Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands? Örn Karlsson skrifar 9. júní 2023 12:30 Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar