„Ég finn fyrir miklum kvíða“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 23:26 Hús Þorgerðar hefur orðið fyrir skemmdum vegna skjálftanna en hún sjálf upplifir mikið óöryggi og kvíða vegna þeirra. Samsett/Einar Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Fréttastofa ræddi við Þorgerði Herdísi Elíasdóttur, Grindvíking, sem hefur fengið sig fullsadda af skjálftunum á svæðinu. Hún segir fleiri íbúa Grindavíkur upplifa sama óöryggi. Klippa: Skjálftarnir valdi kvíða og óöryggi Geturðu aðeins sagt okkur frá þessu ástandi sem er búið að vera síðasta sólarhringinn og hvernig þú hefur fundið fyrir því? „Ég hef fundið svolítið mikið fyrir því, núna síðan í gærkvöldi. Þá kom þessi fyrsti sem ég fann. Mér var svona illa brugðið vegna þess að ég hugsaði bara ég er ekki að nenna þessu einu sinni enn. Svo var þetta í nótt og þetta var í morgun.“ „En mér fannst þeir vera svo skrítnir núna, mér fannst þeir vera allt öðruvísi. Þetta voru ekki svona högg heldur var þetta eins og húsið ruggaði allt. Þetta var mjög skrítið,“ segir hún. „Verð ég hérna í haust?“ Þorgerður segir skjálftana ekki venjast og í fyrra hafi steinsteypa sprungið utan af húsi hennar vegna skjálftanna. Hún hafi ætlað að láta gera við sprungurnar en veltir fyrir sér hvort það þýði eitthvað á meðan ástandið er svona. Er þetta eitthvað sem venst? „Ég get aldrei vanist þessu,“ segir hún og bætir við að þetta sé „alltaf jafn óþægilegt.“ „Þó þetta standi í hvert skipti bara í örfáar sekúndur þá finnst mér þetta alltaf standa mjög lengi.“ Hús Þorgerðar er illa leikið eftir skjálftana sem hafa riðið yfir á Reykjanesskaga undanfarin tvö ár.Vísir/Einar Þetta er búið að hafa mikil áhrif. Geturðu sagt okkur frá þessum skemmdum? „Það var fyrir fyrra gosið, þá gekk nú mikið á hérna. Þá voru að losna úr veggnum hérna fyrir neðan steypuklumpar, þeir bara hrundu úr. Þannig það eru bara holur eftir. Ég ætla að fara að láta gera við þetta, ég er búin að fá tilboð í þetta núna í haust,“ segir hún. „En svo er ég farin að hugsa þýðir það eitthvað? Verð ég hérna í haust? Hvernig verður þetta umhverfi í haust? Ég veit það ekki.“ Á erfitt með svefn og finnur fyrir kvíða Þorgerður segist finna fyrir kvíða og óöryggi vegna ástandsins. Henni líði illa þegar hún er ekki heima hjá sér af því þá óttist hún um heimilið og þegar hún er heima hjá sér er hún milli vonar og ótta að bíða eftir næsta hristingi. Finnurðu fyrir kvíða vegna þessa ástands? „Ég finn fyrir miklum kvíða. Þetta er svo skrítin tilfinning. ég veit ekki hvort eigi að kalla þetta hræðslu en mér finnst svo mikið óöryggi. Mér líður illa þegar ég er ekki heima af því þá veit ég ekki hvað er að ske á heimilinu mínu. Og mér líður líka illa heima hjá mér af því þá er ég alltaf að bíða eftir þessum hristing,“ segir hún. Þorgerður finnur fyrir kvíða og óryggi og á erfitt með svefn vegna skjálftanna.Vísir/Einar Þú sagði mér áðan að þú ættir erfitt með að sofa. „Ég á mjög erfitt með að sofa. Þegar þetta er að vekja mig, þessi skjálftar, þá er ég bara ekkert að sofna aftur næstu klukkutímana,“ segir hún. Heldurðu að það séu margir bæjarbúar að upplifa þetta? „Já, ég veit um þó nokkra sem líður eins og mér líður. Það er þetta óöryggi, þessi hræðsla og þessi vonda tilfinning. Þessi vonda spenna sem kemur í mann er virkilega vond. Ykkur finnst þetta þá ekki spennandi aðstæður? „Nei, ég vildi svo vera laus við þetta.“ „Þá vil ég að þetta fari að gubbast upp fljótlega“ Þorgerður er ekki svo viss að það fari að gjósa strax næstu vikuna. En það muni þó gerast innan ekki svo langs tíma. Hún segir það í góðu lagi að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Þorgerður ræðir við fréttamann Stöðvar 2 um skjálftanaVísir/Einar Áttu von á því að það byrji að gjósa hvað úr hverju? „Ekkert endilega strax. En ég held að það gerist innan ekkert langs tíma. Svona miðað við hvað við höfum þurft að hristast mikið áður en það gaus í hin skiptin þá er ég ekkert endilega viss um að það gerist eitthvað næstu vikuna,“ segir hún. Heldurðu að þú munir finna fyrir ákveðnum létti þegar það byrjar að gjósa? „Ef að skjálftarnir hætta sem þeir hafa gert í hin skiptin,“ segir hún. „Svo lengi sem þetta er ekki hérna nær okkur. Ef þetta kemur á óskastaðnum þarna eins og síðast og þarsíðast þá er þetta í góðu lagi. Þá vil ég að þetta fari að gubbast upp fljótlega.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þorgerði Herdísi Elíasdóttur, Grindvíking, sem hefur fengið sig fullsadda af skjálftunum á svæðinu. Hún segir fleiri íbúa Grindavíkur upplifa sama óöryggi. Klippa: Skjálftarnir valdi kvíða og óöryggi Geturðu aðeins sagt okkur frá þessu ástandi sem er búið að vera síðasta sólarhringinn og hvernig þú hefur fundið fyrir því? „Ég hef fundið svolítið mikið fyrir því, núna síðan í gærkvöldi. Þá kom þessi fyrsti sem ég fann. Mér var svona illa brugðið vegna þess að ég hugsaði bara ég er ekki að nenna þessu einu sinni enn. Svo var þetta í nótt og þetta var í morgun.“ „En mér fannst þeir vera svo skrítnir núna, mér fannst þeir vera allt öðruvísi. Þetta voru ekki svona högg heldur var þetta eins og húsið ruggaði allt. Þetta var mjög skrítið,“ segir hún. „Verð ég hérna í haust?“ Þorgerður segir skjálftana ekki venjast og í fyrra hafi steinsteypa sprungið utan af húsi hennar vegna skjálftanna. Hún hafi ætlað að láta gera við sprungurnar en veltir fyrir sér hvort það þýði eitthvað á meðan ástandið er svona. Er þetta eitthvað sem venst? „Ég get aldrei vanist þessu,“ segir hún og bætir við að þetta sé „alltaf jafn óþægilegt.“ „Þó þetta standi í hvert skipti bara í örfáar sekúndur þá finnst mér þetta alltaf standa mjög lengi.“ Hús Þorgerðar er illa leikið eftir skjálftana sem hafa riðið yfir á Reykjanesskaga undanfarin tvö ár.Vísir/Einar Þetta er búið að hafa mikil áhrif. Geturðu sagt okkur frá þessum skemmdum? „Það var fyrir fyrra gosið, þá gekk nú mikið á hérna. Þá voru að losna úr veggnum hérna fyrir neðan steypuklumpar, þeir bara hrundu úr. Þannig það eru bara holur eftir. Ég ætla að fara að láta gera við þetta, ég er búin að fá tilboð í þetta núna í haust,“ segir hún. „En svo er ég farin að hugsa þýðir það eitthvað? Verð ég hérna í haust? Hvernig verður þetta umhverfi í haust? Ég veit það ekki.“ Á erfitt með svefn og finnur fyrir kvíða Þorgerður segist finna fyrir kvíða og óöryggi vegna ástandsins. Henni líði illa þegar hún er ekki heima hjá sér af því þá óttist hún um heimilið og þegar hún er heima hjá sér er hún milli vonar og ótta að bíða eftir næsta hristingi. Finnurðu fyrir kvíða vegna þessa ástands? „Ég finn fyrir miklum kvíða. Þetta er svo skrítin tilfinning. ég veit ekki hvort eigi að kalla þetta hræðslu en mér finnst svo mikið óöryggi. Mér líður illa þegar ég er ekki heima af því þá veit ég ekki hvað er að ske á heimilinu mínu. Og mér líður líka illa heima hjá mér af því þá er ég alltaf að bíða eftir þessum hristing,“ segir hún. Þorgerður finnur fyrir kvíða og óryggi og á erfitt með svefn vegna skjálftanna.Vísir/Einar Þú sagði mér áðan að þú ættir erfitt með að sofa. „Ég á mjög erfitt með að sofa. Þegar þetta er að vekja mig, þessi skjálftar, þá er ég bara ekkert að sofna aftur næstu klukkutímana,“ segir hún. Heldurðu að það séu margir bæjarbúar að upplifa þetta? „Já, ég veit um þó nokkra sem líður eins og mér líður. Það er þetta óöryggi, þessi hræðsla og þessi vonda tilfinning. Þessi vonda spenna sem kemur í mann er virkilega vond. Ykkur finnst þetta þá ekki spennandi aðstæður? „Nei, ég vildi svo vera laus við þetta.“ „Þá vil ég að þetta fari að gubbast upp fljótlega“ Þorgerður er ekki svo viss að það fari að gjósa strax næstu vikuna. En það muni þó gerast innan ekki svo langs tíma. Hún segir það í góðu lagi að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Þorgerður ræðir við fréttamann Stöðvar 2 um skjálftanaVísir/Einar Áttu von á því að það byrji að gjósa hvað úr hverju? „Ekkert endilega strax. En ég held að það gerist innan ekkert langs tíma. Svona miðað við hvað við höfum þurft að hristast mikið áður en það gaus í hin skiptin þá er ég ekkert endilega viss um að það gerist eitthvað næstu vikuna,“ segir hún. Heldurðu að þú munir finna fyrir ákveðnum létti þegar það byrjar að gjósa? „Ef að skjálftarnir hætta sem þeir hafa gert í hin skiptin,“ segir hún. „Svo lengi sem þetta er ekki hérna nær okkur. Ef þetta kemur á óskastaðnum þarna eins og síðast og þarsíðast þá er þetta í góðu lagi. Þá vil ég að þetta fari að gubbast upp fljótlega.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira