Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2023 21:36 Inga Björk segir lausnir við vandamálum sem fatlað fólk glímir við á ferðalögum vera til. Flugfélögin þurfi bara að vera tilbúin að nota þær. Vísir/Einar Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“ Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira