Stórbruni í atvinnuhúsnæði í Reykjanesbæ Kristinn Haukur Guðnason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 26. júlí 2023 12:45 Bruninn kom upp við Víkurbraut í Reykjanesbæ. Eldsvoði kom upp í atvinnuhúsnæði á horninu á Víkurbraut og Hrannargötu í Reykjanesbæ laust eftir hádegi í dag. Tjónið er mikið, bæði á húsinu sjálfu og munum sem eru þar inni. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru allir bílar kallaðir til á staðinn og unnið hefur verið að slökkvistarfi fram eftir degi. Slökkviliðið hefur náð góðum tökum á eldinum. Eldurinn er í húsnæði við Víkurbraut 4. Er þetta iðnaðaðarhúsnæði með timburgrind og bárujárnsklæðningu byggt árið 1973. Að því sem Vísir kemst næst er engin starfsemi í húsnæðinu en það hýsti áður geymslur fyrir Icelandair. Uppfært klukkan 16:45: Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir að búið sé að slökkva eldinn. Nú sé unnið að því að drepa allar glæður og tryggja vettvang. Ljóst sé að tjónið sé töluvert þó of snemmt sé að segja til um það í krónum talið. Inni í húsinu voru bílar meðal annars geymdir, auk hjólhýsa og búslóða. Óvíst með tjón á húsinu Jón segir að eldurinn sé bundinn við þetta hús og að enginn hafi verið í því. „Þetta gengur hægt og bítandi. Það er búið að slá verulega á hann,“ segir Jón um hvernig gangi að ráða niðurlögum eldsins. Jóhann Ragnarsson náði myndbandinu að neðan á vettvangi. Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu heldur hafi það verið notað sem geymslur. „Það hefur enginn verið þarna dagsdaglega í einhvern tíma. En þarna voru geymdir bílar, fellihýsi, búslóðir og slíkt. Ég geri frekar ráð fyrir því að þessir munir sem þarna voru inni séu ónýtir, annað hvort að eldi eða reyk og vatni,“ segir Jón. Óvíst með tjón á húsinu sjálfu fyrr en slökkvistarfi er lokið. „Þakið er farið að falla að hluta til. Það er ein grunnbygging og svo hafa verið settar viðbyggingar utan á þetta. Þær eru að sleppa að mestu leyti,“ segir Jón. Fólk búi í húsinu Tónlistarmaðurinn Guðmundur Örn Björnsson var einn af þeim sem dreif sig af stað til að athuga með eldsvoðann. En hljómsveitin hans, þungarokkssveitin MIB (Masters in Bloom), hefur æfingaaðstöðu í húsinu. Guðmundur býst við því að hljóðfærin sleppi. Guðmundur Örn óttaðist um fólkið sem býr í viðbyggingunni. „Eldurinn er akkúrat í hinum endanum á húsinu,“ segir Guðmundur Örn. En honum var ekki aðeins umhugað um gítarana, trommusettið og magnarana því að í húsinu búi fólk. „Mér skilst að það séu geymslur í þeim hluta sem eldurinn er í. Síðan kemur millibilið sem ég er búinn að vera fylgjast svolítið með því þar býr fólk,“ segir hann. „Það er græna einingin sem er næst þeirri hvítu sem er að brenna. Þar er opinn gluggi og enginn reykur búinn að stíga út.“ Gámaíbúðir fyrir heimilislausa Velferðarsvið Reykjanesbæjar rekur þrjú smáhýsi á lóðinni við Víkurbraut 6, nálægt eldsvoðanum. Er þetta húsnæði fyrir heimilislausa einstaklinga, byggt árið 2018. „Við erum ekki með íbúðir í húsinu sem brann. Við erum með frístandandi hús þarna á bak við. Ég veit ekkert um ástand þeirra,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þetta séu sérsmíðaðar og samþykktar gámaíbúðir. Kjartan Már segist ekkert vita um ástand gámanna.Reykjanesbær Núna búi einn eða tveir einstaklingar í húsunum. Kjartan Már segist ekki vilja trufla slökkviliðið en fái skýrslu þegar slökkvistarfinu sé lokið. Kjartan segist ekki vita hvort fólk búi í grænmálaða hluta hússins sem brann. „Ég veit ekkert um það en það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Kjartan Már. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson birti þessa mynd úr fjarlægð.Ásmundur Friðriksson Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru allir bílar kallaðir til á staðinn og unnið hefur verið að slökkvistarfi fram eftir degi. Slökkviliðið hefur náð góðum tökum á eldinum. Eldurinn er í húsnæði við Víkurbraut 4. Er þetta iðnaðaðarhúsnæði með timburgrind og bárujárnsklæðningu byggt árið 1973. Að því sem Vísir kemst næst er engin starfsemi í húsnæðinu en það hýsti áður geymslur fyrir Icelandair. Uppfært klukkan 16:45: Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir að búið sé að slökkva eldinn. Nú sé unnið að því að drepa allar glæður og tryggja vettvang. Ljóst sé að tjónið sé töluvert þó of snemmt sé að segja til um það í krónum talið. Inni í húsinu voru bílar meðal annars geymdir, auk hjólhýsa og búslóða. Óvíst með tjón á húsinu Jón segir að eldurinn sé bundinn við þetta hús og að enginn hafi verið í því. „Þetta gengur hægt og bítandi. Það er búið að slá verulega á hann,“ segir Jón um hvernig gangi að ráða niðurlögum eldsins. Jóhann Ragnarsson náði myndbandinu að neðan á vettvangi. Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu heldur hafi það verið notað sem geymslur. „Það hefur enginn verið þarna dagsdaglega í einhvern tíma. En þarna voru geymdir bílar, fellihýsi, búslóðir og slíkt. Ég geri frekar ráð fyrir því að þessir munir sem þarna voru inni séu ónýtir, annað hvort að eldi eða reyk og vatni,“ segir Jón. Óvíst með tjón á húsinu sjálfu fyrr en slökkvistarfi er lokið. „Þakið er farið að falla að hluta til. Það er ein grunnbygging og svo hafa verið settar viðbyggingar utan á þetta. Þær eru að sleppa að mestu leyti,“ segir Jón. Fólk búi í húsinu Tónlistarmaðurinn Guðmundur Örn Björnsson var einn af þeim sem dreif sig af stað til að athuga með eldsvoðann. En hljómsveitin hans, þungarokkssveitin MIB (Masters in Bloom), hefur æfingaaðstöðu í húsinu. Guðmundur býst við því að hljóðfærin sleppi. Guðmundur Örn óttaðist um fólkið sem býr í viðbyggingunni. „Eldurinn er akkúrat í hinum endanum á húsinu,“ segir Guðmundur Örn. En honum var ekki aðeins umhugað um gítarana, trommusettið og magnarana því að í húsinu búi fólk. „Mér skilst að það séu geymslur í þeim hluta sem eldurinn er í. Síðan kemur millibilið sem ég er búinn að vera fylgjast svolítið með því þar býr fólk,“ segir hann. „Það er græna einingin sem er næst þeirri hvítu sem er að brenna. Þar er opinn gluggi og enginn reykur búinn að stíga út.“ Gámaíbúðir fyrir heimilislausa Velferðarsvið Reykjanesbæjar rekur þrjú smáhýsi á lóðinni við Víkurbraut 6, nálægt eldsvoðanum. Er þetta húsnæði fyrir heimilislausa einstaklinga, byggt árið 2018. „Við erum ekki með íbúðir í húsinu sem brann. Við erum með frístandandi hús þarna á bak við. Ég veit ekkert um ástand þeirra,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þetta séu sérsmíðaðar og samþykktar gámaíbúðir. Kjartan Már segist ekkert vita um ástand gámanna.Reykjanesbær Núna búi einn eða tveir einstaklingar í húsunum. Kjartan Már segist ekki vilja trufla slökkviliðið en fái skýrslu þegar slökkvistarfinu sé lokið. Kjartan segist ekki vita hvort fólk búi í grænmálaða hluta hússins sem brann. „Ég veit ekkert um það en það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Kjartan Már. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson birti þessa mynd úr fjarlægð.Ásmundur Friðriksson
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent