„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. ágúst 2023 06:31 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir stöðu leikskólamála í borginni betri en í flestum öðrum sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk Leikskólar hefja nú margir starfsemi sína eftir sumarfrí en ekki er ljóst hversu mörg börn bíða innritunar að sögn borgarstjóra. Búið sé að kalla eftir þeim upplýsingum og muni málið skýrast á næstu vikum. Foreldrar hafa löngum kallað eftir aðgerðum vegna þess úrræðaleysis sem hefur verið í leikskólamálum borgarinnar og stóðu þau meðal annars fyrir fjölmörgum mótmælum síðasta vetur vegna stöðunnar. Borgarfulltrúi minnihlutans í skóla- og frístundaráði sagði í byrjun ágúst að allt stefndi í enn verra ástand í leikskólamálum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Meðalaldur barna sem hæfu leikskólagöngu væri sífellt að hækka og að staðan væri grafalvarleg. Borgarstjóri á ekki von á miklum breytingum í vetur. „Ég á von á því að staðan verði svipuð í Reykjavík og undanfarin ár en betri en í flestum öðrum sveitarfélögum,“ segir Dagur. „Við verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk eins og Reykjavík hefur verið undanfarin ár.“ Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Ólga hefur verið meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Dagur segir ekkert slíkt í kortunum hjá borginni. Aðspurður hvort það komi til greina að ráðast í sambærilegar aðgerðir og Kópavogsbær hristir Dagur höfuðið. „Að hækka gjöldin þannig að þeir sem hafa minnst á milli handanna nýti sér ekki leikskóla? Nei það er ekki okkar stefna og við förum ekki þá leið. Þvert á móti held ég að það sé ofboðslega mikilvægt að koma til móts við barnafjölskyldur í verðbólgu.“ Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45 Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Leikskólar hefja nú margir starfsemi sína eftir sumarfrí en ekki er ljóst hversu mörg börn bíða innritunar að sögn borgarstjóra. Búið sé að kalla eftir þeim upplýsingum og muni málið skýrast á næstu vikum. Foreldrar hafa löngum kallað eftir aðgerðum vegna þess úrræðaleysis sem hefur verið í leikskólamálum borgarinnar og stóðu þau meðal annars fyrir fjölmörgum mótmælum síðasta vetur vegna stöðunnar. Borgarfulltrúi minnihlutans í skóla- og frístundaráði sagði í byrjun ágúst að allt stefndi í enn verra ástand í leikskólamálum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Meðalaldur barna sem hæfu leikskólagöngu væri sífellt að hækka og að staðan væri grafalvarleg. Borgarstjóri á ekki von á miklum breytingum í vetur. „Ég á von á því að staðan verði svipuð í Reykjavík og undanfarin ár en betri en í flestum öðrum sveitarfélögum,“ segir Dagur. „Við verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk eins og Reykjavík hefur verið undanfarin ár.“ Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Ólga hefur verið meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Dagur segir ekkert slíkt í kortunum hjá borginni. Aðspurður hvort það komi til greina að ráðast í sambærilegar aðgerðir og Kópavogsbær hristir Dagur höfuðið. „Að hækka gjöldin þannig að þeir sem hafa minnst á milli handanna nýti sér ekki leikskóla? Nei það er ekki okkar stefna og við förum ekki þá leið. Þvert á móti held ég að það sé ofboðslega mikilvægt að koma til móts við barnafjölskyldur í verðbólgu.“
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45 Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45
Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00