700 hjálmar Indriði Ingi Stefánsson skrifar 6. júní 2023 07:00 Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun