Um faraldurinn eingöngu - voru ráðleggingar stjórnvalda um bólusetningar gegn COVID-19 réttmætar? Kári Stefánsson og Ingileif Jónsdóttir skrifa 11. ágúst 2023 20:35 Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar. Þegar stjórnvöld ákváðu að ráðleggja bólusetningar í helstu áhættuhópum fyrst, einkum öldruðum og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, og síðan yngra fólki almennt lágu fyrir niðurstöður umfangsmikilla fasa 3 rannsókna sem sýndu ótrívætt fram á að bóluefnin vernda mjög vel gegn COVID-19 sjúkdómnum, best gegn alvarlegum og lífshótandi sjúkdómi. Öll bóluefnin sem voru notuð á Íslandi veita 90%-100% vernd gegn alvarlegum COVID sjúkdómi, dauða og/eða sjúkrahússinnlögn. Aukaverkarir voru almennt vægar og sambærilegar við þær sem orsakast af flestum bóluefnum og öðrum lyfjum, en öllum lyfjum og öllum bóluefnum fylgir einhver hætta á aukaverkunum. Allar skýrslur um framkvæmd og niðurstöður rannsókna sem voru lagðar fyrir leyfisveitendur í Evrópu (EMA) og Bandaríkjunum (FDA) eru öllum aðgengilegar og helstu niðurstöður rannsókna sem lágu að baki leyfisveitinga voru birtar í virtum vísindaritum (sjá heimildir). Bóluefnin sem notuð voru á Íslandi eru: Pfizer (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 43.448 þátttakendur) 90-100% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 94,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 90% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (1). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 74-85% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Moderna (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 28.207 þátttakendur) 90-95% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 86,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (2). AstraZeneca (veiruferjubóluefni, 2 skammtar, 11.636 þátttakendur) 79% vernd gegn COVID-19, 60% þátttakenda höfðu undirliggjandi sjúkdóm, 80% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða (3). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 94% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Janssen (veiruferjubóluefni, 1 skammtur, 43,783 þátttakendur) 67% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, 85,4% vernd gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi, en 74% vernd gegn einkennalaus smiti, 63% vernd í öllum aldurshópum, báðum kynjum, ólíkum kynþáttum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, 100% vernd sjúkrahúsinnlögn vegna COVID-19 (4). Bæði vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, einkum alvarlegum sjúkdómi, og fátíðar alvarlegar aukaverkanir var með því besta sem þekkist. Vernd bólusetninga gegn smiti og dreifingu þess í nærumhverfi Vernd gegn COVID-19 smiti var minni en vonir stóðu til, en skipti máli þó hún væri skammvinn. Rannsóknir sýndu að 1 skammtur af Pfizer bóluefninu veitt 46% vernd gegn PCR staðfestu smiti og 2 skammtar veittu 92% vernd (1). Einn skammtur af Moderna bóluefninu var talinn veita 61% vernd gegn því að smita aðra. Einn skammtur af Janssen bóluefninu veitti 74% vernd gegn einkennalausri sýnkingu og var þannig talinn draga úr smitun annara (4). Þrátt fyrir að vernd bólusetningar gegn smiti væri verulega minni en gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi og COVID-19 almennt þá minnkar hún dreifingu smits til annara í nánu umgengi og hefur þannig áhrif á dreifingu þess í samfélaginu. Rannsókn á um milljón manns sýndi að þeir sem smituðust og voru bólusettir með Pfizer eða AstraZeneca bóluefninu smituðu helmingi færri á heimilum sínum en þeir sem eru óbólusettir (5). Aukaverkanir í kjölfar COVID-19 sýkingar og bólusetninga gegn COVID-19: Stór samanburðarrannsókn á alvarlegum afleiðingum COVID-19 sýkingar annars vegar og bólusetninga með mRNA bóluefni gegn COVID-19 hins vegar sýndi að alvarlegar afleiðingar sem helst verða af COVID-19 sýkingu eru hjartsláttartruflanir, bráð nýrnabilun, lungnablóðrek, blóðtappar og hjartaáföll, en hjartavöðva- eða gollurshússbólga er er einnig auknin en minna. Flestar þessar alvarlegu afleiðingar COVID-19 sýkingarinnar eru ekki auknar eftir bólusetningu, m.v. staðlaðan viðmiðunarhóp (6). Þeir sem eru bólusettir með mRNA bóluefni (Pfizer) eru í 3,24 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (884,828 í hvorum hópi), en þeir sem veikjast af COVID-19 eru í 18,28 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (233.392 í hvorum hópi) (6). Rannsóknin sýndi á óyggjandi hátt að hættan á þessum tveim alvarlegu afleiðingum COVID-19 sýkingar er um 6 sinnum meiri en af bólusetningum. Blóðtappi var önnum alvarleg en mjög sjaldgæf aukaverkun af bólusetningum. Snemma birtust greinar um sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð eftir bólusetningu með veiruferjubóluefni AstraZeneca, 5 tilfelli í Noregi og 11 í Þýskalandi og Austurríki. Í rannsókn Evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA á 86 tilfellum blóðtappa (18 létust) innan tveggja vikna frá bólusetningu 25 milljóna einstaklinga sýndi að það var ekki aukin áhætta á blóðtöppum almennt, og þessi sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð var mjög sjaldgæf og mat stofnunarinnar að heildar ávinningur af bólusetningum til að koma í veg fyrir COVID-19 væri meiri en áhættan. Ekki væri hægt að útiloka tengsl sjaldgæfrar gerðar blóðtappa með blóðflögufæð og bólusetinga, og er hún nú skráð sem möguleg aukaverkun tengd bóluefnum AstraZeneca og Janssen gegn COVID-19. Þar sem þessi mögulega aukaverkun kom einkum fram hjá konum undir 60 ára ákváðu íslensk stjórnvöld að þeim væru boðin önnur bóluefni, þ.e. mRNA bóluefni Pfizer og Moderna. Alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost eru afar sjaldgæfar aukaverkanir af mRNA bóluefnum Pfizer (11 af 1 milljón bólusettra) og Moderna (2,5) af 1 milljón bólusettra (1 og 2). Því var þeim sem höfðu sögu um alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost ráðlagt að þiggja veiruferjubóluefni AstraZeneca eða Janssen. Vernd bólusetninga gegn nýrri afbrigðum veirunnar sem veldur COVID, sem sum eru meira smitandi en það upprunalega Upprunalegu bóluefnin (2 skammtar mRNA eða veiruferjubóluefni) veita minni vernd gegn COVID sjúkdómi af völdum ómíkron afbrigðis veirunnar sem veldur COVID (48.9-65.5%) en gegn upprunalega afbrigðinu (90-100), en minni minnkun gegn delta (82.8-90.9%). Verndin eykst verulega eftir örvunarskammt (3ja skammt) með mRNA bóluefni (ómíkron 62.4-73.9%, delta 95.1-97%). Verndin minnkar með tímanum (7). Nú eru komin bólefni sem innihalda gen fyrir spike prótein bæði upprunalega afbrigðis COVID-19 veirunnar og ómíkron afbrigðisins og rannsóknir sýna að viðbótarskammtur af nýju bólefnunum gefur enn betra ónæmissvar gegn ómíkron en upprunalegu bóluefnin og hafa þannig breiðari virkni (8). Þessi nýju bóluefni hafa staðið Íslendingum til boða frá ársbyrjun 2023. Við viljum benda á að tíðni fullrar bólusetningar með viðbótarskömmtum gegn COVID-19 er einna hæst á Íslandi af há- og meðaltekjulöndum heims, sem á líklega stóran þátt í að dánartíðni á völdum COVID-19 er einna lægst. Við viljum ítreka þá skoðun okkar að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum hafi verið rökréttar miðað við þær forsendur sem lágu fyrir og að flestar þeirra standist skoðun í ljósi þekkingar sem við höfum í dag á heimsfaraldri COVID-19. Það var gæfa okkar að íslensk stjórnvöld byggðu ákvarðanir á ráðgjöf sérfræðinga og tillögum sóttvarnarlæknis, sem var í nánum samskiptum við norræna, evrópska og alþjóðlega sérfræðihópa um bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur, prófessor emerita Kári Stefánsson, læknir og vísindamaður Heimildir: 1) Polack FP et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2034577 2) Baden LR et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2035389 3) Voysey M et al. The Lancet 2021 - https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(20)32661-1/fulltext 4) Sadoff J et al. N Engl J Med. 2021 - https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33882225/ 5) Harris RJ et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmc2107717 6) Barda N et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2110475 7) Andrews N et al. N Engl J Med 2022 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa2119451 8) Lee IT et al. The Lancet 2023 - https://doi.org/10.1016/S1473-3099(23)00295-5 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kári Stefánsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar. Þegar stjórnvöld ákváðu að ráðleggja bólusetningar í helstu áhættuhópum fyrst, einkum öldruðum og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, og síðan yngra fólki almennt lágu fyrir niðurstöður umfangsmikilla fasa 3 rannsókna sem sýndu ótrívætt fram á að bóluefnin vernda mjög vel gegn COVID-19 sjúkdómnum, best gegn alvarlegum og lífshótandi sjúkdómi. Öll bóluefnin sem voru notuð á Íslandi veita 90%-100% vernd gegn alvarlegum COVID sjúkdómi, dauða og/eða sjúkrahússinnlögn. Aukaverkarir voru almennt vægar og sambærilegar við þær sem orsakast af flestum bóluefnum og öðrum lyfjum, en öllum lyfjum og öllum bóluefnum fylgir einhver hætta á aukaverkunum. Allar skýrslur um framkvæmd og niðurstöður rannsókna sem voru lagðar fyrir leyfisveitendur í Evrópu (EMA) og Bandaríkjunum (FDA) eru öllum aðgengilegar og helstu niðurstöður rannsókna sem lágu að baki leyfisveitinga voru birtar í virtum vísindaritum (sjá heimildir). Bóluefnin sem notuð voru á Íslandi eru: Pfizer (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 43.448 þátttakendur) 90-100% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 94,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 90% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (1). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 74-85% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Moderna (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 28.207 þátttakendur) 90-95% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 86,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (2). AstraZeneca (veiruferjubóluefni, 2 skammtar, 11.636 þátttakendur) 79% vernd gegn COVID-19, 60% þátttakenda höfðu undirliggjandi sjúkdóm, 80% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða (3). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 94% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Janssen (veiruferjubóluefni, 1 skammtur, 43,783 þátttakendur) 67% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, 85,4% vernd gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi, en 74% vernd gegn einkennalaus smiti, 63% vernd í öllum aldurshópum, báðum kynjum, ólíkum kynþáttum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, 100% vernd sjúkrahúsinnlögn vegna COVID-19 (4). Bæði vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, einkum alvarlegum sjúkdómi, og fátíðar alvarlegar aukaverkanir var með því besta sem þekkist. Vernd bólusetninga gegn smiti og dreifingu þess í nærumhverfi Vernd gegn COVID-19 smiti var minni en vonir stóðu til, en skipti máli þó hún væri skammvinn. Rannsóknir sýndu að 1 skammtur af Pfizer bóluefninu veitt 46% vernd gegn PCR staðfestu smiti og 2 skammtar veittu 92% vernd (1). Einn skammtur af Moderna bóluefninu var talinn veita 61% vernd gegn því að smita aðra. Einn skammtur af Janssen bóluefninu veitti 74% vernd gegn einkennalausri sýnkingu og var þannig talinn draga úr smitun annara (4). Þrátt fyrir að vernd bólusetningar gegn smiti væri verulega minni en gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi og COVID-19 almennt þá minnkar hún dreifingu smits til annara í nánu umgengi og hefur þannig áhrif á dreifingu þess í samfélaginu. Rannsókn á um milljón manns sýndi að þeir sem smituðust og voru bólusettir með Pfizer eða AstraZeneca bóluefninu smituðu helmingi færri á heimilum sínum en þeir sem eru óbólusettir (5). Aukaverkanir í kjölfar COVID-19 sýkingar og bólusetninga gegn COVID-19: Stór samanburðarrannsókn á alvarlegum afleiðingum COVID-19 sýkingar annars vegar og bólusetninga með mRNA bóluefni gegn COVID-19 hins vegar sýndi að alvarlegar afleiðingar sem helst verða af COVID-19 sýkingu eru hjartsláttartruflanir, bráð nýrnabilun, lungnablóðrek, blóðtappar og hjartaáföll, en hjartavöðva- eða gollurshússbólga er er einnig auknin en minna. Flestar þessar alvarlegu afleiðingar COVID-19 sýkingarinnar eru ekki auknar eftir bólusetningu, m.v. staðlaðan viðmiðunarhóp (6). Þeir sem eru bólusettir með mRNA bóluefni (Pfizer) eru í 3,24 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (884,828 í hvorum hópi), en þeir sem veikjast af COVID-19 eru í 18,28 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (233.392 í hvorum hópi) (6). Rannsóknin sýndi á óyggjandi hátt að hættan á þessum tveim alvarlegu afleiðingum COVID-19 sýkingar er um 6 sinnum meiri en af bólusetningum. Blóðtappi var önnum alvarleg en mjög sjaldgæf aukaverkun af bólusetningum. Snemma birtust greinar um sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð eftir bólusetningu með veiruferjubóluefni AstraZeneca, 5 tilfelli í Noregi og 11 í Þýskalandi og Austurríki. Í rannsókn Evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA á 86 tilfellum blóðtappa (18 létust) innan tveggja vikna frá bólusetningu 25 milljóna einstaklinga sýndi að það var ekki aukin áhætta á blóðtöppum almennt, og þessi sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð var mjög sjaldgæf og mat stofnunarinnar að heildar ávinningur af bólusetningum til að koma í veg fyrir COVID-19 væri meiri en áhættan. Ekki væri hægt að útiloka tengsl sjaldgæfrar gerðar blóðtappa með blóðflögufæð og bólusetinga, og er hún nú skráð sem möguleg aukaverkun tengd bóluefnum AstraZeneca og Janssen gegn COVID-19. Þar sem þessi mögulega aukaverkun kom einkum fram hjá konum undir 60 ára ákváðu íslensk stjórnvöld að þeim væru boðin önnur bóluefni, þ.e. mRNA bóluefni Pfizer og Moderna. Alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost eru afar sjaldgæfar aukaverkanir af mRNA bóluefnum Pfizer (11 af 1 milljón bólusettra) og Moderna (2,5) af 1 milljón bólusettra (1 og 2). Því var þeim sem höfðu sögu um alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost ráðlagt að þiggja veiruferjubóluefni AstraZeneca eða Janssen. Vernd bólusetninga gegn nýrri afbrigðum veirunnar sem veldur COVID, sem sum eru meira smitandi en það upprunalega Upprunalegu bóluefnin (2 skammtar mRNA eða veiruferjubóluefni) veita minni vernd gegn COVID sjúkdómi af völdum ómíkron afbrigðis veirunnar sem veldur COVID (48.9-65.5%) en gegn upprunalega afbrigðinu (90-100), en minni minnkun gegn delta (82.8-90.9%). Verndin eykst verulega eftir örvunarskammt (3ja skammt) með mRNA bóluefni (ómíkron 62.4-73.9%, delta 95.1-97%). Verndin minnkar með tímanum (7). Nú eru komin bólefni sem innihalda gen fyrir spike prótein bæði upprunalega afbrigðis COVID-19 veirunnar og ómíkron afbrigðisins og rannsóknir sýna að viðbótarskammtur af nýju bólefnunum gefur enn betra ónæmissvar gegn ómíkron en upprunalegu bóluefnin og hafa þannig breiðari virkni (8). Þessi nýju bóluefni hafa staðið Íslendingum til boða frá ársbyrjun 2023. Við viljum benda á að tíðni fullrar bólusetningar með viðbótarskömmtum gegn COVID-19 er einna hæst á Íslandi af há- og meðaltekjulöndum heims, sem á líklega stóran þátt í að dánartíðni á völdum COVID-19 er einna lægst. Við viljum ítreka þá skoðun okkar að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum hafi verið rökréttar miðað við þær forsendur sem lágu fyrir og að flestar þeirra standist skoðun í ljósi þekkingar sem við höfum í dag á heimsfaraldri COVID-19. Það var gæfa okkar að íslensk stjórnvöld byggðu ákvarðanir á ráðgjöf sérfræðinga og tillögum sóttvarnarlæknis, sem var í nánum samskiptum við norræna, evrópska og alþjóðlega sérfræðihópa um bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur, prófessor emerita Kári Stefánsson, læknir og vísindamaður Heimildir: 1) Polack FP et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2034577 2) Baden LR et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2035389 3) Voysey M et al. The Lancet 2021 - https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(20)32661-1/fulltext 4) Sadoff J et al. N Engl J Med. 2021 - https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33882225/ 5) Harris RJ et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmc2107717 6) Barda N et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2110475 7) Andrews N et al. N Engl J Med 2022 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa2119451 8) Lee IT et al. The Lancet 2023 - https://doi.org/10.1016/S1473-3099(23)00295-5
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun