Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 14. júní 2023 08:00 Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun