Aðeins þau sterku lifa af, ef svo, hver eru þau? Ástþór Ólafsson skrifar 8. júlí 2023 15:02 Við þekkjum öll umræðuna – aðeins þau sterku lifa af. Þetta hefur verið viðloðandi í samfélögum og nokkuð eftirsóknarverð birtingarmynd að vera þau sem eru sterk og lifa af. Þau sem eru sterk og lifa af hafa verið skilgreind út frá vestrænu samfélagi sem annað hvort gáfaðar mannverur sem mennta sig og geta þar af leiðandi útvegað sér atvinnu og þau sem eru efnislega sterk og geta lifað af hverjar þær samfélagsbreytingar. Að vera gáfuð eða eiga ofgnótt af fjármunum er gott dæmi um þau sem eru sterk og lifa af. Samhliða þessu hefur menningin bæði út frá bókmenntum og tónlist ýtt undir þessa merkingu. Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche sagði: „What doesn ´t kill you only makes you stronger“ eða „Það sem drepur þig ekki styrkir þig“ (Nietzsche, Ludovici og Furness, 2007). Þessi lína hefur verið flutt af tónlistarmönnum eins og Scarface og kanye West s.d. í lögum eins og „Rain“ (Chamillionaire ásamt Scarface) og „Stronger“ (Kanye West). Þar af leiðandi er stöðugt verið að minna okkur á að aðeins þau sterku lifa af. Alveg síðan að ég heyrði þetta, óháð Nietzsche, Scarface eða Kanye West, ef ég, verið að velta fyrir mér hver eru þau sterku sem lifa af og hvað þarf að eiga sér stað til að þau séu túlkuð sterkust? Til viðbótar hver er þróunin og hvernig horfir þetta við nútímanum? Þróunarkenningin og félagslegur Darwinismi Til að glöggva sig betur á þessu þarf að fara aftur um 170 ár eða svo til að skoða líffræðinginn Charles Darwin (1809-1882) en hann setti fram þróunarkenninguna (e. Theory of Evolution). Sú kenning byggir á athugun Darwin á dýrum, löndum og svæðum og taldi hann að þróunar eiginleikar dýranna væri 300.000 milljón ára gamlir. Hann var að skoða hvernig dýrin væru búin að þróast í gegnum steinöld, bronsöld, járnöld o.s.frv. Að dýr eins og ljón, fílar, skordýr eins og býflugur og plöntur sem væru enn að frjóvgast og væru til staðar í dag, væri merki um hver væru þau aðlögunarfærust enda búin að takast á við miklar breytingar í þróunarsögu náttúrunnar. Frá þessu kemur „Only the fittest will survive“ eða „Aðeins þau sterku lifa af“ sem er hugmynd líffræðingsins Herbert Spencer (1820-1903) en hann var með þessu að vísa í hugmynd Darwin í náttúrulögmálinu varðandi lífseig dýr og plöntur (Darwin og Beer, 2008). Fljótlega var þessu snúið við á mannfólkið og á þeim tíma var horft á hver væru þau gáfuðustu eða efnuðustu, að börn þeirra myndu erfa þessa eiginleika til að efla sig í samfélaginu. Þau sem myndu uppfylla þessi skilyrði eru talin vera sterkust enda áttu þau auðveldara með að færa sig um setur í fæðukeðju lífsins þegar kemur að því að lifa af. Félagsfræðingurinn Francis Galton hélt þessu á lofti (1822-1911) og kom með þá hugmynd að ef gáfaða og ríka fólkið myndi eingöngu fjölga sér þá væri hægt að útrýma fátæka fólkinu því þau tilheyra hvorki gáfnafari né efnislegum sterkum forsendum. Að eingöngu gáfað og ríkt fólk myndi berjast um í fæðukeðju lífsins væri áhugavert sjónarhorn. En með þessu þá hefur þessi hugsun verið hagnýtt sem félagslegur Darwinismi til að staðsetja manneskjuna menntalega, menningarlega og fjárhagslega séð í samfélaginu. Þær sem eru gáfaðar eða búa við sterkt fjárhagslegt umhverfi teljast hafa meiri líkur á því að lifa af og verða að sterkari manneskju í samfélaginu en þær sem hafa þetta ekki (Hofstadter, 1944). Aðlögunar Darwinismi Þetta gekk sennilega vel upp á þeim tíma þegar félagslegum Darwinismi varð að veruleika enda þekktist það ekki að annað fólk en gáfað og ríkt myndi geta menntað sig, stundað menningu og lifað sómasamlegu lífi. En hvernig þetta horfir við í dag varpar fram spurningum og setur þessa staðfestu í annað samhengi varðandi hver eru þau sterkustu og lifa af í dag, enda breyttir tímar. En þessu tengt þá setti hugsuðurinn Leon Megginson (1921-2010) fram annað viðhorf með annarri merkingu eða upprunalegu merkingunni. Hann sagði að Darwin hefði sagt á sínum tíma: „It is not the strongest of the species that survive, nor the most intelligent, but the one most responsive to change“ (Megginson, 1963). Þetta mætti þýða sem svo að „Það er ekki þau sterkustu sem lifa af né þau gáfuðustu heldur þau sem geta brugðist vel við breytingum“. Þetta hefur fengið lítið svigrúm enda óneitanlega hljómar tilvísunin ekki sem nægilega sterkur félagslegur Darwinismi. En með þessari tilvísun verður spurningin mun sanngjarnari og réttmætari vegna þess að hvernig við bregðumst við breytingum óháð menningu, menntun og fjárhag segir miklu frekar um hversu sterk við erum heldur en hvort við fæðumst inn í þetta umhverfi og erum þá sjálfkrafa talinn vera sterkari fyrir vikið. Enda lífið orðið mun flóknari í dag heldur en 170 árum eða svo. Enda talaði Nietzsche um í svipuðum dúr (Nietzsche, Ludovici og Furness, 2007) þegar hann sagði: „What doesn ´t kill you only makes you stronger“. Enda var hann að fara í gegnum miklar breytingar í sínu lífi og þurfti að aðlagast nýjum veruleika sem hefði getað dregið úr honum hugrekkið og þorið til að geta tekist á við það sem hafði ekkert með menningu, menntun og fjárhag að gera. Tvö dæmi Til að reyna að skilja þetta betur þá verðum við að setja þetta í dæmi frá tveimur sjónarhornum. Manneskja sem fæðist inn í fjárhagslega sterkt umhverfi og hefur aðgengi að öllum helstu úrræðum til að lifa af og ekki. Sú fyrri getur menntað sig, eflt sig menningarlega, keypt sér hluti og lifað eftir sterkum markaðslögmálum. Engin takmörkun! Á sama tíma er sú seinni sem kemur frá minni fjárhagslega sterku umhverfi sem hefur ekki aðgengi að öllum helstu úrræðum en getur menntað sig og eflt sig menningarlega en nær ekki að lifa eftir eins sterkum markaðslögmálum. Núna eru þessar tvær manneskjur að fara út í lífið og gefum okkur dæmi að báðar stefni á menntaveginn. Sú fyrri hefur þurft að hafa fyrir náminu, æft íþróttir, spilað á hljóðfæri og ekki þurft að hafa áhyggjur af lífinu. Lífið var nokkurn veginn mótað af foreldrum og ættingjum á undan sem bjuggu til lífsskilyrði þannig að hún gat tekið þátt í skólanum, menningu og samfélagsgerðinni með sterkum hætti. Sú síðari á líka erfitt með nám, æft íþróttir ekki geta spilað á hljóðfæri vegna fjármagnsskorts á heimilinu og hefur miklar áhyggjur af framtíðarhorfum sínum. Lífið var ekki mótað heldur í raun og veru stutt á veginn komið í þróun þannig þátttaka í skóla, menningu og í samfélagsgerðinni með skertum hætti. Núna fara þær í framhaldsskóla, sú fyrri hefur afskaplega litlar áhyggjur enda geta foreldrar gripið til ráða ef hlutirnir ganga ekki upp og útvega henni atvinnu með einum eða öðrum hætti. Sú seinni þarf að útvega sér vinnu til að geta mætt þörfum og kröfum lífsins og ef hún fellur á prófum er það undir henni komið að bjarga málunum. Við útskrift úr framhaldsskóla taka þær báðar ákvörðun um að fara í háskóla. Sú fyrri, fær foreldra sína til að styðja við sig fjárhagslega í háskólanáminu en sú seinni þarf að taka námslán eða vinna með náminu til að ná endum saman. Báðar útskrifast úr háskóla og skella sér á vinnumarkaðinn. Sú fyrri fær foreldra eða fólk í hennar nær umhverfi til útvega sér atvinnu með góðum launum á meðan sú seinni þarf að sækja um störf trekk í trekk í vonum um að lenda einu starfi. Hún kemst í starf að lokum en þarf að vinna sig upp til að vera í samræmi við sína menntun. Þarna erum við að tala um tvær manneskjur sem fara sömu leið til að geta útvega sér menntun til að geta tekið þátt í samfélaginu með sterkum hætti. En síðan geta breytingar átt sér stað eins og sú sem kemur frá fjárhagslega sterku umhverfi getur lent í áföllum sem getur riðlað fyrir henni lífsbrautina og þá skiptir máli að geta aðlagast breytingum. Á sama tíma getur sú seinni sem kemur frá minna fjárhagslega sterku umhverfi lent í áföllum sem getur ógnað hennar þroska í lífi og þá skiptir máli að geta aðlagast breytingum. Frá félagslegum Darwinisma að aðlögunar Darwinisma Þar af leiðandi held ég að við séum komin á þann stað að kenning Darwin hefur verið nýtt til að höfða til ákveðins fólks í samfélaginu eða þessi félagslegi Darwinismi. Það eitt og sér er röng nálgun enda var Darwin að skoða hvernig dýr aðlagast breytingum í náttúrulögmálinu þannig að yfirfæra kenningu hans passar við hvernig manneskjan bregst við breytingum í samfélaginu ekki hvort að hún hafi aðgengi að menntun, menningu og fjárhag. Enda finnst mér það vera rökrétt framhald af kenningu Darwin með tilvísun Megginson. Enda samfélagið búið að breytast töluvert þannig að gildi kenningarinnar af félagslegum Darwinisma ekki lengur eins sterkur vísir á hver eru þau sterkustu og lifa af. Síðan að kenningin var beygð og teygð til að ná til ákveðins fólks með skilaboðum um aðeins þau sem koma úr menntarlegu, menningarlegu eða fjárhagslega séð sterku umhverfi geti lifað af, en með þessu er verið að segja að þau séu útvalin. Enda hefur þetta legið í rótum samfélagsins að þau sem koma ekki úr þessu umhverfi eiga minni möguleika á að ná árangri í lífinu. En það er löngu búið að sanna það ef seiglufræðin eru skoðuð til hlítar. En á sama tíma er líka búið að sýna fram á að þegar við hugsum um áföll þá skiptir í raun og veru ekki máli hvort að menning, menntun eða fjárhagur sé sterkur eða ekki. Vegna þess að þunglyndi, kvíði, áfallastreita og aðrar geðrænar áskoranir spyrja ekki um menningu, menntun eða fjárhag heldur hvort að manneskjan geti aðlagast breytingum (Rutter, 1985; Ungar, 2004; Werner og Smith, 2001). Það kemur heim og saman að aðeins þau sterku sem lifa af geti aðlagast breytingum, hljómar betur og er sanngjarnari vísir. Vegna þess að fólkið sem getur aðlagast breytingum er miklu meira það fólk sem stendur uppi sem sterkustu manneskjurnar. Þær hafa þurft að bregðast við ákveðnu atviki/um í sínu lífi, barist fyrir tilveruréttinum sínum sem getur snúið að menntun, menningu eða fjárhag. En eitt vitum við að þau sem fæðast inn í menntunarlega ,menningarlega eða fjárhagslega séð sterkt umhverfi eiga auðveldara með að koma sér áfram, kaup sér fasteign, bíl og annað. Fólkið sem kemur frá skertu umhverfi hvað þetta þrennt varðar og nær árangri í lífinu getur ekki annað en talist vera sterkari í því samhengi enda þurft að aðlagast breytingum í meira mæli. Þarna erum við búin að samræma nútímann við þróunina vegna þess að það fæðast ekki allir inn í menntalega, menningarlega eða fjárhagslega séð sterkt umhverfi en vissulega geta þau sem hafa fæðst inn það umhverfi lent í áföllum sem getur raskað þeirra lífsþroska. En á sama tíma eru margir sem geta komið sér í menntalega, menningarlega eða fjárhagslega séð sterkt umhverfi með því að aðlagast breytingum þannig með þessum forsendum þá byrjum við á jafnari grundvelli enda mannleg breytni einn af lykilþáttum lífsins. Þar með getum við í raun og vera sett félagslegan Darwinisma til hliðar eða dregið af honum ljósið og unnið líka með upprunalegu kenningu Darwin sem er aðlögunar Darwinismi. Þar finnum við frekar þau sem eru sterk og lifa af. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Darwin, C og Beer, G (ritstjóri). (2008). On the Origin of Species, revised edition. Oxford: Oxford University Press. Hofstadter, R (1944).Social Darwinism in American Thought. Boston: Beacon Press. Nietzsche, F (2007). Twilight of the Idols: with The Antichrist and Ecco homo (A.M Ludovici og R. Furness,þýðendur). Ware, Hertfordshire: Wordsworth classics. Megginson, L.C. (1963). Lesson from Europe for American Business. Southwest Social Science Quarterly, 44 (1), bls. 3-4. Rutter, M. (1985). Resilience in the face of adversity. Protective factors and resistance to psychiatric disorder. British Journal of Psychiatry, 147(6), bls. 598-611. Ungar, M. (2004). Nurturing Hidden resilience in Troubled Youth. Toronto: University of Toronto Press. Werner, E.E. og Smith, R.(2001). Journeys from childhood to midlife: Risk, resilience and recovery. London: Cornell University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll umræðuna – aðeins þau sterku lifa af. Þetta hefur verið viðloðandi í samfélögum og nokkuð eftirsóknarverð birtingarmynd að vera þau sem eru sterk og lifa af. Þau sem eru sterk og lifa af hafa verið skilgreind út frá vestrænu samfélagi sem annað hvort gáfaðar mannverur sem mennta sig og geta þar af leiðandi útvegað sér atvinnu og þau sem eru efnislega sterk og geta lifað af hverjar þær samfélagsbreytingar. Að vera gáfuð eða eiga ofgnótt af fjármunum er gott dæmi um þau sem eru sterk og lifa af. Samhliða þessu hefur menningin bæði út frá bókmenntum og tónlist ýtt undir þessa merkingu. Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche sagði: „What doesn ´t kill you only makes you stronger“ eða „Það sem drepur þig ekki styrkir þig“ (Nietzsche, Ludovici og Furness, 2007). Þessi lína hefur verið flutt af tónlistarmönnum eins og Scarface og kanye West s.d. í lögum eins og „Rain“ (Chamillionaire ásamt Scarface) og „Stronger“ (Kanye West). Þar af leiðandi er stöðugt verið að minna okkur á að aðeins þau sterku lifa af. Alveg síðan að ég heyrði þetta, óháð Nietzsche, Scarface eða Kanye West, ef ég, verið að velta fyrir mér hver eru þau sterku sem lifa af og hvað þarf að eiga sér stað til að þau séu túlkuð sterkust? Til viðbótar hver er þróunin og hvernig horfir þetta við nútímanum? Þróunarkenningin og félagslegur Darwinismi Til að glöggva sig betur á þessu þarf að fara aftur um 170 ár eða svo til að skoða líffræðinginn Charles Darwin (1809-1882) en hann setti fram þróunarkenninguna (e. Theory of Evolution). Sú kenning byggir á athugun Darwin á dýrum, löndum og svæðum og taldi hann að þróunar eiginleikar dýranna væri 300.000 milljón ára gamlir. Hann var að skoða hvernig dýrin væru búin að þróast í gegnum steinöld, bronsöld, járnöld o.s.frv. Að dýr eins og ljón, fílar, skordýr eins og býflugur og plöntur sem væru enn að frjóvgast og væru til staðar í dag, væri merki um hver væru þau aðlögunarfærust enda búin að takast á við miklar breytingar í þróunarsögu náttúrunnar. Frá þessu kemur „Only the fittest will survive“ eða „Aðeins þau sterku lifa af“ sem er hugmynd líffræðingsins Herbert Spencer (1820-1903) en hann var með þessu að vísa í hugmynd Darwin í náttúrulögmálinu varðandi lífseig dýr og plöntur (Darwin og Beer, 2008). Fljótlega var þessu snúið við á mannfólkið og á þeim tíma var horft á hver væru þau gáfuðustu eða efnuðustu, að börn þeirra myndu erfa þessa eiginleika til að efla sig í samfélaginu. Þau sem myndu uppfylla þessi skilyrði eru talin vera sterkust enda áttu þau auðveldara með að færa sig um setur í fæðukeðju lífsins þegar kemur að því að lifa af. Félagsfræðingurinn Francis Galton hélt þessu á lofti (1822-1911) og kom með þá hugmynd að ef gáfaða og ríka fólkið myndi eingöngu fjölga sér þá væri hægt að útrýma fátæka fólkinu því þau tilheyra hvorki gáfnafari né efnislegum sterkum forsendum. Að eingöngu gáfað og ríkt fólk myndi berjast um í fæðukeðju lífsins væri áhugavert sjónarhorn. En með þessu þá hefur þessi hugsun verið hagnýtt sem félagslegur Darwinismi til að staðsetja manneskjuna menntalega, menningarlega og fjárhagslega séð í samfélaginu. Þær sem eru gáfaðar eða búa við sterkt fjárhagslegt umhverfi teljast hafa meiri líkur á því að lifa af og verða að sterkari manneskju í samfélaginu en þær sem hafa þetta ekki (Hofstadter, 1944). Aðlögunar Darwinismi Þetta gekk sennilega vel upp á þeim tíma þegar félagslegum Darwinismi varð að veruleika enda þekktist það ekki að annað fólk en gáfað og ríkt myndi geta menntað sig, stundað menningu og lifað sómasamlegu lífi. En hvernig þetta horfir við í dag varpar fram spurningum og setur þessa staðfestu í annað samhengi varðandi hver eru þau sterkustu og lifa af í dag, enda breyttir tímar. En þessu tengt þá setti hugsuðurinn Leon Megginson (1921-2010) fram annað viðhorf með annarri merkingu eða upprunalegu merkingunni. Hann sagði að Darwin hefði sagt á sínum tíma: „It is not the strongest of the species that survive, nor the most intelligent, but the one most responsive to change“ (Megginson, 1963). Þetta mætti þýða sem svo að „Það er ekki þau sterkustu sem lifa af né þau gáfuðustu heldur þau sem geta brugðist vel við breytingum“. Þetta hefur fengið lítið svigrúm enda óneitanlega hljómar tilvísunin ekki sem nægilega sterkur félagslegur Darwinismi. En með þessari tilvísun verður spurningin mun sanngjarnari og réttmætari vegna þess að hvernig við bregðumst við breytingum óháð menningu, menntun og fjárhag segir miklu frekar um hversu sterk við erum heldur en hvort við fæðumst inn í þetta umhverfi og erum þá sjálfkrafa talinn vera sterkari fyrir vikið. Enda lífið orðið mun flóknari í dag heldur en 170 árum eða svo. Enda talaði Nietzsche um í svipuðum dúr (Nietzsche, Ludovici og Furness, 2007) þegar hann sagði: „What doesn ´t kill you only makes you stronger“. Enda var hann að fara í gegnum miklar breytingar í sínu lífi og þurfti að aðlagast nýjum veruleika sem hefði getað dregið úr honum hugrekkið og þorið til að geta tekist á við það sem hafði ekkert með menningu, menntun og fjárhag að gera. Tvö dæmi Til að reyna að skilja þetta betur þá verðum við að setja þetta í dæmi frá tveimur sjónarhornum. Manneskja sem fæðist inn í fjárhagslega sterkt umhverfi og hefur aðgengi að öllum helstu úrræðum til að lifa af og ekki. Sú fyrri getur menntað sig, eflt sig menningarlega, keypt sér hluti og lifað eftir sterkum markaðslögmálum. Engin takmörkun! Á sama tíma er sú seinni sem kemur frá minni fjárhagslega sterku umhverfi sem hefur ekki aðgengi að öllum helstu úrræðum en getur menntað sig og eflt sig menningarlega en nær ekki að lifa eftir eins sterkum markaðslögmálum. Núna eru þessar tvær manneskjur að fara út í lífið og gefum okkur dæmi að báðar stefni á menntaveginn. Sú fyrri hefur þurft að hafa fyrir náminu, æft íþróttir, spilað á hljóðfæri og ekki þurft að hafa áhyggjur af lífinu. Lífið var nokkurn veginn mótað af foreldrum og ættingjum á undan sem bjuggu til lífsskilyrði þannig að hún gat tekið þátt í skólanum, menningu og samfélagsgerðinni með sterkum hætti. Sú síðari á líka erfitt með nám, æft íþróttir ekki geta spilað á hljóðfæri vegna fjármagnsskorts á heimilinu og hefur miklar áhyggjur af framtíðarhorfum sínum. Lífið var ekki mótað heldur í raun og veru stutt á veginn komið í þróun þannig þátttaka í skóla, menningu og í samfélagsgerðinni með skertum hætti. Núna fara þær í framhaldsskóla, sú fyrri hefur afskaplega litlar áhyggjur enda geta foreldrar gripið til ráða ef hlutirnir ganga ekki upp og útvega henni atvinnu með einum eða öðrum hætti. Sú seinni þarf að útvega sér vinnu til að geta mætt þörfum og kröfum lífsins og ef hún fellur á prófum er það undir henni komið að bjarga málunum. Við útskrift úr framhaldsskóla taka þær báðar ákvörðun um að fara í háskóla. Sú fyrri, fær foreldra sína til að styðja við sig fjárhagslega í háskólanáminu en sú seinni þarf að taka námslán eða vinna með náminu til að ná endum saman. Báðar útskrifast úr háskóla og skella sér á vinnumarkaðinn. Sú fyrri fær foreldra eða fólk í hennar nær umhverfi til útvega sér atvinnu með góðum launum á meðan sú seinni þarf að sækja um störf trekk í trekk í vonum um að lenda einu starfi. Hún kemst í starf að lokum en þarf að vinna sig upp til að vera í samræmi við sína menntun. Þarna erum við að tala um tvær manneskjur sem fara sömu leið til að geta útvega sér menntun til að geta tekið þátt í samfélaginu með sterkum hætti. En síðan geta breytingar átt sér stað eins og sú sem kemur frá fjárhagslega sterku umhverfi getur lent í áföllum sem getur riðlað fyrir henni lífsbrautina og þá skiptir máli að geta aðlagast breytingum. Á sama tíma getur sú seinni sem kemur frá minna fjárhagslega sterku umhverfi lent í áföllum sem getur ógnað hennar þroska í lífi og þá skiptir máli að geta aðlagast breytingum. Frá félagslegum Darwinisma að aðlögunar Darwinisma Þar af leiðandi held ég að við séum komin á þann stað að kenning Darwin hefur verið nýtt til að höfða til ákveðins fólks í samfélaginu eða þessi félagslegi Darwinismi. Það eitt og sér er röng nálgun enda var Darwin að skoða hvernig dýr aðlagast breytingum í náttúrulögmálinu þannig að yfirfæra kenningu hans passar við hvernig manneskjan bregst við breytingum í samfélaginu ekki hvort að hún hafi aðgengi að menntun, menningu og fjárhag. Enda finnst mér það vera rökrétt framhald af kenningu Darwin með tilvísun Megginson. Enda samfélagið búið að breytast töluvert þannig að gildi kenningarinnar af félagslegum Darwinisma ekki lengur eins sterkur vísir á hver eru þau sterkustu og lifa af. Síðan að kenningin var beygð og teygð til að ná til ákveðins fólks með skilaboðum um aðeins þau sem koma úr menntarlegu, menningarlegu eða fjárhagslega séð sterku umhverfi geti lifað af, en með þessu er verið að segja að þau séu útvalin. Enda hefur þetta legið í rótum samfélagsins að þau sem koma ekki úr þessu umhverfi eiga minni möguleika á að ná árangri í lífinu. En það er löngu búið að sanna það ef seiglufræðin eru skoðuð til hlítar. En á sama tíma er líka búið að sýna fram á að þegar við hugsum um áföll þá skiptir í raun og veru ekki máli hvort að menning, menntun eða fjárhagur sé sterkur eða ekki. Vegna þess að þunglyndi, kvíði, áfallastreita og aðrar geðrænar áskoranir spyrja ekki um menningu, menntun eða fjárhag heldur hvort að manneskjan geti aðlagast breytingum (Rutter, 1985; Ungar, 2004; Werner og Smith, 2001). Það kemur heim og saman að aðeins þau sterku sem lifa af geti aðlagast breytingum, hljómar betur og er sanngjarnari vísir. Vegna þess að fólkið sem getur aðlagast breytingum er miklu meira það fólk sem stendur uppi sem sterkustu manneskjurnar. Þær hafa þurft að bregðast við ákveðnu atviki/um í sínu lífi, barist fyrir tilveruréttinum sínum sem getur snúið að menntun, menningu eða fjárhag. En eitt vitum við að þau sem fæðast inn í menntunarlega ,menningarlega eða fjárhagslega séð sterkt umhverfi eiga auðveldara með að koma sér áfram, kaup sér fasteign, bíl og annað. Fólkið sem kemur frá skertu umhverfi hvað þetta þrennt varðar og nær árangri í lífinu getur ekki annað en talist vera sterkari í því samhengi enda þurft að aðlagast breytingum í meira mæli. Þarna erum við búin að samræma nútímann við þróunina vegna þess að það fæðast ekki allir inn í menntalega, menningarlega eða fjárhagslega séð sterkt umhverfi en vissulega geta þau sem hafa fæðst inn það umhverfi lent í áföllum sem getur raskað þeirra lífsþroska. En á sama tíma eru margir sem geta komið sér í menntalega, menningarlega eða fjárhagslega séð sterkt umhverfi með því að aðlagast breytingum þannig með þessum forsendum þá byrjum við á jafnari grundvelli enda mannleg breytni einn af lykilþáttum lífsins. Þar með getum við í raun og vera sett félagslegan Darwinisma til hliðar eða dregið af honum ljósið og unnið líka með upprunalegu kenningu Darwin sem er aðlögunar Darwinismi. Þar finnum við frekar þau sem eru sterk og lifa af. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Darwin, C og Beer, G (ritstjóri). (2008). On the Origin of Species, revised edition. Oxford: Oxford University Press. Hofstadter, R (1944).Social Darwinism in American Thought. Boston: Beacon Press. Nietzsche, F (2007). Twilight of the Idols: with The Antichrist and Ecco homo (A.M Ludovici og R. Furness,þýðendur). Ware, Hertfordshire: Wordsworth classics. Megginson, L.C. (1963). Lesson from Europe for American Business. Southwest Social Science Quarterly, 44 (1), bls. 3-4. Rutter, M. (1985). Resilience in the face of adversity. Protective factors and resistance to psychiatric disorder. British Journal of Psychiatry, 147(6), bls. 598-611. Ungar, M. (2004). Nurturing Hidden resilience in Troubled Youth. Toronto: University of Toronto Press. Werner, E.E. og Smith, R.(2001). Journeys from childhood to midlife: Risk, resilience and recovery. London: Cornell University Press.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun