Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 09:41 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar. Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar.
Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent