Skoðun

Fjár­mála­ráð­herra ber fulla á­byrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.

Á hverj­um tíma fer Banka­sýsl­an með eign­ar­hlut rík­is­ins í bönk­un­um. Það felst í eft­ir­liti með fram­kvæmd eig­enda­stefnu rík­is­ins og að fara með at­kvæði rík­is­sjóðs á hlut­hafa­fund­um. Þannig er sköpuð arms­lengd frá fjár­málaráðherra sem hand­hafa hlut­bréfa rík­is­ins í Íslands­banka. Arms­lengd­in nær alls ekki til sölu á eign­ar­hluta rík­is­ins, enda seldi fjár­málaráðherra hluta­bréf­in í Íslands­banka, eng­inn ann­ar.

Á ábyrgð fjár­málaráðherra var að tryggja að all­ur und­ir­bún­ing­ur á söl­unni væri þannig að lög yrðu ekki brot­in og ekki síst að hann sem fjár­málaráðherra bryti ekki lög sem selj­andi rík­is­bank­ans. Hvor­ugt var gert.

Fjár­málaráðherra stóð þannig að söl­unni að hann seldi föður sín­um hlut og vissi ekki hverj­um hann var að selja, að eig­in sögn. Ekki virt­ist gerð krafa um upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur þeirra fé­laga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðar­eig­anda, sem sel­ur íbúð sína, ber laga­skylda til að fá upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur fé­laga sem vilja kaupa íbúð hans.

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabanka (FME) rann­sakaði ein­ung­is aðkomu Íslands­banka að söl­unni, ekki ábyrgð fjár­málaráðherra. Sekt­in, 1,2 millj­arða króna, er merki um að mikið sé að í yf­ir­stjórn bank­ans. Það er á ábyrgð eig­anda.

Ég hef unnið í FME, efna­hags­brota­deild og hjá tveim­ur nor­ræn­um stór­bönk­um og aldrei kynnst öðru eins. FME seg­ir í sátt­inni að fram­kvæmd Íslands­banka hafi verið áfátt í flest­um skref­um útboðsins og fól hún í sér víðtæk og al­var­leg brot bank­ans á skyld­um sam­kvæmt lög­um. Slík­ir ann­mark­ar bendi til þess að áhættu­menn­ing og stjórn­ar­hætt­ir bank­ans hafi ekki upp­fyllt þær kröf­ur sem gerðar eru með lög­um og regl­um, né innri regl­um og verklagi. FME tel­ur að stjórn og banka­stjóri hafi ekki tryggt að bank­inn starfaði í sam­ræmi við lög sem um starf­sem­ina gilda eða að innri regl­um bank­ans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og banka­stjóri ekki inn­leitt stjórn­ar­hætti og innra eft­ir­lit sem trygg­ir skil­virka og var­færna stjórn­un.

Bank­inn villti um fyr­ir Banka­sýsl­unni, viðskipta­vin­ir voru rang­lega flokkaðir sem fag­fjár­fest­ar, grein­ing á hags­muna­árekstr­um vegna kaupa starfs­manna var ekki gerð, yfir 160 sím­töl voru ekki hljóðrituð, viðskipta­vin­ir voru hvatt­ir til að skrá sig sem fag­fjár­festa og þeir rang­lega upp­lýst­ir að lág­marks­boð væri 20 millj­ón­ir króna. Lægsta sal­an var á 1,1 millj­ón króna.

Upp­lýsa þarf nú að fullu um hvernig fjár­málaráðherra stóð að söl­unni á Íslands­banka. Það verður ein­ung­is gert með rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Ljóst er að ekki ein­ung­is stjórn og banka­stjóri þurfa að víkja held­ur einnig fjár­málaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á söl­unni.

Höf­und­ur er þingmaður fyr­ir Flokk fólks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×