Það er töluverður aldursmunur á parinu, Bill Murray er 72 ára en Kelis er 43 ára, eða rétt tæplega þrjátíu ár.
Nýlega sást til Murray á tónleikum Kelis á the Mighty Hoopla hátíðinni í Lundúnum. Baksviðs náðust síðan myndir af parinu í góðum gír.
Bill Murray and Kelis are reportedly dating: https://t.co/vEKKPeBgPM pic.twitter.com/zclXHxzjUt
— CONSEQUENCE (@consequence) June 8, 2023
Samkvæmt heimildarmönnum slúðurmiðla Vestanhafs kynntist parið nýverið í Bandaríkjunum og kviknuðu þá neistar milli þeirra.
Þau deila þeirri hræðilegu lífsreynslu að hafa misst maka. Eiginmaður Kelis, ljósmyndarinn Mike Mora, lést aðeins 37 ára gamall í fyrra eftir marga mánaða baráttu við magakrabbamein. Þá lést hin 54 ára Jennifer Butler, búningahönnuður og eiginkona Murray til 25 ára, skyndilega árið 2021.