Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2023 11:49 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að mörg handtök þurfi til að koma hýsunum í gagnið. Vísir/Arnar/Vilhelm Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum. Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent