Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2023 22:22 Járnabindingarflokkur hefur verið að störfum við undirstöðurnar undanfarna daga. Stefnt er að því að steypt verði á föstudag. Einar Árnason Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. Í fréttum Stöðvar 2 voru rifjaðar upp myndirnar af því þegar vindmyllurnar í Þykkvabæ voru felldar í fyrra. Sú fyrri féll í janúar og sú seinni í september en fyrirtækið sem reisti þær upphaflega, Biokraft, var þá orðið gjaldþrota. Seinni vindmyllan var felld síðastliðið haust.Stöð 2/skjáskot Þótt vindmyllurnar féllu stóðu undirstöðurnar eftir. Fyrirtæki sem tók yfir eignir þrotabúsins, Háblær, er núna að lagfæra undirstöðurnar og er fyrirhugað að nýjar vindmyllur rísi á þeim í september, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, stjórnarformanns Háblæs. Hann segir nýju vindmyllurnar verða sex metrum lægri en þær gömlu og með jafnstórum spöðum en þó fimmtíu prósent aflmeiri vegna nýrrar tækni, eða 1,8 megavött meðan þær gömlu voru 1,2 megavött. Nýjar vindmyllur í Þykkvabæ verða sex metrum lægri en þær sem áður stóðu.Einar Árnason Sveitarstjórn Rangárþings ytra lét gera viðhorfskönnun í maímánuði meðal íbúa Þykkvabæjar þar sem fram kom að sextíu prósent sögðust andvíg nýjum vindmyllum. Könnunin var þó hvorki ráðgefandi né bindandi á nokkurn hátt fyrir sveitarstjórn, að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar, oddvita Rangárþings ytra. „En við munum auðvitað taka tillit til þessarar niðurstöðu. Það virðist vera eins og tveir af hverjum þremur sem búa þarna næst séu andvígir,“ segir oddvitinn. En hvernig skýrir hann andstöðu Þykkbæinga við nýjar vindmyllur? Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason „Fólki finnst þetta bara of nálægt og hávaðamengun og svo framvegis. Ég hef svo sem ekki krufið það neitt sérstaklega,“ segir Eggert. Vart verður séð hvernig sveitarstjórnin hyggst úr þessu taka tillit til andstöðunnar því hún er þegar búin að veita byggingarleyfi fyrir nýjum vindmyllum. Oddvitinn bendir þó á að stjórnsýslukæra sé óáfgreidd í kerfinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að nýjar vindmyllur þyrftu ekki nýtt umhverfismat. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. En eins og staðan er í dag þá er verið að gera þetta á grundvelli gilds deiliskipulags,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vindorka Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. 4. júlí 2023 11:20 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru rifjaðar upp myndirnar af því þegar vindmyllurnar í Þykkvabæ voru felldar í fyrra. Sú fyrri féll í janúar og sú seinni í september en fyrirtækið sem reisti þær upphaflega, Biokraft, var þá orðið gjaldþrota. Seinni vindmyllan var felld síðastliðið haust.Stöð 2/skjáskot Þótt vindmyllurnar féllu stóðu undirstöðurnar eftir. Fyrirtæki sem tók yfir eignir þrotabúsins, Háblær, er núna að lagfæra undirstöðurnar og er fyrirhugað að nýjar vindmyllur rísi á þeim í september, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, stjórnarformanns Háblæs. Hann segir nýju vindmyllurnar verða sex metrum lægri en þær gömlu og með jafnstórum spöðum en þó fimmtíu prósent aflmeiri vegna nýrrar tækni, eða 1,8 megavött meðan þær gömlu voru 1,2 megavött. Nýjar vindmyllur í Þykkvabæ verða sex metrum lægri en þær sem áður stóðu.Einar Árnason Sveitarstjórn Rangárþings ytra lét gera viðhorfskönnun í maímánuði meðal íbúa Þykkvabæjar þar sem fram kom að sextíu prósent sögðust andvíg nýjum vindmyllum. Könnunin var þó hvorki ráðgefandi né bindandi á nokkurn hátt fyrir sveitarstjórn, að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar, oddvita Rangárþings ytra. „En við munum auðvitað taka tillit til þessarar niðurstöðu. Það virðist vera eins og tveir af hverjum þremur sem búa þarna næst séu andvígir,“ segir oddvitinn. En hvernig skýrir hann andstöðu Þykkbæinga við nýjar vindmyllur? Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason „Fólki finnst þetta bara of nálægt og hávaðamengun og svo framvegis. Ég hef svo sem ekki krufið það neitt sérstaklega,“ segir Eggert. Vart verður séð hvernig sveitarstjórnin hyggst úr þessu taka tillit til andstöðunnar því hún er þegar búin að veita byggingarleyfi fyrir nýjum vindmyllum. Oddvitinn bendir þó á að stjórnsýslukæra sé óáfgreidd í kerfinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að nýjar vindmyllur þyrftu ekki nýtt umhverfismat. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. En eins og staðan er í dag þá er verið að gera þetta á grundvelli gilds deiliskipulags,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vindorka Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. 4. júlí 2023 11:20 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. 4. júlí 2023 11:20
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45
Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46