virðulegt andlát felur í sér að hlusta og vera hreinskilinn við sjúklinginn og fjölskyldu hans um sjúkdómsgreininguna og framtíðina. Sjúklingurinn, fjölskyldan og læknateymið taka stundum þátt í þöggunarsamsæri þar sem ekki er viðurkennt að sjúklingurinn er að deyja. Ef það væri eitt orð til að lýsa leyndarmáli góðs eða virðulegs andláts þá væri það samskipti. Við þurfum ekki að vera nálægt endalokum lífsins til að byrja að ræða hverjar óskir okkar séu. Viljum við deyja heima? Skiptir staðurinn máli, svo lengi sem fjölskyldan er til staðar? Viljum við halda lífi hvað sem það kostar – viljum við láta endurlífga okkur? Að vera búin að ræða þessi og önnur mál hjálpar öllum. Til eru margar frásagnir af fjölskyldum sem vissu ekki hvað ástvinur þeirra vildi og þurftu að taka erfiðar ákvarðanir um umönnun hans. Opin samskipti og skilningur á gildum og markmiðum hins deyjandi og fjölskyldu hans stuðla að því að hægt sé að ná markmiðinu um gott og virðulegt andlát. Höfundurinn er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun